Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 36
36 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Hreyfing er allra hagur Það er gaman að hreyfa við fólki. Í Hreyfiviku UMFÍ geta allir þeir sem vilja standa fyrir viðburði og með einum eða öðrum hætti hvetja fólk til að hreyfa sig gerst boðberar hreyfingar. Þeir sem vilja hreyfa við fólki geta skráð sig á vefsíðu UMFÍ. Boðberar hreyfingar fara í happdrættispott og geta þeir unnið glæsilega vinninga frá 66°N og Ölgerðinni. H reyfivika UMFÍ hefst 23. maí og stendur hún til 29. maí. Margir sjá vafalítið fyrir sér enn eitt átakið þar sem venjulegt fólk stend- ur eftir í rykinu og horfir á skósóla afreksfólksins þar sem það rýkur áfram. Hreyfivika UMFÍ snýst ekki um afreksfólk. Hún er fyrir mig og þig, fólk sem stendur stundum í anddyrinu heima hjá sér og von- ast til þess hlaupaskórnir reimi sig sjálfir og að keðjan á hjólinu lagi sig sjálf. Í Hreyfiviku UMFÍ er ekkert eitt rétt eða rangt og því má segja að hver og einn geti klæðskerasniðið sína Hreyfiviku að vild. Herferðin hefur það að markmiði að hvetja fólk til að finna sína uppáhaldshreyfingu, að fólk stundi hana reglulega og hugi að heilsu sinni. Rannsóknir sýna að fólk er líklegra til að viðhalda ákveðnum lífsstíl ef það hefur gaman af því sem það tekur sér fyrir hendur. Hreyfing er nefnilega meira en íþróttir. Öll hreyfing skiptir máli í Hreyfiviku UMFÍ. Ef þú hreyfir þig af hressilegri ákefð í meira en 30 mínútur að lágmarki á dag þá er mark- miði Hreyfiviku UMFÍ náð. Hressileg ákefð hreyfir við öllum. Hún hreyfir við hjartanu svo það endurnýi frumur sínar og lengi líftíma þess. Finndu uppáhaldshreyfingu þína í Hreyfivikunni En Hreyfivika UMFÍ stendur fyrir svolítið meira. Í Hreyfivikunni hvetur UMFÍ fólk til að hlúa að andlegri og félagslegri heilsu sinni. Viðburðir í Hreyfiviku UMFÍ síðustu árin hafa sýnt og sannað að fjölbreytileikinn er mikill og fólk um allt land nálgast vikuna eftir sínu höfði. En hvernig hreyfing? Jógaslökun á leikskólum þar sem foreldrar eru boðnir til þátttöku er dæmi um viðburð í Hreyfivikunni, opin fræðsluerindi um mikilvægi hreyfingar á efri árum, bækur um heilsu í forgrunni á bókasöfnum, fyrirtæki hafa hvatt starfsmenn til að hreyfa sig í hádegishléi og taka stigana, tilboð á appel- sínugulum matvörum í verslunum, foreldrar boðnir á sundæfingar með börnum sínum og finna á eigin skinni hve mikið þau synda og vinaæfing í knattspyrnunni er brot af þeim viðburðum sem hafa verið síðastliðin ár. Hreyfivika UMFÍ er fyrir alla! Fáðu andann yfir þig Í Þjónustumiðstöð UMFÍ er nú hægt að nálgast Ungmennafélagsandann í úðaformi. Tilvalið er að nota andann til að breiða út gleði og jákvæðni. Ungmennafélagsandinn inniheldur vatn, gleði og jákvæðni í réttum hlutföllum. Hann fer vel með húð og bætir skapið. Ef þú vilt fá Ungmennafélagsanda yfir þig hafðu þá samband við þjónustu- miðstöð UMFÍ og óskaðu eftir eintökum. Við eigum nóg af Ungmennafélagsanda!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.