Úrval - 01.10.1950, Qupperneq 26
24
ÚRVAL
Prófessorinn steig inn, og
vagninn rann hljóðlaust af stað
ofan eftir fjallveginum.
Skyndilega heyrðist kallað
hárri röddu. Vagninn stað-
næmdist. Dr. Morbidus leit ugg-
andi út um vagngluggann.
Risi einn, mikill og kraftaleg-
ur, stóð rétt hjá vagninum. Á
skuggalega ásýnd hans sló
annað veifið eins og bláhvítu
leiftri. Hann bar blóði stokkna
öxi í hendi.
„Afsakið, prófessor," mælti
risinn hrjúfri röddu, „þér
gleymduð að taka ómakslaun
yðar.“
Um leið rétti hann dr. Mor-
bidus stórt umslag. Hann opnaði
það með mikilli eftirvæntingu.
Umslagið hafði inni að halda
eina miljón króna.
„Ó,“ varð prófessornum að
orði, „mjög fallega hugsað af
yður! Ég þakka yður.“
„Ég þakka, prófessor," svai'-
aði risinn kurteislega, „alla
fyrirhöfn yðar. Mjög leiðinlegt
að hjálp yðar skyldi ekki koma
að haldi.“
„Mjög leiðinlegt,“ mælti dr.
Morbidus og laut höfði. „Hans
hágöfgi hefur ekki gætt sín
sem skyldi. Hann hefði átt að
senda eftir mér fyrr . . .“
„Einmitt,“ mælti risinn, „ég
sagði föður mínum —“
Dr. Morbidus stirðnaði upp.
,,Ó, svo þér eruð þá . .
stamaði hann og glápti á ris-
ann.
„Ég er sonur hans,“ mælti
hinn blátf áfram, „og tek nú við
starfi hans.“
Að svo mæltu hvarf hann, en
vagninn rann af stað og flutti
dr. Morbidus aftur heim í
heilsuhæli hans í skemmtigarði
borgarinnar.
Einþykkur.
Jakob gamli var einþykkur karl. Hann fékkst aldrei til að
fara í regnkápu þó að rigning væri úti, og aldrei fór hann í
frakka, jafnvel ekki í grimmdarfi’osti. Konunni hans gramdist
þessi óráðþægni gamla mannsins.
,,Þú hlýðir aldrei annarra ráðum," sagði hún eitt sinn kvart-
andi.
„Vertu fegin,“ anzaði sá gamli, „annars værirðu áreiðanlega
ennþá ógift.“ — Copper’s Weekly.