Úrval - 01.10.1950, Page 8

Úrval - 01.10.1950, Page 8
6 ÚRVAL fyrir tímann, lifðu yfirleitt ekki nema í nokkrar mínútur. Elzire Dionne fékk krampa og innvortis blæðingu, og missti meðvitund. Með sprautum tókst dr. Dafoe að stöðva blæð- ingarnar í bili, en þær byrjuðu aftur og ástandið var alvarlegt. Elzire rankaði við sér og spurði madame Lebel veikum rómi: „Voru það tvíburar? Ég hef víst . . .“ „Ekki tvíburar, Elzire, held- ur fimm stúlkubörn!“ Madame Lebel lyfti upp hendinni og taldi á fingrum sér. „Cinq fillettes!“ „Cinq fillettes!“ endurtók El- zire sljó. „Hvernig getur nokk- ur kona eignast fimm börn í einu?“ Madame Lebel, sem hafði að- eins einu sinni tekið á móti tví- burum, gat ekki svarað því. Hún vissi það eitt, að börnin voru fimm, að dr. Dafoe, sem var nú að þvo sér frammi í eldhúsi, hafði tekið á móti tveim, hún hafði tekið á móti þrem og skírt þau öll fimm. „Fimm,“ endurtók Elzire. „Hvernig eigum við að klæða svona mörg börn ? Og hvað segja nágrannarnir?“ Oliva var frammi í eldhúsi að reyna að friða tvö yngstu börnin, þegar dr. Dafoe sagði honum tíðindin. Þau komu yfir hann eins og reiðarslag. Fimm barna faðir fyrir lítill stundu, og nú allt í einu tíu barna faðir! Þegar hann sá Elzire, hélt hann að hún væri að deyja. Ljós- mæðurnar voru sömu skoðun- ar, og læknirinn féllst á að bezt væri að senda eftir prestinum. En á næsta hálftíma hresstist Elzire. Donilda bað lækninn að vera við sjúkrabeðinn ásamt ma- dame Lebel, á meðan hún færi heim að sækja rýjur, lök og ábreiður. En . þegar hún kom hlaupandi til baka, sá hún lækn- inn hjá hlöðunni á tali við Leon, elzta bróður Oliva, sem komið hafði til að sækja sér áburð í garðinn sinn. Dr. Dafoe hafði verið svo glettinn á svipinn, þegar hann óskaði Leon til hamingju með fimmburana, að Leon héit, að hann væri að gera að gamni sínu. En í sjúkraherberginu var enginn með glens á vörum. Don- ilda hafði lagt frá sér fatabögg- ulinn, og ljósmæðurnar stóðu nú sín hvoru megin við rúmið og horfðu á móðurina. „Elzire er að deyja,“ hvíslaði eldri ljósmóðirin. „Ég finn varla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.