Úrval - 01.10.1950, Qupperneq 102
100
ÚRVAL
— Á ég að halda áfram að
kalla yður hr. Quinn?
— Það er alveg sama, hvað
þér kallið mig. Þér getið kallað
'mig hr. Quinn ef þér viljið. Það
breytir engu.
— En ég vildi heldur kalla
'yður Michael.
— Kallið mig þá Michael. Það
er að minnsta kosti eins og við
höfum þekkzt í mörg ár. Maður
getur hitt fólk hundrað sinnum,
án þess að kynnast því að ráði.
En stundum þarf maður ekki að
hitta manneskju nema einu sinni
eða tvisvar til þess að þekkja
hana betur en þá, sem maður
hefur alizt upp með. — En hvað
heitið þér annars?
— Þér gætuð ekki borið það
'fram, sagði hún hlæjandi. Vinir
mínir kalla mig Sabby.
Þegar við vorum búin að
borða, fylgdi ég Sabby til gisti-
hússins. Ánddyrið var dimmt,
en herbergið var hlýlegt og það
var eitthvað lifandi og kvenlegt
við snyrtiborðið með glösum
'þess og krukkum.
Ég gekk út á svalir meðan hún
sýslaði berfætt í herberginu. Af
svöiunum gat maður horft upp
til stjarnanna og niður á götuna,
og það var sama hvort var, því
að stjörnurnar voru alvarlegar
og gæddar fegurð eilífðarinnar og
gatan var brot af hinni litauð-
ugu tíglamynd lífsins. Ég laut
fram á grindurnar og horfði á
götulífið. . Dularfullar verur,
sveipaðar skikkjum, liðu eftir
gangstéttunum, aðrar sátu um-
hverfis bál og steiktu eitthvað,
og bjarminn gerði andlit þeirra.
annarleg.
■— Michael.
Ég leit við. Sabby stóð hreyf-
ingarlaus í dyragættinni. Hún
vár komin í litskrúðuga, út-
saumaða japanska skikkju.
'Svart hárið lá slétt og mjúkt
um andlit hennar.
Ég sagði ekkert. Ég vildi
festa mér þetta augnablik í
minni, því að það var eitt feg-
ursta augnablik lífs míns, en
mér fannst það eins óraunveru-
legt og andlitin, sem eldsbjarm-
inn lék um niðri á götunni. Ég
varð að segja við sjálfan mig.
Þetta er veruleiki, þetta er satt.
Hvorki tíminn né óhamingjan
geta tekið þetta augnablik frá
mér.
■— Já? sagði hún svo lágt að
ég heyrði það varla.
— Hreyfðu þig ekki, sagði ég
og augnalok hennar titruðu.
Hún sagði ekkert. Við stóðum
þarna andartak, svo var hún
allt í e'ínu komin í fang mitt og
hafði lágt höfuðið að brjósti
mínu. Ég fann að hún titraði.
— Sabby, elsku Sabby.
—'Michael!
Ég beygði mig niður og lyfti
henni upp. Hún var létt eins og
fis, og ég gat ekki séð andlit
hennar, því að hún grúfði það
niður í öxl mína. Ég lagði hana
á rúmið, og hún lá kyrr með
lokuð augun eins og hún svæfi,
þangað til ég kyssti augu henna-r