Úrval - 01.10.1950, Page 86
84
ÚRVAL
kvæma skurðaðgerð með aðeins
helming nauðsynlegra tækja?
Ég minntist hæðnisglottsins á
andliti ofurstans á Leyte, þegar
ég gaf mig fram til þjónustu
hjá honum.
„Heilaskurðlækningar á víg-
stöðvunum,“ sagði hann. „Það
blessast aldrei. Þær eiga aðeins
heima á stórum sjúkrahúsum.
Auk þess,“ bætti hann við,
„deyja þeir hvort sem er, ef
þeir fá kúlu í höfuðið."
Jeppinn nam skyndilega stað-
ar. í myrkrinu sáum við móta
fyrir útlínum tjalds. Við þreif-
uðum okkur áfram að tjald-
dyrunum og skriðum inn. Olíu-
lampi logaði á borði í miðju
tjaldinu. Einn skurðlæknanna
hafði nýlokið við magaskurð og
blóðslettur voru á moldargólf-
inu. Verið var að bera næsta
sjúkling á sjúkrabörum að borð-
inu, og í daufu skininu af lamp-
anum sáum við særða menn á
börum allt í kring í tjaldinu.
Erfiður andardráttur manns í
dái barst til mín úr einu horn-
inu. Ég Iaut yfir hann, og við
Ijósið af olíulampanum skoðaði
ég fyrsta sjúklinginn minn á
Okinawa.
Hann var ungur fótgönguliði.
Hann var meðvitundarlaus,
augnalokin bólgin, sjáöldrin út-
þanin og andlitið bláleitt. Hann
bylti sér, en vinstri hönd og fót-
ur hreyfðust ekki. Svart hárið
var allt blóði storkið og mjúkur
heilavefur vætlaði út úr stóru
gati hægra megin á höfðinu, þar
sem stór laut var í höfuðkúpuna.
og hún brotin. Það var lítil
von til að hægt yrði að bjarga
honum með skurðaðgerð. Meðan
Ernie rakaði og þvoði höfuð íót-
gönguliðans tók Johnnie til
verkfærin og undirbjó skurðað-
gerð. Hálftíma síðar vorum við
byrjaðir, en vonbráðar sáum
við, að heilinn var svo skemmd-
ur, að skurðaðgerð gat ekki
komið að liði. Eftir tvo tíma
hættum við. Nokkrum klukku-
tímum seinna dó hann.
Það var komið undir morg-
un. Klukkustundu áður hafði
tjaldið orðið fyrir vélbyssuskot-
hríð. Ég lagðist á sjúkrabörur
og reyndi að sofna, en stöðugt
var verið að koma með særða
menn og flokka þá. Rödd ofurst-
ans á Leyte hljómaði sífellt
fyrir eyrum mér: „Þeir deyja
hvort sem er, ef þeir fá kúlu í
höfuðið." Ég rifjaði upp fyrir
mér gang skurðaðgerðarinnar.
Var nokkuð, sem ég hefði get-
að gert öðruvísi? Hefði verið