Úrval - 01.10.1950, Side 71
Faðir opnar hjarta sitt:
Bréf til barnanna minna•
Úr „Coronet",
eftir Davis Hi!I.
AÐ hlýtur að koma yfir ykk-
ur öll þrjú eins og þruma
úr heiðskíru lofti — þetta bréf
frá gamla manninum. Mamma
hefur alltaf skrifað ykkur þeg-
ar þið voruð að heiman, og ég
bætti aðeins við einhverri gam-
ansamri eftirskrift. En í kvöld
bíða okkar mikilvæg tímamót,
eitthvað, sem gerir miklar kröf-
ur til okkar allra. Ég vil að
þið vitið, að ég geri mér ljósa
grein fyrir þessu; og ég vil að
þið vitið, hve mér er það mik-
ils virði.
Oft hef ég spurt sjálfan mig
þessi ár, sem við höfum lifað
saman, hvort þið skilduð mig,
og hvort ég skildi ykkur. Ég hef
spurt mig, hvort við höfum elsk-
að ykkur nógu mikið.
Þegar þið komuð inn í líf okk-
ar, héldum við mamma ykkar,
að þið mynduð þarfnast meiri
stuðnings okkar en raun hefur
á orðið. Við vorum ekki við því
búin að missa ykkur svona
fljótt í hendur vina ykkar, skói-
ans og heimsins. Við væntum
þess víst, að fjölskylda okkar
yrði samhent, bundin traustum
böndum og sjálfri sér nóg. Ef
til vill hafa þessar vonir rætzt
betur en við höldum. Samt ótt-
ast ég, að ég hafi ekki gert mér
nóg far um að skilja ykkur sem
einstaklinga með ólíka skapgerð,
gáfur og metnað.
Kitty, Leslie og Dan —• börn-
in mín. Kitty, alvarleg í þeirri
röngu trú sinni, að af því að
hún var frumburður, hefðum við
viljað að hún væri drengur; Les-
lie, annars hugar og fátalaður;
Dan, gáskafullur, hverflyndur
og hláturmildur. Get ég sagt
ykkur, hvernig það hefur verið
að horfa á ykkur vaxa frá því
er þið sáuð fyrst dagsins Ijós?
Þið hafið verið mér endalaust,
ljúfsárt viðfangsefni, leyndar-
dómur, sem ég gat aldrei kruf-
ið til mergjar. Þessi ár okkar
eru merluð leifturstundum ljúfr-