Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Boðið var upp á talsverðar nýjung- ar á metnaðarfullu þingi Ung- menna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) á Vopnafirði í byrjun apríl. Á þinginu var hefðbundnu nefndastarfi, þar sem atkvæði eru greidd með handauppréttingum, skipt út fyrir annað fyrirkomulag, sem kennt er við heimskaffi (e. World Café). Fyrirkomulagið var með þeim hætti að þinggestum var skipt upp í fimm umræðu- hópa, einn hóp við hvert borð. Hver hópur fékk sitt afmarkaða umræðuefni. Rætt var um málefnið í 30 mínútur og þurfti fólk að skipta um borð eftir það. Á meðal umræðuefna var samstarfið á landsvísu, ferðakostnaður, fjármál, þjónusta UMFÍ og sérsambanda og Unglingalandsmót 2017. Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastjóri UÍA, er mjög ánægð með hvernig til tókst á sambandsþinginu og vonast til að aldrei verði aftur farið í handauppréttingaþing eins og tíðk- ast hafi um áraraðir. „Við höfum verið að nota þetta fyrirkomulag í smærri hóp- um. En okkur langaði til að prófa þetta í stærri hópi til að fá fram fleiri hugmyndir. Á hverju borði voru blöð þar sem fólk gat skrifað niður þær hugmyndir sem komu út úr hverju spjalli. Þessum blöðum var síðan safnað saman. Þetta tókst mjög vel. Ég heyrði einungis jákvæðar raddir. Fólki fannst þetta skemmtilegt, enda gafst því þarna tækifæri til að ræða saman. Við borðin var líka fólk úr hinum ýmsu samböndum sem kannski er að vinna að svipuðum hlutum. Þarna gat það rætt málin og borið saman bækur sínar. Umræður voru meiri og líflegri og fleiri virkari en áður. Kostir og gallar? „Ég upplifði ekki neina galla. Þetta var skemmtilegt fyrir- komulag þar sem hefðbundin þing eru ekki fyrir alla. Kost- irnir voru helst þeir að margar hugmyndir komu fram frá ólíkum hópum sem annars hefðu ekki heyrst. Það skýrist af því að sumum finnst óþægilegt að stíga fram í pontu á hefðbundnum þingfundi og viðra hugmyndir sínar.“ Sambandsþing UÍA: Aldrei aftur handauppréttingar Mikil ánægja var með breytt fyrir- komulag á sam- bandsþingi UÍA í vor. Hildur Bergs- dóttir, fram- kvæmdastjóri ÚÍA, segir þingið hafa verið skemmtilegt, gestir hafi verið virkari en á fyrri þingum og hún horfir fram á nýja tíma. Fleiri hugmyndir komu fram

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.