Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 33
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 33 - örugg bifreiðaskoðun um allt landSími: 570 9090 · Netfang: frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is góð þjónustA og hAgstæð kjör á skoðunum 32 skoðunAr- stöðVAr um lAnd Allt ágÚst sEPt. okt. IS OK 890 Bifreiðaskoðanir Á ökutækjasviði Frumherja hf. er almennum skoðunum sinnt, s.s. aðalskoðunum, endurskoðunum, breytingaskoðunum, ástandsskoðunum og tjónaskoðunum. Einnig sinnir það skráningarstarfsemi vegna ökutækja, t.d. móttöku eigendaskiptatilkynninga, og veitir tæknilega þjónustu. Starfsemin er á öllu landinu og eru starfræktar 32 skoðunarstöðvar í þeim tilgangi. Frá 2002 hefur Frumherji einnig séð um framkvæmd skriflegra og verklegra ökuprófa á Íslandi. Ökuprófin eru framkvæmd á 20 stöðum á landinu, sjá lista yfir prófstað á vefsíðu okkar www.frumherji.is wi-fi, ljúffengt gæðakaffi og litaBækur fyrir Börnin á meðan þú Bíður.FrÍtt ekki klikka á skoðun! örugg bifreið tryggir betri akstur Margir bera þann draum í brjósti að fara nú að hreyfa sig en koma sér ekki út fyrir hússins dyr. Forstjóri Kauphallarinnar var rétt rúmlega fertugur þegar hann fór að stunda götuhlaup. Í fyrra tók hann þátt í um 20 götuhlaupum. „Ég byrjaði seint að hlaupa og það tók mig dálítinn tíma að finna hvaða hraði hentar mér. Nú hleyp ég orðið 4–5 sinnum í viku en ekkert óskaplega hratt,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann spilaði fótbolta með Val á sínum yngri árum en hætti eftir 3. flokk þegar afreksmenn á borð við Guðna Bergsson og fleiri voru farnir að sýna hæfileika sína. Páll fór ekki að stunda reglubundna hreyf- ingu á ný fyrr en eftir fertugt. Páll hleypur nú á bretti í líkamsræktarstöð á veturna en úti á sumrin. Best að hlaupa hægt Páll segir það hafi tekið hann svolítinn tíma að venjast því að hlaupa. Í upphafi hljóp hann stuttar vegalengdir, 3 km, um 4–5 sinnum í viku en alltof hratt. Þegar hann hafi rætt við fólk með þekkingu á hlaup- um, meiðslum og næringu tóku hlaup hans stakkaskiptum. „Hröð hlaup voru ávísun á meiðsli. Nú hef ég hægt á mér og hleyp um 40–50 kílómetra á viku, að mestu á um 10,5–12 km meðalhraða á æfingum en hraðar í götuhlaupum og keppnum,“ segir Páll og bendir á að öfugt við hraða spretti styrki hæg og löng hlaup líkamann til lang- frama. Páll tekur spretti annað slagið í æfingahlaupum sínum, allt frá 800–1.200 metra á 16–17 km hraða. Páll Harðarson: Kauphallarskokk tvisvar í viku Páll hefur á þessum átta árum sem liðin eru tekið þátt í fjölda skipulagðra hlaupa. Hann mætir alltaf í Reykjavíkurmaraþon, Víðavangshlaup ÍR og önnur hlaup sem bjóða upp á 5–10 km vegalengdir. Páll hefur tvisvar tekið þátt í styttri götuhlaup- um í Bandaríkjunum. Á síðasta ári tók hann þátt í 15–20 skipulögðum götuhlaupum. Árin eru reyndar ærið misjöfn en hann hefur sem dæmi aðeins tekið þátt í einu hlaupi á þessu ári. Skokkhópur Kauphallarinnar Hluti af starfsfólki Kauphallarinnar myndaði skokkhóp í sumar og hefur hann farið nokkrum sinnum út að skokka í hádeginu. Af 17 starfsmönnum Kauphall- arinnar eru sjö í hópnum og fara aldrei allir í hópnum út að skokka á sama tíma. „Við hlaupum tvisvar í viku. Förum inn Laugardalinn og til baka. Þetta er stutt og þægileg leið, um 5 kílómetrar sem tekur um hálftíma að skokka. Kosturinn við svona hádegisskokk er sá að maður verð- ur úthvíldur á eftir og vinnur miklu betur,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar. Páll Harðarson segir kostinn við götuhlaup þann að einfalt sé að fara út að hlaupa og sér líði vel á eftir. Keppir við sjálfan sig „Ég safna ekki verðlaunum heldur hleyp fyrir sjálfan mig. Viðhorfið skiptir máli. Það er gaman að taka þátt og keppa alltaf við sjálfan sig og vinna í því að bæta eigin tíma. Þar er stöðug keppni,“ segir Páll. Viðurkenning Öldrunarráðs Íslands Á aðalfundi Öldrunarráðs Íslands 29. apríl hlaut Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) viðurkenningu ráðsins fyrir einstakt og ósérhlífið starf í þágu aldraðra. FÁÍA var stofnað fyrir 30 árum og hefur frá upphafi lagt áhersla á að aldrei sé of seint að hefja reglulega líkamsrækt sem stuðlar að góðri heilsu og bættum lífsgæðum einstaklinga. Félagið hefur staðið fyrir fræðslu- og kynningarstarfi víða um land auk þess að leggja sitt af mörkum til fjölmargra íþróttamóta um land allt, þar sem m.a. er keppt í pútti, boccia og öðrum vinsælum íþróttagreinum aldraðra. UMFÍ hefur um árabil átt farsælt samstarf við félagið vegna mótshalds víða um land. Pétrur Magnússon, formaður Öldrunarráðs Íslands, Þórey S. Guðmundsdóttir, formaður FÁÍA, og Hjörtur Þórarinsson, varaformaður FÁÍA.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.