Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 17
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 17 Landsmót UMFÍ 50+ á Ísafirði er opið öllum „Við höfum fengið fyrir- spurnir um það frá fólki hvort það þurfi að vera í ung- mennafélagi til að geta tekið þátt. En það þarf ekki. Allir fimmtugir og eldri geta skellt sér vestur eða skemmt sér í sínum heimabæ á Ísafirði á Landsmóti 50+,“ segir Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV á Ísafirði. Guðný segir undirbúning Lands- mótsins ganga mjög vel og landsmóts- nefndin hafi skilað frábæru starfi. Allt er á áætlun og félagar í Kubbi, íþrótta- félagi eldri borgara í bænum, búnir að laga púttvöllinn. Næsta verk er að laga svæðin almennilega sem keppt verð- ur á. „Menn eru ánægðir hvað allt kemur vel undan vetri hjá okkur,“ bætir hún við og segist bíða spennt eftir gestum Landsmótsins. Vel verði tekið á móti þeim eins og Ísfirðinga er siður. Landsmótsnefnd Stefanía Ásmundsdóttir er formaður landsmótsnefndar 6. Landsmóts UMFÍ 50+ á Ísafirði og Jónas Gunnlaugsson gjald- keri. Aðrir nefndarmenn eru Anna Lind Ragnarsdóttir, Jóhann Króknes Torfason, Gísli Halldór Halldórsson, Auður Inga Þor- steinsdóttir og Flemming Jessen. Framkvæmdastjóri mótsins er Ómar Bragi Stefánsson og verk- efnastjóri Birna Jónasdóttir. Keppnisstjóri er Páll Janus Þórðar- son og umsjónarmaður skráningakerfis er Ingólfur Sigfússon. Héraðssamband Vest- firðinga er mótshaldari 6. Landsmóts UMFÍ 50+ 2016. HSV varð til við sameiningu Íþróttabandalags Ísafjarðar og Héraðssam- bands Vestur-Ísfirðinga árið 2000. Virk aðildarfélög HSV eru sextán talsins og eru félagsmenn á fjórða þúsund. Formenn HSV hafa verið fimm frá stofn- un sambandsins. Guðný Stefanía Stefáns- dóttir er núverandi formaður HSV. Skrif- stofa HSV er í Þróunarsetri Vestfjarða. Framkvæmdastjóri HSV er Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir. Félög innan HSV Talsverðar breytingar urðu á Vestfjörðum í byrjun árs þegar Íþróttafélagið Vestri var stofnað. Að félaginu standa fimm íþrótta- félög á norðanverðum Vestfjörðum. Undir- búningurinn að stofnun Vestra stóð yfir í tæpt ár. Að stofnun félagsins standa Bolta- félag Ísafjarðar, Sundfélagið Vestri á Ísafirði, Blakfélagið Skellur á Ísafirði, Körfuknatt- leiksfélag Ísafjarðar og knattspyrnudeild Ungmennafélags Bolungarvíkur. Hjalti Karlsson, formaður íþróttafélags- ins Vestra, sagði í síðasta tölublaði Skinfaxa, þar sem fjallað var um málið, að horft sé til þess að miklir möguleikar geti falist í sam- einingu félaganna undir einn hatt, ekki síst hagræði í kaupum á búnaði, búningum og fleiru, á borð við ferðakostnað. Landsmót UMFÍ 50+ á Ísafirði í fyrsta sinn Næstum því öld leið frá stofnun UMFÍ og þar til Landsmót var í fyrsta sinn haldið á Vestfjörðum. Það var 6. Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið var á Ísafirði 1.–3. ágúst 2003. Var það jafnframt fyrsta í fyrsta sinn sem það mót var haldið um verslunarmannahelgina. Landsmót UMFÍ 50+ verður nú í fyrsta sinn haldið á Vestfjörðum, nánar tiltekið á Ísafirði 10.–12. júní 2016. Guðný Stefanía Stefánsdóttir, for- maður HSV. Aðildarfélög Héraðssam- bands Vestfjarða (HSV) SÚÐAVÍK / Ung- mennafélagið Geisli ÍSAFJÖRÐUR / Blakdeild Vestra (áður Blakfélagið Skellur) / Knattspyrnudeild Vestra (áður Boltafélag Ísafjarðar) / Golfklúbbur Ísafjarðar / Hestamannafélagið Hending / Körfuknattleiksdeild Vestra (áður KFÍ) / Skíðafélag Ísfirðinga / Skotíþróttafélag Ísafjarðar /Sundfélagið Vestri / Sæfari / Tennis- og badmintonfélag Ísafjarðar / Kraftlyftingafélagið Víkingur / Íþróttafélagið Vestri ÞINGEYRI / Golf- klúbburinn Gláma / Hestamannafélagið Stormur / Íþrótta- félagið Höfrungur BOLUNGARVÍK / Íþróttafélagið Ívar SUÐUREYRI / Íþróttafélagið Stefnir HNÍFSDALUR / Knatt- spyrnufélagið Hörður FLATEYRI / Íþrótta- félagið Grettir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.