Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.02.2016, Blaðsíða 43
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 43 Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og for- varna. Þ að er tæpast deilt um að áfengi veldur einstaklingum og sam- félögum ýmiss konar tjóni. Rann- sóknir sýna að áfengi er meðal helstu heilsuskaðvalda heimsins og neikvæð félagsleg áhrif, hvort heldur vegna heilsutjónsins eða ölvunar, eru nokk- uð augljós. Þar má nefna fjárhagsvanda, atvinnumissi, ofbeldi í ýmsum myndum, ölvunarakstur, fósturskaða og ýmis önnur neikvæð áhrif á samferðafólk áfengisneyt- enda. Samfélagið ber verulegan kostnað vegna þessa alls, fyrir utan þann sem leggst á heimili og einstaklinga. Það er einnig almennur og ríkur vilji til þess að sporna gegn þessum vanda, a.m.k. til þess að lágmarka hann með einhverjum hætti. Leiðirnar í því skyni eru hins vegar meira álitamál og stundum deiluefni. Forða eða fræða Í umræðu og ákvörðunum sem varða áfengisvarnir og raunar lýðheilsu almennt er gjarnan tekist á um tvö meginsjónar- mið. Annars vegar það sjónarmið að tak- marka aðgengi fólks að áfengi á þeirri for- sendu að áfengi sé engin venjuleg neyslu- vara. Þess vegna sé réttlætanlegt að setja ýmsar tálmanir eins og að takmarka fjölda sölustaða, takmarka tíma sem hægt er að verða sér úti um áfengi og hafa ákveðin aldursmörk til áfengiskaupa, svo að dæmi séu tekin. Hins vegar er það sjónarmið að fremur eigi að leggja áherslu á að draga úr áhuga fólks á að neyta áfengis, s.s. með fræðslu, háu áfengisverði og með því að takmarka eða koma í veg fyrir markaðs- setningu á áfengi og hvers kyns hvatningu Að hafa vit fyrir fólki – álitamál í forvörnum til þess að neyta þess, s.s. í formi auglýsinga. Reynslan sýnir svo að vænlegast til árangurs er að leita í báðar þessar smiðjur. Að vita eða vita ekki Áfengisfrumvarpið, sem verið hefur til um- fjöllunar í Alþingi frá því á síðasta ári, felur í sér eina mikilvæga breytingu á áfengis- stefnu Íslendinga, þ.e. að stórauka aðgengi að áfengi með því að fjölga til muna sölu- stöðum þess og gera þannig auðveldara að nálgast áfengi en nú er. Sú þekking sem við höfum á tengslum aðgengis að áfengi og neyslu þess leyfir okkur nokkuð óyggj- andi að fullyrða að þessi breyting muni leiða til aukinnar neyslu og þar með aukins vanda og byggir á fjölmörgum rannsóknum. Þrátt fyrir að þetta liggi nokkuð á borð- inu eru ekki allir tilbúnir að viðurkenna þessi tengsl. Í greinargerðinni með áfengis- frumvarpinu stendur t.d. eftirfarandi: „Ekki hefur verið sýnt fram á það að var- anlegt orsakasamhengi sé milli aukins aðgengis og aukinnar neyslu”. Þetta er nokkuð hraustlega mælt í ábyrgu skjali eins og lagafrumvarpi, í ljósi þess hve mikið er vitað um þessi tengsl. Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin er t.d. ófeimin við að halda því fram að takmarkað aðgengi að áfengi sé ein skilvirkasta leiðin til að sporna við aukinni áfengisneyslu og um leið að draga úr þeim skaða sem getur hlotist af áfengis- neyslu. Mitt frelsi og annað frelsi Meðal þess sem haldið hefur verið fram í umræðunni um áfengisfrumvarpið er að engin ástæða sé til annars en að treysta fólki til þess að sjá fótum sínum forráð og umgangast áfengi af varúð þótt aðgengi að því verði aukið. Núverandi fyrirkomu- lag sé frelsisskerðing. Fólk eigi að fá að hafa vit fyrir sér sjálft. Ekki er mikið deilt um að það sé sjálf- sagt og æskilegt grundvallarviðmið. Hins vegar má benda á að nauðsynlegt kunni að vera að takmarka frelsi fólks ef aðrir stærri og almennari hagsmunir eru í húfi. Það má vel halda því fram að það eigi við um aðgengi að áfengi. Það er t.d. ekki ólík- legt að þeir sem veikir eru fyrir áfengi og eiga erfitt með að hemja áfengisneyslu sína, eru að kljást við áfengisfíkn eða ný- lega komnir úr meðferð eða eru ungir að árum og áhrifagjarnir standi berskjaldaðri en ella vegna aukins sýnileika áfengisins og auðveldara aðgengis. Með öðrum orð- um; aukið aðgengi eykur freistnivanda þessara einstaklinga. Vanda sem freist- andi er fyrir okkur hin að losa þá undan. Ungmennaráð HSK var stofnað á dög- unum. Ráðið vill fræða ungt fólk um möguleikana sem því standa til boða. „Þegar við vorum í framhaldsskóla vissum við ekki hvað okkur stóð til boða. Við viljum fræða ungt fólk um valkostina sem það hefur,“ segir Karen Óskarsdóttir í Ungmennafélaginu Heklu í Rangárþingi ytra. Hún og fjögur önnur ungmenni í félögum sem aðild eiga að Héraðssam- bandinu Skarphéðni hafa stofnað Ung- mennaráð HSK. Ungmennaráð hefur aldrei áður starfað innan sambandsins og eru fátíð hjá héraðssamböndum. Fyrsti fundur ungmennaráðsins var á vordögum. Að honum loknum tók við prófatíð og mun þau Karen og félagar hennar halda síðar áfram með störf sín. Karen nefnir að á meðal verkefna sem þau vilji kynna sé Evrópa unga fólksins og þeir fjölmörgu möguleikar sem ungu fólki Í Ungmennaráði HSK eru Karen Óskarsdóttir, Umf. Heklu; Axel Örn Sæmunds- son Umf. Þór; Daði Geir Samúelsson, Umf. Hruna- manna; Eva Þórisdóttir, Umf. Selfoss; og Jana Lind Ellertsdótt- ir, Íþr.f. Garpi. Á myndina vantar Jönu Lind. standa þar til boða. „Ég vissi ekki af þessum valkosti þegar ég var í fram- haldsskóla en vil að ungt fólk viti af þessu og mörgu fleiru,“ segir hún. Ætla að upplýsa ungt fólk um valkostina

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.