Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 35
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 35 Ekki alltaf nauðsyn að æfa inni í íþróttahöllum Bjó í íþróttahúsinu Að Laugum var íþróttahús og aðstaðan miklu betri en í Fnjóskadalnum. Það líkaði Hauki hinum unga vel og var hann þar í öllum frítíma sínum frá skóla. „Þetta var frá- bært enda má segja að ég hafi búið í íþróttahúsinu á þessum tíma, en heima- vistin var í risinu, “ segir Haukur og hlær. Þarna kynntist hann bæði glímu og blaki, greinum sem hann gerði að sínum og stundaði í mörg ár. Haukur fór í Menntaskólann á Akureyri og lagði þar stund bæði á glímu og blak. Þegar nær dró tvítugu jókst áhugi hans á fleiri íþróttum og prófaði hann sig í frjáls- um íþróttum og knattspyrnu. Á sama tíma og hann gekk menntaveginn tóku aðrar íþróttir að lúta lægra haldi fyrir blaki og fór hann á Akureyri að þjálfa kvennalið Akureyrar í blaki ásamt því að keppa sjálf- ur í íþróttinni. Haukur var meðal annars landsliðsmaður í blaki og á að baki 27 leiki með liðinu. Haukur er tannlæknir að mennt og starf- ar sem slíkur á Akureyri. Tannlækningar lærði hann í Reykjavík. Í borginni einbeitti hann sér að háskólanámi en stundaði blak- æfingar og keppni í hátt í níu ár, en einnig blakþjálfun með síðari árin eða þar til hann flutti norður aftur. Þar hélt hann áfram að þjálfa og keppa í blaki með KA í fjölda ára. Í framhaldi og með æfingum var hann að fylgja börnum sínum í íþróttir. Allt þetta gerði hann þrátt fyrir að vinna fullan vinnu- dag. Hægt að æfa úti Haukur segir UMFÍ mikilvæga kjölfestu í íþróttastarfi landsmanna, ekki aðeins ung- menna heldur almennt. Ungmenna- og íþróttafélög hafi staðið fyrir mikilli upp- byggingu til íþróttaiðkunar sem hafi skilað miklum árangri í gegnum tíðina. „Aðstaðan hefur batnað mikið en það virðist alltaf vera eftirspurn eftir aðstöðu. En það er hægt að gera fleira en að byggja hallir yfir alla íþróttaiðkun,“ segir Haukur og bendir á kosti þess að huga að hreyf- ingu í daglegu lífi, velja stiga til að fara á milli hæða í stað lyftu, hjóla eða ganga styttri leiðir í stað þess að fara á bílnum, jafnvel njóta lífsins í náttúrunni. Slíkt bæti heilsuna. Áhrifin séu ekki síður góð fyrir andlega en líkamlega heilsu. „Það er gott að fara út í náttúruna. Það geri ég, en þyrfti auðvitað að fara miklu oftar. Bæði hef ég gengið á fjöll og stund- að stangveiði með góðum félögum. Það er nefnilega mikilvægt að geta snúið baki við daglegu amstri, lagt sig á milli þúfna, lokað augunum og dregið andann. Ég mæli með því, sérstaklega í Eyjafirði og Þing- eyjarsýslum,“ segir Haukur að lokum. Vinnur mikið að félagsmálum Haukur hefur setið í fjölda nefnda og undirnefnda í tengslum við íþróttir og íþróttatengd mál í gegnum tíðina. Hér er lítið brot af vinnu hans. • Formaður Öldunganefndar 30. Öldungamóts Blaksambandsins sem fram fór á Akureyri 2005. Hann kom einnig að öldungamótum á Akureyri 2001 og 2014. Yfir eitt þúsund keppendur sækja þessi mót og fleiri nú á síðustu tímum. • Sat í stjórn Íþróttabandalags Akureyrar 2006–2016, þar af varaformaður í 7 ár. • Varaformaður landsmótsnefndar 26. Landsmóts UMFÍ á Akureyri 2009. Undir- búningur mótsins stóð yfir í hátt í 2 ár og mun lengur með allri vinnu við umsóknir og vinnu með og innan bæjarkerfisins á Akureyri. Keppendur voru rúmlega 2.000. • Formaður undirbúningsnefndar Norðurlandamóts unglinga 19 ára og yngri í frjálsum íþróttum árið 2010. Undirbúningur stóð yfir í 6 mánuði og kepp- endur voru nálægt 200. • Fjöldi nefnda og vinnuhópa á vegum ÍBA og Akureyrarbæjar sem tengjast íþróttum og íþróttastarfi. • Varaformaður UMFÍ 2011–2015. • Formaður UMFÍ 2015. Allir geta hreyft sig „Ég hef unnið mikið fyrir UMFÍ síðasta árið, stundum er þetta á við hálft starf. Starf UMFÍ hefur ávallt verið gott og jákvætt enda stuðlar félagið að bættri lýð- heilsu venjulegs fólks. Það þarf ekki að eiga mörg þúsund króna reiðhjól eða stunda kraftsport. UMFÍ vinnur að því að gera fólk meðvitað um gildi reglulegrar hreyfingar, hvort heldur það eru daglegar gönguferðir, einn hringur á golfvellinum eða önnur hreyfing sem fólk hugsar alla jafna ekki um þar sem hún fellur ekki í flokk með afreksíþróttum. Markmið UMFÍ er gott og metnaðarfullt og því stefni ég á að virkja sem flesta með mér hjá UMFÍ og njóta þess að að veita þessum góða boðskap brautargengi.“ „Ræktun lýðs og lands er göfugt markmið og mikilvægt. Við eigum að nýta okkur það jákvæða andrúmsloft sem mér finnst ég finna innan hreyfingarinnar til að fylgja því markmiði eftir.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.