Úrval - 01.10.1950, Page 8
6
ÚRVAL
fyrir tímann, lifðu yfirleitt ekki
nema í nokkrar mínútur.
Elzire Dionne fékk krampa
og innvortis blæðingu, og missti
meðvitund. Með sprautum tókst
dr. Dafoe að stöðva blæð-
ingarnar í bili, en þær byrjuðu
aftur og ástandið var alvarlegt.
Elzire rankaði við sér og spurði
madame Lebel veikum rómi:
„Voru það tvíburar? Ég hef
víst . . .“
„Ekki tvíburar, Elzire, held-
ur fimm stúlkubörn!“ Madame
Lebel lyfti upp hendinni og taldi
á fingrum sér. „Cinq fillettes!“
„Cinq fillettes!“ endurtók El-
zire sljó. „Hvernig getur nokk-
ur kona eignast fimm börn í
einu?“
Madame Lebel, sem hafði að-
eins einu sinni tekið á móti tví-
burum, gat ekki svarað því. Hún
vissi það eitt, að börnin voru
fimm, að dr. Dafoe, sem var nú
að þvo sér frammi í eldhúsi,
hafði tekið á móti tveim, hún
hafði tekið á móti þrem og skírt
þau öll fimm.
„Fimm,“ endurtók Elzire.
„Hvernig eigum við að klæða
svona mörg börn ? Og hvað segja
nágrannarnir?“
Oliva var frammi í eldhúsi
að reyna að friða tvö yngstu
börnin, þegar dr. Dafoe sagði
honum tíðindin. Þau komu yfir
hann eins og reiðarslag. Fimm
barna faðir fyrir lítill stundu,
og nú allt í einu tíu barna faðir!
Þegar hann sá Elzire, hélt
hann að hún væri að deyja. Ljós-
mæðurnar voru sömu skoðun-
ar, og læknirinn féllst á að bezt
væri að senda eftir prestinum.
En á næsta hálftíma hresstist
Elzire. Donilda bað lækninn að
vera við sjúkrabeðinn ásamt ma-
dame Lebel, á meðan hún færi
heim að sækja rýjur, lök og
ábreiður. En . þegar hún kom
hlaupandi til baka, sá hún lækn-
inn hjá hlöðunni á tali við Leon,
elzta bróður Oliva, sem komið
hafði til að sækja sér áburð í
garðinn sinn.
Dr. Dafoe hafði verið svo
glettinn á svipinn, þegar hann
óskaði Leon til hamingju með
fimmburana, að Leon héit, að
hann væri að gera að gamni
sínu.
En í sjúkraherberginu var
enginn með glens á vörum. Don-
ilda hafði lagt frá sér fatabögg-
ulinn, og ljósmæðurnar stóðu nú
sín hvoru megin við rúmið og
horfðu á móðurina.
„Elzire er að deyja,“ hvíslaði
eldri ljósmóðirin. „Ég finn varla