Úrval - 01.10.1950, Side 123

Úrval - 01.10.1950, Side 123
VINDURINN ER EKKI LÆS 121 Ég var borinn inn í sjúkrahús- ið og lagður í rúm með hvítum sængurklæðum, og hjúkrunar- konu var falið að annast mig. Mig langaði til að sofa, en hjúkrunarkonan fór að þvo mér og færði mig í náttföt. Svo kom Iæknir og athugaði á mér öxlina. Eftri andartak var búið að svæfa mig, og það var ekki fyrr en ég vaknaði, morguninn eftir, að ég fékk að vita, að ég myndi ekki missa handlegginn. Ég réð mér ekki fyrir fögnuði, en mesta ánægjuefnið var að geta skrifað Sabby. Skriftin var líkust því, sem barn væri að klóra, en ég vissi að Sabby myndi ekki bregða við það, því að ég sagði í bréfinu, að ég yrði að skrifa með vinstri hendi. Ég kvaðst hafa skorizt á hægri hendi, og þar sem ég gat ekki sagt henni frá því, sem fyrir mig hafði komið, minntist ég að- eins á það, sem við vorum vön að tala saman um. Ég innsigl- aði bréfið og fékk hjúkrunar- konunni það. Ég varð hissa á því, hve lengi ég þurfti að bíða eftir svari. Og ég fór að velta því fyrir mér, hvort ég yrði sendur til Indlands eða ekki. Fólkið í Imphal var kvíðið, og það var ekki að undra, því að Japanarnir streymdu ofan úr fjöllunum allt í kring. Allir bjuggust við árás þá og þegar og það var engin leið opin til undankomu. Það var byrjað að flytja þá hermenn, sem mest voru særðir, loftleiðis til Assam. Ég fór að óska þess að ég væri svo veikur, að ég yrði fluttur burt. Það var útvarp í herberginu mínu og ég lét stilla það á bylgjulengd útvarpsstöðvarinn- ar í Delhi. Biðin var óbærilega löng. Ég vissi, að ef Sabby læsi fréttirnar, hyrfi mér allur ótti og ég yrði sem annar maður, en ef það væri ekki hún, myndi skelfingin gagntaka mig. Það var ekki hún. Það var karl- mannsrödd. Ég sagði höfuðsmanni ein- um, sem starfaði sem fréttarit- ari, alla söguna af dvöl minni í fangabúðunum og flótta mínum þaðan. Hann sagði hvað eftir annað: — Dásamlegt ævintýri, úr því að þér sluppuð lifandi. En ég var á öðru máli. Það reyndist ekki erfitt að fá því framgengt, að ég yrði flutt- ur burt með flugvél, því að allt- af þurfti að rýma fyrir nýjum særðum hermönnum á sjúkra- húsinu. En það var ekki hægt að senda mig beina leið til Delhi. Ég varð að fara fyrst til Kal- kútta og leggjast þar í annað sjúkrahús. Læknirinn bjóst við að ég yrði að liggja þar í mánuð. Einn morgun um sjöleytið hófum við okkur til flugs frá flugvellinum í Imphal og stefnd- um í vesturátt. Manipursléttan lá fyrir neðan okkur umkringd fjöllum. Við horfðum niður og vissum, að Japanar voru ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.