Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Page 3

Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Page 3
LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100 5 Stjórn Félags íslenskra lyflækna Runólfur Pálsson, formaður Davíð O. Arnar, ritari Sigurður Ólafsson, gjaldkeri Rafn Benediktsson, formaður vísindanefndar Hlíf Steingrímsdóttir Sigurður Guðmundsson Vísinda- og dómnefnd Rafn Benediktsson, formaður Gerður Gröndal Hrönn Harðardóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Sigurður Yngvi Kristinsson Sýning lyfjafyrirtækja Actavis Genzyme GlaxoSmithKline Icepharma Bayer Eli Lilly Norpharma Pfizer Roche Lyfis Vistor AstraZeneca Astellas Boehringer Ingelheim Janssen MSD Novartis Novo Nordisk Takeda Kæru lyflæknar og aðrir þinggestir Það er mér sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin á XXI. vísindaþing Félags íslenskra lyflækna sem á ný er haldið í ráðstefnu- og tónlistar- húsinu Hörpu í Reykjavík. Þing Félags íslenskra lyflækna hafa um árabil verið mikilvægur vett- vangur fyrir kynningu á niðurstöðum vísindarannsókna og umfjöllun um nýjungar og áleitin viðfangsefni innan lyflækninga. Fyrrnefndi þátturinn hefur verið sérlega þýðingarmikill og hafa margir af okkar fremstu vísindamönnum í læknisfræði þreytt frumraun sína á þingum félagsins. Að þessu sinni hafa 70 innsend ágrip verið valin til kynn- ingar og er það svipaður fjöldi og á undanförnum þingum. Það verður að teljast ánægjulegt í ljósi erfiðleika er steðja að háskólasjúkrahúsinu okkar sem verið hefur höfuðvígi vísindarannsókna á sviði lyflækninga. Höfundar munu kynna rannsóknir sínar með veggspjaldi og munu jafn- framt gera grein fyrir helstu niðurstöðum í stuttu máli. Að vanda verða veitt verðlaun fyrir besta ágrip ungs læknis og læknanema. Dagskrá þingsins er annars fjölbreytt og ætti að höfða til flestra lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna sem fást við verkefni lyflækninga í starfi sínu. Meðal þess sem ber hæst er málþing þar sem fjallað verður um þær veigamiklu breytingar sem orðið hafa á skipulagi og þjónustu lyflækn- inga á sjúkrahúsum á Vesturlöndum undanfarin ár og rekja má til ört stækkandi hóps aldraðra, framfara í læknisfræði og upplýsingatækni, og kröfu um aukna skilvirkni og hagkvæmni til að mæta vaxandi kostn- aði. Einnig er vert að geta kynningar á ómskoðun við rúmstokkinn sem hefur verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum. Þá verður umfjöllun um nýjungar og nýjar áherslur í lyflæknisfræði, meðal annars framþróun í lyfjameðferð sem stundum hefur takmarkaðan ávinning en oft aukinn kostnað í för með sér. Loks verður staða fyrirbyggjandi meðferðar við langvinnum kvillum krufin til mergjar en margir hafa kallað eftir meiri áherslu á slík úrræði á undanförnum árum. Kastljósinu verður beint að framförum í erfðafræði sem gefa kost á snemmkominni greiningu og meðferð ýmissa sjúkdóma. Líkt og á síðasta þingi Félags íslenskra lyflækna árið 2012 verða sérstök málþing um viðfangsefni hjúkrunar á sviði lyflækninga. Er þetta liður í að gera þingið áhugaverðara fyrir hjúkrunarfræðinga og aðrar fagstéttir. Segja má að þetta sé löngu tímabært skref því þróun heilbrigðisþjónustunnar hefur leitt til þess að hlutur annarra fagstétta en lækna hefur aukist jafnt og þétt og vaxandi áhersla er nú lögð á þverfag- legt teymisstarf í meðferð sjúklinga. Margir hafa lagt hönd á plóg við undirbúning þessa þings og færi ég þeim öllum bestu þakkir fyrir. Að síðustu vil ég þakka stuðningsaðilum þingsins fyrir þeirra mikilvæga framlag. Runólfur Pálsson, læknir Formaður Félags íslenskra lyflækna Umsjón með undirbúningi og framkvæmd www.athygliradstefnur.is thorunn@athygliradstefnur.is tobba@athygliradstefnur.is Velkomin!

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.