Úrval - 01.10.1950, Síða 17
TÖFRALYF 1 LJÓSI REYNSLUNNAR
15
botnlangabólgu. Skurðlæknar
sjúkrahússins staðfestu sjúk-
dómsgreininguna í 405 tilfellum,
eða tæpum þriðjung þeirra. Ekk-
ert fannst að 171, og 321 þjáð-
ust af einhverjum öðrum melt-
ingarkvillum. Aðrir sjúkdómar
voru allt frá átján lungnabólgu-
tilfellum í eitrun af kóngulóar-
biti. Til allar hamingju dó ekki
nema einn sjúklingur.
Með öðrum orðum: ekkert
Iyf og engin læknisaðgerð er
fremri þekkingu og leikni þess
læknis, sem gefur lyfið eða fram-
kvæmir aðgerðina. Ónákvæm
sjúkdómsgreining, sem forustu-
menn læknastéttarinnar viður-
kenna að sé ein af alvarlegustu
og algengustu syndum almennra
lækna, er jafnan dyggur fylgi-
fiskur óhóflegrar lyf janotkunar.
Gott dæmi um þetta er sölu-
maður einn í Philadelphia, sem
fór heim til fæðingarbæjar síns í
Virginia til að deyja. Hann var
um fertugt. Læknir hafði gefið
honum of stóran skammt af
súlfalyfi við minniháttar ígerð.
Afleiðingin varð sú, að maður-
inn fékk illkynjaðan húðsjúk-
dóm (exfoliative dermatitis),
sem lýsir sér í því, að skinnið
flagnar af í stórum flygsum.
Maðurinn léttist úr 190 pund-
um í 130, og varð að hætta störf-
um vegna magnleysis.
I fæðingarborg sölumannsins
var ungur læknir, sem fékk á-
huga á sjúkdómi hans. Hann
reyndi allt sem hann gat og
ræddi um sjúkdóminn við aðra
lækna. En allt kom fyrir ekki,
sölumaðurinn hélt áfram að létt-
ast, og var brátt kominn niður
í 80 pund. Af samtölum við sjúk-
dómafræðinga við læknaskóla
einn fræddist læknirinn um, að
svona sjúklingar deyja oft úr
bráðri rýrnun í lifrinni. Við
krufningu kemur í Ijós, að fita
hefur safnazt fyrir í lifrinni.
Þetta var vísbending. Lækn-
irinn leitaði í nýjustu læknis-
fræðiritum og fann loks skýrslu
um nýtt lyf, sem virtist reyn-
ast vel gegn fitusöfnun í lifr-
inni, og virtist einnig ósaknæmt.
Læknirinn skrifaði skýrsluhöf-
undi og fékk frá honum lyfið,
sem enn var á tilraunastigi og
ekki komið á markaðinn.
Af þessu lyfi, sem ekki varð
fyrirfram vitað hvernig reynd-
ist, en hinn ötuli læknir hafði
fundið eftir langa leit, greri hör-
und sölumannsins að fullu á
tveim vikum! Hann þyngdist ört
og komst aftur upp í 180 pund
og gat hafið vinnu að nýju.