Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Side 13

Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Side 13
LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100 15 framkvæmt hjá tæplega helmingi sjúklinga (45%) en tæplega þriðjungur (32%) sjúklinga fengu krabbameinslyfjameðferð. Brottnám lungnamein- varpa var framkvæmt hjá aðeins 1 sjúklingi fljótlega eftir greiningu meinvarpa. Úr sjúkraskrám og myndgreiningarrannsóknum var kann- aður fjöldi meinvarpa og dreifing til líffæra. Heildarlifun hópanna var borin saman með log-rank prófi og miðuðust útreikningar við maí 2013. niðurstöður: Meinvörp greindust oftast í lungum (58%), beinum (39%) og lifur (20%), en 35% sjúklinga höfðu jafnframt eitilmeinvörp. Algengustu einkenni voru kviðverkir (46%), megrun (38%) og blóðmiga (32%) en 6% sjúklinga voru tilviljanagreindir. Flestir höfðu meinvörp í einu líffæri (61%), oftast í beinum eða lungum, 28% höfðu meinvörp í tveimur líffærum og 11% í ≥3 líffærum. Eins árs lifun sjúklinga með meinvörp í 1, 2 og ≥3 líffærum var 35%, 22% og 7% en 5-ára lifun 10%, 6% og 0% (p=0,008). Eins árs lifun sjúklinga með eitt meinvarp í einu líffæri, mörg meinvörp í einu líffæri eða mörg meinvörp í mörgum líf- færum var 47%, 38% og 20% og 5 ára lifun 13%, 10% og 5% (p=0,04). ályktun: NFK meinverpist oftast til lungna, beina og lifrar. Flestir sjúklingar greinast með mörg meinvörp í einu eða fleiri líffærum. Lifun þessara sjúklinga er marktækt verri en sjúklinga með eitt meinvarp í einu líffæri, sem hafa bestu horfurnar. v08 Bandvefsmyndun í beinmerg sjúklinga með mergæxli: Áhrif og horfur Tinna Hallgrímsdóttir1, Anna Porwit2, Magnus Björkholm3, Eva Rossmann3, Hlíf Steingrímsdóttir1, Sigrún Helga Lund4, Sigurður Yngvi Kristinsson1 1Landspítala, 2Háskólanum í Toronto, 3Karolinska Institutet, 4Háskóla Íslands inngangur: Mergæxli einkennist af offjölgun á plasmafrumum í beinmerg og seytrun á einstofna mótefnum. Mikill breytileiki er í lifun sjúklinga en þekkt er að ákveðnir þættir hafi áhrif á horfur, meðal annars aldur og erfðabreytileiki. Bandvefsmyndun í beinmerg er þekkt í mergæxlum en hefur verið mjög lítið rannsakað og áhrif þess á horfur að mestu óþekkt. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi bandvefsmyndunar í beinmerg sjúklinga með mergæxli og áhrif þess á lifun. efniviður og aðferðir: Gagnasöfnun fór fram á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi og gögn voru fengin úr sjúkraskrám þaðan. Farið var yfir öll beinmergssvör (N=1500) einstaklinga sem greindust með mergæxli á tímabilinu 2003-2011. Gerð var ferilrannsókn þar sem metið var algengi bandvefsmyndunar í beinmerg við greiningu mergæxlis. Sjúklingar með bandvefsmyndun voru paraðir við sjúklinga án bandvefsmyndunar af sama kyni, greiningarári og fæðingarári svo framarlega sem unnt var. Metin var lifun milli hópa með Kaplan-Meier aðferð og Cox-líkani. niðurstöður: Alls greindust 586 einstaklingar með mergæxli á Karolinska sjúkrahúsinu á árunum 2003-2011 en af þeim höfðu 223 (38%) bandvefs- myndun í beinmerg við greiningu. Borið saman við paraða sjúklinga án bandvefsmyndunar (N=217) höfðu sjúklingar með bandvefsmyndun marktækt verri lifun (p=0,0485). Munurinn var mestur hjá karlmönnum og sjúklingum yngri en 65 ára. Jafnframt voru lífshorfur verri eftir því sem bandvefsmyndunin var meiri. ályktanir: Bandvefsmyndun í beinmerg er algeng hjá sjúklingum með mergæxli og hefur slæm áhrif á horfur. Kanna þarf betur undirliggjandi ástæður þessa til dæmis svörun meðferðar, fylgikvilla og tengsl við aðra þætti sem hafa áhrif á horfur. v09 Algengi og nýgengi heiladingulsæxla á Íslandi 1955-2012 Tómas Þór Ágústsson1, Tinna Baldvinsdóttir1, Jón G Jónasson2, Elínborg