Úrval - 01.10.1950, Síða 63
GINNTUR TIL SAGNA
61
Neimiester gerði rödd sína
eins innilega og honum var
unnt. „Frank,“ sagði hann, „þú
veizt hvað mér er hlýtt til þín.
En fólk breytist, Frank — og
við líka. Þeir sem eru vinir í dag,
eru kannski óvinir á morgun.“
„Hvað áttu við?“ spurði
Heideman.
„Hugsaðu þér, að við yrðum
ósáttir einhverntíma. Þú veizt
að ég drap mann, og þú gætir
alltaf sagt lögreglunni það.“
„Er það þessvegna!“ sagði
Heideman og mátti heyra að
honum létti.
,,Já,“ sagði Neimiester. „Ég
ætla heim til Þýzkalands af því
að ég er hræddur. Mundir þú
ekki fara eins að í mínum spor-
um — ef þú vissir, að einhver
vissi, að þú hefðir framið
morð?“
„Nei,“ sagði Heideman. Nei-
miester leit á hann. „Ég vildi ég
gæti trúað því, Frank,“ sagði
hann.
• „Þér er óhætt að trúa því,“
sagði Heideman. „Mér dytti
aldrei í hug að segja lögreglunni
það, því aö ég hef sjálfur fram-
iö morö!“
Neimiester hnusaði. „Þú
framið morð? Hvern skyldir
þú hafa drepið?“
„Ég drap litlu stúlkuna í As-
bury Park. Manstu þegar mín
var getið í blaðinu?“
„Þú ert bara að búa þetta til,
til þess að ég breyti ákvörðun
minni,“ sagði Neimiester.
„Nei, Karl. Ég drap hana 9.
nóvember. Ég barði hana í höf-
uðið með hamri, og svo kyrkti
ég hana.“
Neimiester hélt áfram að ef-
ast. I ákafanum að fá Neimiest-
er til að breyta ákvörðun sinni,
rakti Heideman ítarlega alla
sögu málsins.
Kvöld eitt í maí árið eftir
var Heideman tekinn af lífi í raf-
magnsstólnum. Hann harmaði
aðeins eitt: að hann skyldi
ekki hafa getað drepið vin sinn
Karl Neimiester líka.
Hver er sínum hnútum kunnugastur.
Nýlega bar það við í Birmingham, að maður kom hlaupandi
inn í aðaljárnbrautarstöð borgarinnar, greip í handlegg á burðar-
karli, sem stóð við vagndyr iestarinnar, og sagði: „Konan mín er
þarna inni í vagninum, er mér óhætt að fara inn og kveðja hana?"
Burðarkarlinn ieit á manninn.- ,,Það vitið þér bezt sjálfur,"
anzaði hann. „Ekki þekki ég konuna yðar." — Allt.