Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands „Stjórnvöld þurfa að sýna meiri ábyrgð og beina bæði mataræði og áfengisdrykkju landsmanna á réttar brautir. En þau gera það ekki. Þvert á móti er talað fyrir því að gera mjög áhættusama og kostnaðarsama tilraun með sölu á áfengi í matvöruverslun- um. Þetta er stórhættulegt. Áhrif þessarar tilraunar verður ekki hægt að draga til baka,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir. Birgir er harðorður í garð stjórnvalda fyrir tvístíganda í lýðheilsumálum. Jafn undarlega og það hljómi þá séu stjórn- völd á Íslandi langt á eftir öðrum þjóðum. Dæmi um það er stefna stjórnvalda, sem hann segir enn í mótun. „Ég hef í raun ekki séð neina heildræna stefnu stjórnvalda. En embættið hér hefur mjög skýra og góða stefnu í þessum málum og virkjar sam- félög, skóla og vinnustaði og leikskóla í heilsueflandi starfi. Það snýr bæði að hreyf- ingu, mataræði og líka notkun áfengis og tóbaks, ásamt öðru. Ég er mjög ánægður með stefnu Landlæknisembættisins, sem var mótuð á lýðheilsusviði embættisins og hafa sveitarfélög sóst eftir því að fá vottun um heilsueflingu sína,“ segir hann. Stjórnvöld á rangri braut Oft hefur verið talað fyrir því á Alþingi að leggja beri niður Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) og gefa leyfi til að selja áfengi í verslunum. Þrátt fyrir talsverðan þrýsting hefur málið þó aldrei náð í gegn. Eins lögðu stjórnvöld svokallaðan sykur- skatt á sykraðar vörur vorið 2013. Skattur- inn átti að stuðla að heilsusamlegra matar- æði landsmanna. Skatturinn var aflagður í lok árs 2014. Birgir landlæknir segir sykurskattinn hafa verið jákvætt skref sem hefði mátt standa lengur yfir og þróa betur. Eins sé núverandi fyrirkomulag á áfengissölu af hinu góða. Íslendingar séu í því máli til fyrirmyndar ásamt Svíum og Norðmönn- um. Afleikur var að afnema sykurskattinn og væri sömuleiðis að leyfa sölu á áfengi í mat- vöruverslunum, að mati Birgis. Þegar að þessum vöruflokkum komi sé neyslustýr- ing mikilvæg enda lýðheilsumál. Sala á áfengi í matvörubúðum er stórhættulegt skref Birgir Jakobsson landlæknir er með árskort í sund og hugar vel að líkamlegri og andlegri heilsu sinni. Hann segir stjórnvöld ekki enn hafa mótað heildstæða stefnu í lýðheilsumálum. Afnám sykurskatts eru mistök, að hans mati. „Stefna stjórnvalda virðist því miður ganga út á að sleppa tökunum á sykur- neyslu þjóðarinnar. Svo hafa nokkrir þing- menn úr stjórn og stjórnarandstöðu talað fyrir því að auka aðgengi landsmanna að áfengi. Mér finnst þetta ekki skref í rétta átt,“ segir hann og leggur áherslu á skað- semi varanna. En er það ekki á valdi og ábyrgð hvers og eins hvað hann eða hún setur ofan í sig? „Nei, því er ég persónulega og embætt- ið ósammála. Þetta eru svo alvarleg mál að stjórnvöld verða að móta skýra stefnu sem dregur úr áhrifunum af þessum skað- völdum á lýðheilsu. Þetta eru ekki bara miklar afleiðingar fyrir einstaklinga heldur er kostnaður samfélagsins gífurlegur vegna sjúkdóma af völdum áfengisnotkunar.“ Forvarnir hafa skilað árangri Opinberar tölur sýna að dregið hefur úr áfengisneyslu og er hún nú enn tiltölulega lítil miðað við nágrannalöndin, að sögn Birgis. Ljóst sé að forvarnastarf hafi skilað árangri og mikilvægt sé að halda því áfram, svo sem með því að gera íþróttir og hreyf- ingu að lífsstíl. Mikilvægt sé að halda áfram á sömu braut í stað þess að bæta aðgeng- ið að skaðvöldum, ekki síst áfengi. „Það er hætt við að ef sleppa á áfengi í matvörubúðir aukist áfengisneysla á ný eins og í öðrum löndum,“ segir Birgir og bendir á að öll sú forvarnavinna sem lagt hafi verið út í og skilað góðum árangri fram til þessa geti farið forgörðum. „Það er ekki óhugsandi. Það er verið að gera hér tilraun sem er mjög áhættusöm. Ef þetta skref verður stigið þá verður aldrei hægt að snúa til baka. Það eru margar þjóðir sem öfunda okkur og hinar Norður- landaþjóðirnar, að Dönum undanskyldum, af því að hafa aldrei gert þetta,“ segir Birgir. Viðtal við Birgi Jakobsson landlækni:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.