Úrval - 01.10.1950, Side 81
SÁPUGERÐ FYRR OG NU
79
leiða sóda úr matarsalti, og gat
þá hafizt stórframleiðsla á sóda.
Örlög Leblanc urðu, eins og
margra annarra uppfinninga- og
vísindamanna, hann lauk ævi
sinni í örbirgð, svifti sig lífi ár-
ið 1806 á fátækrahæli. 81 ári
síðar var honum reistur minnis-
varði í París.
Eftir að Leblanc hafði þann-
ig skapað skilyrði til stórfram-
leiðslu á sápu, kom Chevreul til
sögunnar. Hann sýndi fram á
að feiti er samsett af feitum
sýrum og glyceríni, og lagði með
því grundvöllinn að fituefna-
fræðinni, sem olli straumhvörf-
um í sápuiðnaðinum. Þar við
bættist, að seinna lærðu menn
að framleiða hreinan natríum-
og kalíumlút, en með honum var
unnt að framleiða miklu betri
sápu en áður.
Á Norðurlöndum hefur sápa
ekki verið notuð til fataþvotta
fyrr en seint á sextándu öld. Ár-
ið 1549 heyrist sápa í fyrsta
skipti nefnd sem verzlunarvara,
en aðeins sem innflutt vara.
Sjálfsagt hefur hún eitthvað
verið framleidd í heimahúsum,
en það er ekki fyrr en 1616, að
Þjóðverjinn Hansköber reisir
fyrstu s'ápuverksmiðjuna í
Kaupmannahöfn.
Nú skulum við athuga lítil-
lega, hvernig sápan er fram-
leidd, og hvaða eiginleikar það
eru, sem valda því, að hún er
eins gott þvottaefni og raun ber
vitni.
Hráefnin til sápuframleiðslu
eru fituefni og kalí- eða natron-
lútur. Fituefnin eru feitar sýr-
ur í efnasambandi við glycerín.
Þegar feiti er soðin með kalí-
eða natronlút, skilst glycerínið
frá, en fitusýruraar sameinast
kalíum eða natríum og mynda
með þeim kalíum- eða natríum-
sölt, en það eru þessi sölt, sem
við kölium sápu. Þó að sápu-
verksmiðjur nútímans séu bún-
ar ýmsum tæknilegum endurbót-
um, sem óþekktar voru áður
fyrr, er sjálf sápugerðin í meg-
inatriðum óbreytt. Þó hefur ný
tækni gert mönnum kleift að
framleiða sáputegundir, sem
voru óþekktar áður.
Til framleiðslu á mjúksápu er
notuð línolía eða sojaolía, soð-
in með kalílút. Til þess að sáp-
an verði hæfilega þétt, er bætt
í ögn af pottösku, kalíumklóríð
og glervökva (vandglas), sem
er sérstakt kísilsamband. Með-
an hún er heit, er hún látin
renna í zinkfötu. Fitusýruinni-
hald svona sápu er 38—40%.