Úrval - 01.10.1950, Qupperneq 53
MAÐURINN: FRÁ SJÓNARMIÐI KRISTINDÓMSINS
51
Sá sem trúir því, að skilning-
ur kristindómsins á manninum
sé réttur, hlýtur að gera miklar
kröfur til mannsins, og einkum
sjálfs sín; hann lítur raunsæj-
um augum á eigingirni og valda-
fýkn, sem enginn maður er með
öllu Iaus við, og sem hafa verð-
ur strangan hemil á þegar menn-
irnir sækjast eftir að fullnægja
eiginhagsmunum sínum. En
jafnframt mun hann hafa fasta
grund vonar undir fótum þeg-
ar hann leikur hlutverk sitt í
leik mannlífsins. Því að hann
er sannfærður um, að örlög
mannsins séu í öruggum höndum
vegna þess að til er persónu-
legur guð, sem lætur sér annt
um þá einstaklinga, sem hann
hefur skapað, hversu tvísýnt og
vonlaust sem ástandið kann að
virðast þá og þá stundina. Hann
er sannfærður um, að vegna
þess að Kristur hefur opinber-
ast og upprisið sem frelsari
mannkynsins frá valdi hins illa
og frá óttanum við dauðann,
geti manninum hlotnazt sú sæmd
og sá heiður, sem hann getur
ekki sjálfur áunnið sér, með
hjálp Mannsms, sem hefur tek-
ið á sig þá ábyrgð, að koma þeim,
er hann hefur kallað bræður
sína, í þá höfn, sem þeir eiga
heima, þar sem allar hörmung-
ar, vonleysi og vandræði, er nú
þjakar líf þeirra, verða að lok-
um yfirstigin.
oo ái oo
í skólanum.
Jóna litla kom til kennarans þegar öll bömin voru komin út
úr kennslustofunni og heimáleið.
„Kennari," sagði hún vandræðaleg', „hvað lærði ég í skólanum
i dag? Pappi spyr mig alltaf um það, þegar ég kem heim.“
— Coronet.
★
Kennarinn var að skýra fyrir nemendum sínum í níuárabekk,
hvernig sum efni stækka eða þenjast út við hita, o g
minnka eða dragast saman við kulda. Síðan spurði hann, hvort
nokkur gæti nemt dæmi um þetta.
,,Já,“ sagði einn nemandinn, „dagarnir. Á sumrin, þegar
heitt er, eru þeir langir, en á veturna, þegar kalt er, eru þeir
stuttir." Coronet.