Úrval - 01.10.1950, Page 65
ÖLD LÉTTMÁDMANNA
63.
beríusar. Að minnsta kosti liðu
2000 ár áður en mönnum tókst
að framleiða alúmíníum. Það
var danski eðlisfræðingurinn H.
C. Örsted, sem fyrstur fram-
leiddi það. Árið 1825 sýndi hann
á fundi í Vísindafélaginu málm,
sem unninn var úr leir, og sem
hafði gljáa og lit silfursins og
tinsins, eins og segir í fundar-
gerðinni. En Örsted var ekki
efnafræðingur og fékkst ekki
við frekari tilraunir í þessa átt,
og þess vegna hefur þýzkum og
enskum vísindamönnum oft síð-
an verið eignaður heiðurinn af
uppgötvun alúmíníumsins.
Mörg ár liðu þó áður en alú-
míníumvinnslan komst á hag-
nýtan grundvöll og það var ekki
fyrr en undir aldamótin síðustu,
að hin ævintýralega þróun alú-
míníumiðnaðarins hófst. Fram
að þeim tíma var alúmíníum
mjög sjaldgæfur og dýrmætur
málmur. I veizlu sem Napóleon
III hélt eitt sinn í París, lét
hann bera matinn fyrir sig og
heiðursgestina á alúmíníum-
diskum, en óbreyttir veizlugest-
ir urðu að láta sér lynda hina
venjulegu gulldiska hirðarinnar.
Nú er alúmíníum notað til
ótal margs, allt frá umbúðar-
þynnum utan um smjör til brú-
arsmíði, frá kvenhöttum til her-
skipa. Verðið hefur fallið frá
því á dögum Napóleons III úr
6000 krónum kg. í nokkrar
krónur, og jafnvel á stríðsárun-
um síðustu, þegar allir málmar
stórhækkuðu í verði, hélt alú-
míníum áfram að lækka (var í
ágúst 1949 f 90 lestin á móti
f 94 í ágúst 1939).
Við skulum nú lítillega at-
huga framleiðslu þessa mikla
nytjamálms nútímans, sem alls-
staðar finnst í jarðskorpunni,
en mennirnir hafa þó verið svo
lengi að læra að notfæra sér.
Þrennt er nauðsynlegt til fram-
leiðslunnar — bauxít, kryolit og
rafmagn.
Bauxítið er sjálft alúmíníum-
hráefnið, steintegund, sem inni-
heldur alúmíníumoxyd, og
fyrsta stig framleiðslunnar er
að skilja það frá öðrum efnum
bauxítsins. Sú vinnsla er æði-
flókin, algengasta aðferðin er
að bræða bauxítið í rafmagns-
ofnum með kalksteini og koksi.
Hin kælda blanda er síðan lát-
in ganga í gegnum margskonar
lútun, og fæst að lokum alúmín-
íumhydrat, sem brennt er í
hverfiofnum, líkt og sement er
brennt í, og fæst þá næstum
hreint alúmíníumoxyd. Úr þessu