Úrval - 01.06.1950, Blaðsíða 7

Úrval - 01.06.1950, Blaðsíða 7
MEÐAL ENGLENDINGA OG FRAKKA 5 voru heldur ekki ánægðir og boð- uðu nýjan sjónleik, þar sem fljóta skyldi meira blóð og böð- ullinn fá meira að starfa. París gladdi mig mikið með kæti sinni, sem birtist í öllum athöfnum fólksins, og sem hefur áhrif jafnvel á bölsýnismenn af versta tagi. Undarlegt! París er vettvangurinn þar sem mestu harmleikir veraldsögunnar eru settir á svið, harmleikir sem örva hjartslátt og kalla fram tár jafnvel í fjarlægustu lönd- um. En fyrir áhorfandanum að þessum miklu harmleikjum hér í París fer eins og einu sinni fór fyrir mér í Porte Saint Mar- tin þar sem ég sá leikritið „Tour de Nesle“. Ég lenti sem sé í sæti fyrir aftan konu, sem var með hatt úr rósrauðu hýjalíni, og þessi hattur var svo fyrirferðar- mikill, að hann varnaði mér út- sýnis til leiksviðsins, eða réttara sagt: ég sá allt, sem þar gerð- ist gegnum hýjalínið, og þannig birtust mér allar ógnir harm- leiksins í skærum, rósrauðum bjarma. Já, í París ríkir slíkur rósabjarmi, sem hjúpar alla harmsögulega atburði glaðlegri birtu sinni í augum þess sem ná- lægt er, svo að hann glatar ekki hæfileikanum til að njóta lífs- ins. Jafnvel þær ógnarmyndir, sem hann hefur tekið með sér til Parísar, missa hinn uggvæn- lega mátt sinn. Kvölunum linnir á undursamlegan hátt. I and- rúmslofti Parísar læknast öll sár miklu fyrr en nokkursstaðar annarsstaðar; það er eitthvað göfugt, milt og ástúðlegt í þessu andrúmslofti eins og í fólkinu sjálfu. Það sem mér geðjast bezt að í fari parísarbúa, er kurteisi þeirra og fyrirmannlegt útlit. Þú sæti ananasilmur kurteisinn- ar, hversu ljúflega endurnærðir þú ekki hina sjúku sál mína, sem í Þýzkalandi hafði drukkið í sig tóbaksreyk, súrkálslykt og ó- skammfeilni. Þær hljómuðu í eyrum mér eins og tónlist eftir Rossini hinar kurteisu afsökun- arbeiðnir frakkans, sem gaf mér óverulegt olnbogaskot á götu daginn sem ég kom. Ég varð næstum hræddur við svona lysti- lega kurteisi, ég sem var vanur ruddalegum, þýzkum olnboga- skotum án nokkurrar afsökun- arbeiðni. Fyrstu vikuna mína í París reyndi ég nokkrum sinn- um af ásettu ráði að afla mér olnbogaskota til þess eins að njóta þessara ljúfu tóna kurteis- innar. En það var ekki aðeins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.