Ólafsdóttir2, Valgerður Steinþórsdóttir3, Gunnar Sigurðsson1, Árni V. Þórsson1, Paul V. Carroll4, Márta Korbonits5, Rafn Benediktsson1,6 1Landspítala, 2Leitarstöð krabbameinsfélagsins, 3Íslenskri erfðagreiningu, 4The Department of Diabetes and Endocrinology, Guy´s and St Thomas´ NHS Foundation Trust, London, 5The William Harvey Research Institute, Barts and The London School of Medicine, Queen Mary University of London, 6Læknadeild Háskóla Íslands inngangur: Fáar yfirgripsmiklar tæmandi rannsóknir eru til á faralds- fræði heiladingulsæxla. Eldri rannóknir gáfu misvísandi niðurstöður en nýlegri lýðgrundaðar rannsóknir benda til vaxandi algengi og nýgengi. Við höfum safnað upplýsingum um öll heiladingulsæxli á Íslandi frá 1955 til ársloka 2012 í gagnagrunn sem veitir einstakt tækifæri til að lýsa þeim í vel skilgreindu þýði heillar þjóðar yfir langt tímabil og kanna áhrifaþætti faraldsfræðilegra breytinga. efniviður og aðferðir: Þetta er afturskyggn lýsandi rannsókn. Upplýsingar voru skráðar um greiningu, einkenni og meðferð. Heildarfjöldi æxla var metinn og algengi reiknað á mismunandi tímapunktum út frá íbúafjölda ásamt aldursstöðluðu nýgengi fyrir alla undirflokka æxla og með tilliti til einkenna við greiningu. niðurstöður: Alls fundust 471 einstaklingur, 190 karlar og 281 kona. 372 voru á lífi 2012 og er algengi því 115.57/100.000. Miðgildi aldurs var 44 ár og hefur ekki breyst markvert á tímabilinu. Algengustu æxlin í heild voru óstarfandi,43%, og prólaktínóma 39.9%. 11.3% höfðu acromegaly og 5.7% Cushings sjúkdóm. Í árslok 2012 var algengi prólaktínóma hins- vegar hæst (54.37/100.000) en óstarfandi æxla næsthæst (41.32/100.000). Konur greinast yngri og hafa minni æxli. Aldursstaðlað nýgengi hefur vaxið markvert og er nú í heild 5.8/100.000/ár. Langstærstur hluti sjúklinga af öllum flokkum hafði einkenni við greiningu. ályktanir: Faraldsfræði heiladingulsæxla á Íslandi eru svipuð og í öðrum minni nýlegum lýðgrunduðum rannsóknum en algengi og nýgengi er þó markvert hærra. Þetta gæti skýrst af auknu aðgengi að myndgreiningu en nýgengi tilviljanafunda er ekki nærri nægilegt til að skýra þessa þróun. Algengi klínískt markverðra heiladingulæxla er hærra en talið var og aukin vitund og rannsóknir á þessum sjúkdómum er nauðsynleg. v10 Tengsl gáttatifs eftir hjartaskurðaðgerð við styrk D-vítamíns í blóði Guðrún V. Skúladóttir1, Arieh Cohen2, Davíð O. Arnar3, David M. Hougaard2, Kristin Skogstrand2, Bjarni Torfason4, Runólfur Pálsson3, Ólafur S. Indriðason3 1Háskóla Íslands, Lífeðlisfræðistofnun, 2Statens Serum Institute, Kaupmannahöfn, 3lyflækningasviði Landspítala, 4skurðlækningasviði Landspítala inngangur: Rannsóknir benda til að styrkur heildar-25-hýdroxý- D-vítamíns (25(OH)D2+25(OH)D3) í blóði tengist áhættu á alvar- legum fylgikvillum eftir hjartaskurðaðgerðir. Gáttatif er einn algengasti fylgikvilli slíkra aðgerða og er bólga talin mikilvæg í meinmyndun þess. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tengsl heildar-25(- OH)D, 25(OH)D2 og 25(OH)D3 við gáttatif eftir hjartaskurðaðgerð. efniviður og aðferðir: Styrkur 25(OH)D2 og 25(OH)D3 var mældur í blóðvökva rétt fyrir aðgerð og þremur dögum eftir aðgerð hjá sjúkling- um (n=126), sem gengust undir opna hjartaskurðaðgerð á Landspítala. Tengsl við gáttatif voru könnuð með lógístískri aðhvarfsgreiningu. niðurstöður: Sjúklingar sem fengu gáttatif eftir aðgerð höfðu hærri styrk 25(OH)D2 í blóðvökva en þeir sem héldu sínustakti (1,3 (0,0- 20,8) sbr. við 0,8 (0,0-4,4) nmól/L, p=0,003), en ekki var munur á styrk 25(OH)D3 (51,6 (8,6-83,5) sbr. við 37,8 (7,4-89,1) nmól/L, p>0,05) eða x x I þ I n g l y f l æ k n a f y l g I R I T 8 1

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.