Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 21
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 21 G ísli hefur gaman af skotfimi og rifjar upp að líklega hafi hann farið í fyrsta sinn á rjúpu árið 1991. Hann fer líka á gæs en hefur nánast ekkert skotið af boga. Stutt er síðan Gísli fékk áhuga á bogfimi. „Ég tók í boga við kynningu á skot- klúbbi í Kaufering, vinabæ Ísafjarðar í Þýskalandi, í fyrra. En féll svo alveg fyrir íþróttinni þegar Skotíþróttafélag Ísafjarð- Bæjarstjórinn sem féll fyrir bogfimi Gísli bæjarstjóri prófaði í fyrsta skipti að skjóta af boga þegar hann heimsótti vinabæ Ísafjarðar í Bæjaralandi í fyrra. Næstum 200 manna skotíþróttafélag Skotíþróttafélagið á Ísafirði fagnar 30 ára afmæli á næsta ári. Félagsmenn eru um 190 talsins. Langflestir þeirra stunda skotfimi. Bogfimin er svo ný af nálinni að nú um stundir er verið að kynna íþróttina um allar sveitir, bæði fyrir börnum og fullorðnum. Forsvarsmenn Skotíþrótta- félags Ísafjarðar og velunnarar hafa unnið að því um nokkurt skeið að byggja upp framtíðar- aðstöðu fyrir bogfimi undir áhorfendastúkunni við grasvöllinn á Torfnesi á Ísafirði og bjóða þar upp á aðstöðu allan ársins hring. Félagið leigir þeim sem vilja skotvopn, bæði byssur og boga til æfinga og er þar hægt að kaupa skot. Rifil- og haglabyssuvöllur félagsins er á Breiðadalsheiði. Þar er stórt riffilhús og svokallaður Skeet-völlur og er þar hægt að skjóta leirdúfur. ar opnaði aðstöðu í bænum í vetur. Þarna fann ég mína íþrótt enda hefur mér alltaf fundist gaman að skjóta í mark. Þegar ég sá að boðið er upp á keppni í bogfimi á Landsmótinu þá langaði mig til að spreyta mig,“ segir Gísli. Bæjarstjórinn á ekki sinn eigin boga, heldur fær hann lánaðan hjá Skotíþróttafélaginu. Það sama gildir um fleiri þátttakendur og þá sem æfa með Skotíþróttafélaginu. Ætlar ekki að æfa sig En býst Gísli við harðri samkeppni í bog- fiminni? „Ég ætla ekkert að æfa mig fyrir mótið. Ég ætla auðvitað að gera mitt besta og hafa gaman af þessu. En þetta getur orðið erfitt fyrir mig því ég veit að nokkrir eru komnir vel áleiðis í æfingum og einhverjir komnir með eigin boga,“ segir bæjarstjóri Ísafjarðar. Gísli þarf vafalítið að taka á hon- um stóra sínum og vanda skotin því á meðal mótherja hans verður Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðar. Nýgræðingur á Landsmóti Þetta er fyrsta skiptið sem Gísli keppir á Landsmóti UMFÍ 50+. Gíslir telur sig ekki íþróttamann þótt hann stundi hreyfingu, þótt ekki sé hún regluleg. „Ég skokka, hef tekið þátt í Óshlíðar- hlaupinu og stunda líkamsrækt. Ég hef samt farið á Landsmót UMFÍ, börnin kepptu á Unglingalandsmótum í nokkur ár.“ „Ég féll alveg fyrir bogfimi og ætla að keppa í henni,“ segir Gísli Hall- dór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Gísli fagnar fimmtugsafmæli á árinu. Það dugar honum til þátttöku á Landsmóti UMFÍ 50+.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.