Úrval - 01.10.1950, Page 86

Úrval - 01.10.1950, Page 86
84 ÚRVAL kvæma skurðaðgerð með aðeins helming nauðsynlegra tækja? Ég minntist hæðnisglottsins á andliti ofurstans á Leyte, þegar ég gaf mig fram til þjónustu hjá honum. „Heilaskurðlækningar á víg- stöðvunum,“ sagði hann. „Það blessast aldrei. Þær eiga aðeins heima á stórum sjúkrahúsum. Auk þess,“ bætti hann við, „deyja þeir hvort sem er, ef þeir fá kúlu í höfuðið." Jeppinn nam skyndilega stað- ar. í myrkrinu sáum við móta fyrir útlínum tjalds. Við þreif- uðum okkur áfram að tjald- dyrunum og skriðum inn. Olíu- lampi logaði á borði í miðju tjaldinu. Einn skurðlæknanna hafði nýlokið við magaskurð og blóðslettur voru á moldargólf- inu. Verið var að bera næsta sjúkling á sjúkrabörum að borð- inu, og í daufu skininu af lamp- anum sáum við særða menn á börum allt í kring í tjaldinu. Erfiður andardráttur manns í dái barst til mín úr einu horn- inu. Ég Iaut yfir hann, og við Ijósið af olíulampanum skoðaði ég fyrsta sjúklinginn minn á Okinawa. Hann var ungur fótgönguliði. Hann var meðvitundarlaus, augnalokin bólgin, sjáöldrin út- þanin og andlitið bláleitt. Hann bylti sér, en vinstri hönd og fót- ur hreyfðust ekki. Svart hárið var allt blóði storkið og mjúkur heilavefur vætlaði út úr stóru gati hægra megin á höfðinu, þar sem stór laut var í höfuðkúpuna. og hún brotin. Það var lítil von til að hægt yrði að bjarga honum með skurðaðgerð. Meðan Ernie rakaði og þvoði höfuð íót- gönguliðans tók Johnnie til verkfærin og undirbjó skurðað- gerð. Hálftíma síðar vorum við byrjaðir, en vonbráðar sáum við, að heilinn var svo skemmd- ur, að skurðaðgerð gat ekki komið að liði. Eftir tvo tíma hættum við. Nokkrum klukku- tímum seinna dó hann. Það var komið undir morg- un. Klukkustundu áður hafði tjaldið orðið fyrir vélbyssuskot- hríð. Ég lagðist á sjúkrabörur og reyndi að sofna, en stöðugt var verið að koma með særða menn og flokka þá. Rödd ofurst- ans á Leyte hljómaði sífellt fyrir eyrum mér: „Þeir deyja hvort sem er, ef þeir fá kúlu í höfuðið." Ég rifjaði upp fyrir mér gang skurðaðgerðarinnar. Var nokkuð, sem ég hefði get- að gert öðruvísi? Hefði verið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.