Úrval - 01.10.1950, Síða 88
86
ÚRVAL
lítið væri um árangur. Hluti
af höfuðleðrinu vinstra megin
var rifinn af; stórar beinflísar
höfðu kvarnast úr og smáflís-
ar höfðu stungizt inn í heilann
og skemmt þann hluta hans,
sem stjórnar málinu. ,,R.öntgen!
röntgen! röntgen!“ var eina
orðið, sem hann gat sagt.
Umbúðir voru þétt vafðar
um höfuð hans og eyru. Augun
voru galopin og störðu upp í
loftið. Andlitið var afskræmt
vegna lömunar. Ég reyndi að
tala við hann, en hann var al-
gerlega utan við heiminn.
1 hinum enda tjaldsins lá
sjóliðsforingi, sem endurtók 1
sífellu: „Halló! halló! halló!“
Heili hans hafði orðið fyrir
svipuðum skemmdum. Ég var
þreyttur og fór út úr tjaldinu,
en stöðugt barst til eyrna mér:
, .Röntgen! röntgen! röntgen! ‘ ‘
og „halló! halló! halló!“.
Allt umhverfið var hulið
myrkri. Óvinaflugvélar höfðu
sést og loftvarnamerki verið
gefin fyrir hálftíma. Allir sem
gátu fóru niður í skotgrafirn-
ar. Skurðstofutjaldið var byrgt
til þess að ekki bærist frá því
Ijós. Þar var unnið áfram þrátt
fyrir loftvarnarmerki og stór-
skotahríð.
Sjúklingurinn á skurðarborð-
inu var ungur fótgönguliðsfor-
ingi. Hann hafði verið við fulla
meðvitund þegar hann var bor-
inn inn á börum. Mórauðar um-
búðir voru vafðar um enni
hans. Meðan á skoðun stóð
sýndi hann aðdáunarverða ró
og stillingu. Hann kveinkaði sér
ekki. Hann talaði um konuna
og börnin heima. Hann bar ört
á og talaði í rykkjum og þagn-
aði oft til að draga djúpt and-
ann. Það var ekki aðeins að
framheilinn væri skaddaður,
heldur hafði þrýstingurinn af
sprengingu fallbyssukúlunnar
tekið mjög á hann. Augnaráðið
var áreynslufullt, en mildaðist
þegar við höfðum talað við
hann og skýrt fyrir honum
meiðsli hans og hvað við ætl-
uðum að gera.
Svo tókum við tií starfa. Don
dældi deyfilyfi í höfuðleðrið og
stóð hægra megin við mig, en
Bert stóð vinstra megin og að-
stoðaði mig við aðgerðina.
Johnnie beið reiðubúinn til að-
stoðar. Við töluðum við liðsfor-
ingjann, sem hulinn var hvítum
líndúk, allur nema ennið, til þess
að draga athygli hans frá því,
sem var að ske.
Fleiri voru ekki í tjaldinu.