Úrval - 01.10.1950, Page 66
■64
tJRVAL
oxyddufti er alúmíníum síðan
unnið með aðstoð rafmagns og
kryolits. Rafmagnsþörfin er
geysimikil. Til þess að fram-
Jeiða eitt kg. af alúmíníum þarf
um 25 kílówattstundir, en það
er um þriggja mánaða ljósnot-
kun meðal heimilis, og alúmín-
íumframleiðsla kemur því
naumast til greina nema þar
sem nægilegt vatnsafl er fyrir
hendi.
Mestur hluti rafmagnsins fer
til að kljúfa alúmíníumoxydið
með svokallaðri ,,elektrólýsu“.
Elektrólýsan fer fram í plötu-
járnsofnum, sem klæddir eru
innan með sinklum. Fyrst er
látið koladuft á botn ofnsins,
og síðan er rafstraumi hleypt
gegnum duftið, sem hitnar mik-
ið vegna rafmagnsmótstöðu
sinnar, og hitar upp ofninn. Þá
er hellt í ofninn bráðnu kryoliti,
ósköp hægt, og jafnframt er for-
skautinu (anóðunni) lyft svo að
straumurinn fari í gegnum
bráðið kryolitið. Hitanum er
haldið við 1000° á C., og straum-
styrkleikinn er um 30000
ampére. Því næst er alúmíníum-
oxydinu bætt út í. Bræðslu-
mark þess er að vísu kringum
2050° á C., en ef það er blandað
með kryoliti, verður bræðslu-
mark blöndunnar 950° á C., og
það er einmitt þessi eiginleiki
kryolitsins til að lækka bræðslu-
mark alúmíníumoxydsins, sem
gefur því mest gildi við alúmín-
íumframleiðsluna. Kryolitið er
steintegund, sem inniheldur
natríum, alúmíníum og fiúor
(Na:; A1F1,;) og hefur mjög lágt
bræðslumark. Það finnst í nátt-
úrlegu ástandi nær eingöngu í
Grænlandi, en er nú orðið lang
mest búið til úr frumefnum sín-
um (syntetiskt).
Alúmíníummálmurinn, sem
fellur út við elektrólýsuna, er
í fyrstu óhreinn, m. a. eru í hon-
um kol; en hann skýrist smám
saman unz hann er orðinn
99 % alúmíníum. Við ítrekaða
hreinsun má fá allt að 99,998%
hreint alúminíum. Þetta alúm-
ínum er steypt í klumpa, sem
líkjast stórum brauðhleifum.
Þessir ,,brauðhleifar“ eru síðan
sendir í aðrar verksmiðjur þar
sem þeir eru mótaðir að nýju
og flattir út milli kefla (valsa)
í misjafnlega þykkar plötur eða
þynnur.
Síðan um aldamótin hefur
alúmíníumframleiðslan vaxið
með risaskrefum. Ársfram-
leiðslan hefur frá því fyrir síð-
ustu styrjöld tífaldast og er nú