Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
Þ órey S. Guðmundsdóttir hefur
lengi talað fyrir mikilvægi þess
að fólk hreyfi sig reglulega. Eftir
því sem aldurinn færðist yfir tók
hún að vinna að málefnum aldraðra. Lýð-
heilsa eldri borgara er henni hjartans mál.
Þórey er formaður Félags áhugafólks um
íþróttir aldraðra (FÁÍA) og átti sæti í starfs-
hópi sem Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri skipaði um heilsueflingu aldraðra. Við
spurðum Þóreyju nokkurra spurninga.
Hvernig er hægt að hvetja eldri borgara
til þess að hreyfa sig?
„Mér finnst mikilvægt að fólk geti fundið
sér hreyfingu við hæfi. Það verður að aug-
lýsa vel þá viðburði sem eru í boði í dag-
blöðum, hverfablöðum og á Netinu. Það
verður að auðvelda fólki að finna skipu-
lagða hreyfingu. En kostnaður við þátt-
Þórey S. Guðmundsdóttir: Hefur titil að verja í pútti
Það er eldri borgurum mikilvægt að
fá upplýsingar um skipulagða hreyf-
ingu svo þeir geti sinnt henni. Hættu-
legast er þegar þeir sem hafa lítið á
milli handanna geta ekki sinnt reglu-
legri hreyfingu, segir íþróttakennar-
inn Þórey S. Guðmundsdóttir.
töku skiptir máli og því er mikilvægt að
hreyfing fyrir eldri borgara sé þeim að
kostnaðarlausu. Það er nefnilega verst ef
þau sem hafa lítið á milli handanna hafi
ekki möguleika á að taka þátt í skipu-
lagðri hreyfingu.“
Hver er ávinningur þess að hreyfa sig?
„Ávinningurinn er helst sá að lífsgæði
aukast og líðan batnar. Ég hreyfi mig til að
bæta hreyfigetuna. Lífsgæðin aukast svo
mikið með betri hreyfigetu. Svo skipta mat-
arvenjur miklu máli þegar maður eldist.
Það er mikilvægt að borða að minnsta
kosti eina góða máltíð á dag og gæta þess
að drekka nóg af vatni.“
Ætlarðu á Landsmót 50+ í ár?
„Að sjálfsögðu. Ég keppi í púttmótinu
enda hef ég þar titil að verja. Ég reikna líka
með því að keppa í boccia.“
Þórey er með púttkylfuna innan seilingar, við skóhorn og
fótatau í anddyrinu að íbúð sinni í Ásgarðinum. Þórey var ekki
lengi að ná í kylfuna og sýna tæknina sem hún beitir á stofu-
gólfinu heima hjá sér. Hér mundar hún púttið með tvær myndir
eftir listmálarann Hring Jóhannesson á bak við sig. Myndirnar
fékk maður hennar, Kristján H. Ingólfsson, að launum hjá Hringi.
Einhverja gæti grunað að sú vinstra megin sé golfkylfa.
Það er ekki raunin. Myndin heitir Ljósbrot.
Íþróttakennarinn Þórey
Þórey Guðmundsdóttir er fædd á Akureyri 25. nóvember
árið 1934 og verður 82 ára á árinu. Hún stundaði frjálsar
íþróttir á sínum yngri árum. Þórey lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1953 og prófi frá Íþrótta-
kennaraskóla Íslands 1954. Hún lauk prófi í íþrótta-
fræðum frá háskólanum í Liverpool í Bretlandi 1958.
Hún hefur starfað sem íþróttakennari á Akureyri og í
Reykjavík og kenndi einnig í fjögur ár ensku í Vest-
mannaeyjum en hefur auk þess kennt við Kennaraskól-
ann og síðar Kennaraháskólann í Reykjavík.
„Ég hef komið á Landsmót 50+ frá upp-
hafi enda er þetta skemmtilegur félags-
skapur,“ segir Guðmundur Haukur Sig-
urðsson, fyrrverandi formaður USVH.
Hann var formaður fyrstu landsmóts-
nefndar 50+ þegar mótið var haldið á
Hvammstanga sumarið 2011. Þar keppti
hann í bridds og ýmsum öðrum íþrótt-
um, pútti og fleiru. Á síðasta Landsmóti
keppti hann svo í stígvélakasti í fyrsta
sinn en viðurkennir að árangurinn þar
hafi ekki verið neitt til að tala um.
Boccia er með vinsælustu greinum
Landsmóts 50+. Guðmundur Haukur
þekkti ekki íþróttina og keppti því ekki
í henni fyrsta árið en gerði það árið
eftir og hefur ekki hætt.
Guðmundur Haukur spilar iðulega
bridds á Landsmótinu, oft með sama
makker. En stundum bætast nýir í liðið.
En hvernig finnst Guðmundi hafa tekist til?
„Mér finnst vel hafa tekist til. Það er ágæt-
ur stígandi í mótinu, sem er gott. En fyrst
Hefur mætt á öll 50+ mótin frá upphafi
og fremst er þetta skemmtilegur félags-
skapur og það myndast tengsl á milli
fólks víða af landinu,“ segir hann.
Guðmundur Haukur
og Eggert Karlsson
hafnarvörður frá
Hvammstanga kátir
en einbeittir á svip.
www.fi.is
FER
Ð
A
Á
Æ
TLU
N
2
0
1
6
FER
Ð
A
FÉLA
G
ÍSLA
N
D
S
Skráðu þig inn – drífðu þig út
Ferðir við allra hæfi
FER
Ð
A
Á
Æ
TLU
N
2
0
1
6
FER
Ð
A
FÉLA
G
ÍSLA
N
D
S
Laugavegurinn
FER
Ð
A
Á
Æ
TLU
N
2
0
1
6
FER
Ð
A
FÉLA
G
ÍSLA
N
D
S
Hornstrandir
FER
Ð
A
Á
Æ
TLU
N
2
0
1
6
FER
Ð
A
FÉLA
G
ÍSLA
N
D
S
Langidalur - Þórsmörk
- Dagsferðir
- Fjallaskíða-
ferðir
- Ferðafélag
barnanna
- Lengri ferðir
- Hjólaferðir
- Ferðafélag
unga fólksins
Samstarfsaðili FÍ