Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 39
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 39 Á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði í mars var fjallað um geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi. Þar kom fram að 718 börn voru á biðlista á geðheilbrigðisstofnunum. Kall- að var eftir úrbótum. Hafa eða munu stjórnvöld verða við þessum óskum? Nú þegar hafa framlög til rekstrar göngu- deildar BUGLverið aukin og fyrirhugað er að auka þau enn frekar á næstu tveimur árum til þess að ná biðlistum niður. Börn fá líka Hvernig hugar þú að félagslegri og andlegri heilsu þinni? (þar sem skil- greining á heilsu nær yfir þá þætti líka). Ég er bjartsýnn að eðlisfari og trúi á hið góða í manninum. Því geng ég glaður til verks á hverjum morgni og læt hverj- um degi nægja sína þjáningu ef ein- hver er. Hefur þú stundað einhverjar íþróttir (reglubundna hreyfingu) í gegnum tíðina? Ef já, hverjar? Á yngri árum stundaði ég allt sem boð- ið var upp á, hvort heldur það var glíma, skíði, frjálsar íþróttir, fótbolti eða hand- bolti. Ætli ég hafi ekki verið bestur í frjálsum íþróttum og handbolta. Í hand- boltanum unnum við náttúrulega alltaf Ólafsfirðinga. Minnisstætt að vinna héraðshöfðingja í Hörgárdal Hvaða hreyfingu stundar þú í dag? Ég fer í líkamsrækt og geng mikið úti í náttúrunni. Kjarnaskógur er í miklu uppá- haldi, það er langskemmtilegast að ganga fyrir norðan, það er eitthvað í loftinu. Er það reglubundið, ef já, hversu oft? Eigum við ekki að segja að þegar ég er í stuði fari ég 3–5 sinnum í viku í ræktina. Hefurðu æft með sambandsaðila UMFÍ eða félagi? (ef já, hvar og hvenær?) Að sjálfsögðu æfði og keppti Dalvíkingur- inn með UMFS. Einhverjir sigrar á mótum? Já það kom fyrir. Sérstaklega er minnis- stætt þegar ég sigraði á skákmóti sem smástrákur en þá vann ég einhvern hér- aðshöfðingja í Hörgárdal sem var mjög tapsár og tók ósigrinum þar af leiðandi ekki sérstaklega vel. Þekkirðu einhvern sem tekur þátt í Landsmóti 50+ sem fer fram á Ísafirði í júní? Ég ætla rétt að vona að minn gamli skólabróðir og hinn frábæri tann- læknir, Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, verði á meðal keppenda. Hver er þín uppáhaldshreyfing? Hún er stangveiði. Af hverju er þetta þín uppáhalds- hreyfing? Hún samhæfir huga og hönd um leið og þú samsamar þig náttúrunni. Skemmtilegast þykir mér að veiða í Fnjóská og þaðan hef ég dregið þá nokkra mjög stóra á land. geðheilbrigðisþjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fjárframlög til Þroska- og hegð- unarstöðvarinnar hafa verið aukin tíma- bundið. Það er verið að skipa starfshóp til að fara yfir stöðu þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir. Starfshópurinn mun skila niðurstöðu í lok sumars. Loks vil ég nefna að Alþingi samþykkti ein- róma, í lok apríl, tillögu mína að stefnu í geð- heilbrigðismálum þar sem sérstök áhersla er lögð á þjónustu við yngri aldurshópa. Hvað getur helst staðið í vegi fyrir því? Ef í ljós kemur að það fé sem ætlað er til að sinna börnum með geðraskanir dugar ekki þá þarf að útvega meira fé og getur tekið tíma. Vera kann að niðurstöður starfs- hópsins kalli á endurskipulagningu og breytingar. Oft koma ófyrirséðar hindranir fram sem geta tafið fyrir þegar breyta á verklagi eða skipulagi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.