Úrval - 01.10.1950, Síða 88

Úrval - 01.10.1950, Síða 88
86 ÚRVAL lítið væri um árangur. Hluti af höfuðleðrinu vinstra megin var rifinn af; stórar beinflísar höfðu kvarnast úr og smáflís- ar höfðu stungizt inn í heilann og skemmt þann hluta hans, sem stjórnar málinu. ,,R.öntgen! röntgen! röntgen!“ var eina orðið, sem hann gat sagt. Umbúðir voru þétt vafðar um höfuð hans og eyru. Augun voru galopin og störðu upp í loftið. Andlitið var afskræmt vegna lömunar. Ég reyndi að tala við hann, en hann var al- gerlega utan við heiminn. 1 hinum enda tjaldsins lá sjóliðsforingi, sem endurtók 1 sífellu: „Halló! halló! halló!“ Heili hans hafði orðið fyrir svipuðum skemmdum. Ég var þreyttur og fór út úr tjaldinu, en stöðugt barst til eyrna mér: , .Röntgen! röntgen! röntgen! ‘ ‘ og „halló! halló! halló!“. Allt umhverfið var hulið myrkri. Óvinaflugvélar höfðu sést og loftvarnamerki verið gefin fyrir hálftíma. Allir sem gátu fóru niður í skotgrafirn- ar. Skurðstofutjaldið var byrgt til þess að ekki bærist frá því Ijós. Þar var unnið áfram þrátt fyrir loftvarnarmerki og stór- skotahríð. Sjúklingurinn á skurðarborð- inu var ungur fótgönguliðsfor- ingi. Hann hafði verið við fulla meðvitund þegar hann var bor- inn inn á börum. Mórauðar um- búðir voru vafðar um enni hans. Meðan á skoðun stóð sýndi hann aðdáunarverða ró og stillingu. Hann kveinkaði sér ekki. Hann talaði um konuna og börnin heima. Hann bar ört á og talaði í rykkjum og þagn- aði oft til að draga djúpt and- ann. Það var ekki aðeins að framheilinn væri skaddaður, heldur hafði þrýstingurinn af sprengingu fallbyssukúlunnar tekið mjög á hann. Augnaráðið var áreynslufullt, en mildaðist þegar við höfðum talað við hann og skýrt fyrir honum meiðsli hans og hvað við ætl- uðum að gera. Svo tókum við tií starfa. Don dældi deyfilyfi í höfuðleðrið og stóð hægra megin við mig, en Bert stóð vinstra megin og að- stoðaði mig við aðgerðina. Johnnie beið reiðubúinn til að- stoðar. Við töluðum við liðsfor- ingjann, sem hulinn var hvítum líndúk, allur nema ennið, til þess að draga athygli hans frá því, sem var að ske. Fleiri voru ekki í tjaldinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.