Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 41
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 41 Þ að er gott að nota aðgengilegt snjallsímaforrit til að fylgjast með hreyfingu sinni, árangrinum og fá þar ráð um það sem hægt er að gera. Fjöldi slíkra forrita er til. UMFÍ á í samstarfi við tvö fyrirtæki sem hafa búið til forrit fyrir þá sem vilja fylgjast með hreyfingu sinni og fá hvatningu til að gera betur. Hvað sem tækninni líður þá skiptir mestu máli að fólk hreyfi sig. UMFÍ hvetur þátttakendur í Hreyfiviku UMFÍ til að finna sína uppáhaldshreyfingu sína og stunda hana að minnsta kosti í 30 mínútur daglega. Þessi forrit er gott að nota Sidekick Íslenska fyrirtækið SidekickHealth hefur búið til heilsuleikinn Sidekick fyrir snjall- síma. Þetta er skemmtilegur heilsuleikur sem hefur reynst áhrifarík leið til að virkja í margvíslegum heilsuáskorunum þar sem unnið er að bættri líkamlegri heilsu og and- legri líðan. Notendur leiksins geta með einföldum og litríkum hætti unnið að því að bæta heilsu sína. Leikjaleiðin þykir kjörin til heilsueflingar ólíkra hópa fólks. Rannsókn, sem unnin var í samstarfi við Háskóla Íslands, Landspítala, Harvard- háskóla og fleiri stofnanir, sýnir að notend- ur Sidekick stunda meiri líkamsrækt, borða 77% sjaldnar viðbættan sykur og hafa meiri orku til daglegra athafna. Forritið þykið það gott að það er notað við rannsóknir á sykursýki við helsta kennsluspítala lækna- Wappið Wappið er íslenskt smáforrit sem Einar Skúlason hefur unnið að og komst það langt í frumkvöðlaþættinum Toppstöðin sem sýnd var á RÚV. Forritið býður upp á GPS-leiðarlýsingar með leiðsögn og hjálp- ar það notendum að finna gönguleiðir. Leiðarlýsingarnar eru fyrir gönguleiðir víða um land og er þeim sífellt að fjölga. Leiðarlýsingar eru bæði á ensku og íslen- sku. Hægt er að nýta leiðarlýsingarnar með eða án gagnasambands. Wappið kostar ekkert í niðurhali en stakar leiðarlýsingar eru til sölu fyrir smáupphæð. Wappið, í samvinnu við gönguhópinn Vesen og vergang, býður upp á daglegar göngur í Hreyfiviku UMFÍ. Göngurnar verða fjölbreyttar, í Endomondo Notendur geta fylgst með heilsu sinni og hreyfingu. Með forritinu er fólk hvatt til heilbrigðara líf- ernis. Notendur geta rakið og greint mismunandi þætti æfinga með GPS-hnitum, kílómetra- fjölda, tímalengd og hversu mörgum hitaeiningum við- komandi brennir á æfingu. Hægt er að tengja það púlsmæli. Forritið getur greint árangur og komið með ábendingar um hvernig hægt sé að bæta frammistöðu og getu. Ef keypt er áskrift geta notendur deilt árangri og æfingum með öðrum og fengið hvatningu og hrós, sett sér markmið, haldið utan um æfingadagbók, sótt upplýs- ingar um veður og yfirlit yfir æfingar, árangur og brennslu. Strava Svipar til Endomondo. Til viðbótar geta not- endur skorað á vini í hlaupum, borið árang- urinn sinn saman við aðra. Ef keyptur er aðgangur geta not- endur flokkað topp- lista eftir aldri, þyngd og getu. Notandi Strava getur líka séð hvort vinur eða vinkona er að hreyfa sig, hlaupa eða hjóla. Líkt og með Endomondo er auðvelt fyrir notendur að deila myndum af árangri og æfing- um á samfélagsmiðlum með vinum. Hægt er að hlaða Strava endurgjaldslaust niður af internetinu. Dæmi um önnur snjallforrit Nike+ running, RunKepper, Cyclemeter og Fitbit. deildar Harvard, Massachusetts General spítalann í Boston. Tæknitröllin í SidekickHealth bjóða upp á heilsuáskorun fyrir landsmenn alla í Hreyfiviku UMFÍ. Áskorunin felur í sér að íbúar í einu sveitarfélagi geta att kappi við íbúa í öðru sveitarfélagi. Hægt verður að skrá alla hreyfingu inn í appið hvort sem það er tiltekt í garðinum, hjólatúr, sund eða þrektími. Með Sidekick skiptir máli að hreyfa sig sem lengst. Á hverjum degi í Hreyfiviku UMFÍ verð- ur send út staðan í hinni geysivinsælu sundkeppni sveitarfélaga. Nánari upplýsingar: http://www.sidekickhealth.com/ Netverslun: Google Play og App Store (Apple) mismunandi sveitarfélögum og fyrir alla áhugasama. Nánari upplýsingar um stað og stund hverrar göngu fyrir sig er hægt að finna á heimasíðu UMFÍ. Nánari upplýsingar: http://wapp.is/ Fyrir hvaða stýrikerfi: Google Play og App Store (Apple) Erlendur Egilsson sálfræðingur er þróunarstjóri SidekickHealth. Hér má sjá Önnu Bjarnadóttur, formann Ungmennafélagsins Skipaskaga, og Einar Skúlason handsala samkomulag um útgáfu leiðarlýsingar í Wappinu á sjálft Akrafjallið. Önnur forrit sem eru vinsæl hjá hlaupurum og hjólafólki

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.