Úrval - 01.06.1945, Blaðsíða 126

Úrval - 01.06.1945, Blaðsíða 126
124 ÚRVAL lausir í nokkra daga, því að við vildum allir vera viðstaddir frelsun borgarinnar. Ég hygg að um tvö hundruð fréttaritar- ar hafi komið til Parísar um þetta leyti, og enda þótt her- stjórnin hefði útvegað okkur stórt gistihús fyrir dvalarstað, var það orðið algerlega yfirfullt áður en dagur var að kvöldi kominn. Mér þótti hótellífið skrítið eftir svona langa veru á víg- stöðvunum. Herbergi mitt var stórt, með hægindastólum, mjúku rúmi, baði og þjónustu- stúlka var við hendina. Raf- magn var ekkert á daginn, ekk- ert heitt vatn og enginn ,,bar“, en að því slepptu var allt eins og á friðartímum. Það hafði verið lítið um mat- væli, þau fjögur ár, sem Prakk- land hafði verið á valdi Þjóð- verja, en frásagnir í þá átt að fólk byggi við hungursneyð voru sýnilega ósannar. Bænda- fólkið í Normandí hafði litið svo vel út og verið svo hraust- legt, að við höfðum sagt: „Sveitafólki líður alltaf bezt, bíðum þangað til við komum til Parísar. Þar munum við sjá fólk, sem sveltur." Auðvitað þjáðust Parísarbú- ar hin fjögur hernámsár. En það er skoðun mín, að þeir hafi ekki þjáðst eins mikið lík- amlega og við héldum. Þeir voru ekki tötralegir, horaðir og aumkvunarverðir eins og fólkið á ítalíu. í sann- leika sagt fannst mér þeir vera eins og ég býst við að þeir séu á friðartímum. Eins og venjulega fór það svo, að þeir Ameríkumenn, sem helzt eiga skilið að sjá París, fá ekki ósk sína uppfyllta. Ég á hér við hermennina. Aðeins ein amerísk fótgönguliðsherdeild og ein könnunarsveit fór um París- arborg og höfðu þar stutta við- dvöl. Þeir fyrstu, sem komu til borgarinnar til dvalar, voru ýmsir menn úr þeim deildum hersins, sem ekki berjast á víg- velli, svo og fréttaritarar. Ég heyrði fleiri en einn af þessiun mönnum segja, að þeir blygð- uðust sín fyrir að taka á móti fagnaðarhrópum og kossum fyrir frelsun Parísar, meðan piltarnir, sem moluðu þýzka hei'inn og ruddu brautina, voru enn að berjast, og það án kossa og fagnaðarhrópa. En þannig gengur það í henni veröld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.