Úrval - 01.10.1950, Side 123
VINDURINN ER EKKI LÆS
121
Ég var borinn inn í sjúkrahús-
ið og lagður í rúm með hvítum
sængurklæðum, og hjúkrunar-
konu var falið að annast mig.
Mig langaði til að sofa, en
hjúkrunarkonan fór að þvo mér
og færði mig í náttföt. Svo kom
Iæknir og athugaði á mér öxlina.
Eftri andartak var búið að svæfa
mig, og það var ekki fyrr en
ég vaknaði, morguninn eftir, að
ég fékk að vita, að ég myndi
ekki missa handlegginn.
Ég réð mér ekki fyrir fögnuði,
en mesta ánægjuefnið var að
geta skrifað Sabby. Skriftin var
líkust því, sem barn væri að
klóra, en ég vissi að Sabby myndi
ekki bregða við það, því að ég
sagði í bréfinu, að ég yrði að
skrifa með vinstri hendi. Ég
kvaðst hafa skorizt á hægri
hendi, og þar sem ég gat ekki
sagt henni frá því, sem fyrir
mig hafði komið, minntist ég að-
eins á það, sem við vorum vön
að tala saman um. Ég innsigl-
aði bréfið og fékk hjúkrunar-
konunni það. Ég varð hissa á
því, hve lengi ég þurfti að bíða
eftir svari. Og ég fór að velta
því fyrir mér, hvort ég yrði
sendur til Indlands eða ekki.
Fólkið í Imphal var kvíðið, og
það var ekki að undra, því að
Japanarnir streymdu ofan úr
fjöllunum allt í kring. Allir
bjuggust við árás þá og þegar
og það var engin leið opin til
undankomu. Það var byrjað að
flytja þá hermenn, sem mest
voru særðir, loftleiðis til Assam.
Ég fór að óska þess að ég væri
svo veikur, að ég yrði fluttur
burt.
Það var útvarp í herberginu
mínu og ég lét stilla það á
bylgjulengd útvarpsstöðvarinn-
ar í Delhi. Biðin var óbærilega
löng. Ég vissi, að ef Sabby læsi
fréttirnar, hyrfi mér allur ótti
og ég yrði sem annar maður,
en ef það væri ekki hún, myndi
skelfingin gagntaka mig. Það
var ekki hún. Það var karl-
mannsrödd.
Ég sagði höfuðsmanni ein-
um, sem starfaði sem fréttarit-
ari, alla söguna af dvöl minni í
fangabúðunum og flótta mínum
þaðan. Hann sagði hvað eftir
annað:
— Dásamlegt ævintýri, úr því
að þér sluppuð lifandi.
En ég var á öðru máli.
Það reyndist ekki erfitt að fá
því framgengt, að ég yrði flutt-
ur burt með flugvél, því að allt-
af þurfti að rýma fyrir nýjum
særðum hermönnum á sjúkra-
húsinu. En það var ekki hægt að
senda mig beina leið til Delhi.
Ég varð að fara fyrst til Kal-
kútta og leggjast þar í annað
sjúkrahús. Læknirinn bjóst við
að ég yrði að liggja þar í mánuð.
Einn morgun um sjöleytið
hófum við okkur til flugs frá
flugvellinum í Imphal og stefnd-
um í vesturátt. Manipursléttan
lá fyrir neðan okkur umkringd
fjöllum. Við horfðum niður og
vissum, að Japanar voru ekki