Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 15
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 15 Hvað er Heimskaffi? Kallað hefur verið eftir því að almenningur geti átt aðkomu að ákvörðunum með öðrum hætti en formlegum kosning- um. Heimskaffifundur er ólíkur venjulegum umræðufundum og nefndarfundum að því leyti að hann byggir á samræðu allra þátttakenda. Fundargestum er þá skipt upp í 4–5 manna hópa og ræða þeir saman. Aðferðin er talin vel til þess fallin að ná fram skýrri niðurstöðu með lýðræðislegum hætti. • Ferðakostnaður og afslættir voru ofarlega á blaði. Fyrir liggur áskorun til landssam- banda að taka saman afslætti á gistingu og bílaleigum fyrir hópa sem eru á ferðinni. • Iðkendaskattar sérsambanda voru gagnrýndir harðlega. • Unglingalandsmót er á veg- um UÍA 2017. Rætt var um keppnisgreinar og afþrey- ingu sem miðast ekki ein- göngu við ung börn heldur alla aldurshópa. Rætt um að ná til krakka í óhefðbundnum greinum og leggja áherslu á að ungmenni sem vilji keppa á Unglingalandsmóti þurfi ekki að æfa í félagi. • Tala í meira mæli á jákvæðan hátt um það mikilvæga og góða starf sjálfboðaliða. Þeim þurfi að umbuna, svo sem með námskeiðum eða hópefli og með öðrum hætti. • Hugmyndir um að gera lýð- heilsuverkefni og almenn- ingsíþróttir sýnilegri á Sumarhátíð UÍA. Brot af umræðunum En af hverju heimskaffi? „Við höfum alltaf lagt mikinn metnað í að hugsa út fyrir kassann og leita að nýjum leiðum. Við fórum sem dæmi á fund hjá UMFÍ sem heitir „Komdu þínu á framfæri“ [innskot: á vegum Æskulýðsvettvangsins] og á ráðstefnu í Ungverjalandi. Þar hittum við fólk frá ýms- um löndum og kynntumst þessu fyrirkomulagi. Þar sáum við hvað þetta er góð leið. Allir voru virkir og raddir og hugmyndir fólks hlutu brautargengi þrátt fyrir tungumála- örðugleika. Á þinginu okkar heyrðum við fleiri raddir um fleiri málefni en á öðrum þingum.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.