Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Side 14
16 LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100
heildar-25(OH)D (p>0,05) milli hópanna. Styrkur 25(OH)D2, 25(OH)D3
og heildar-25(OH)D var marktækt lægri í báðum hópum eftir aðgerðina
miðað við fyrir aðgerð (p<0,05). Tengsl gáttatifs við styrk 25(OH)D2
voru markæk (odds ratio (OR) = 2,065; 95% öryggismörk (CI) 1,132-
3,768) eftir að leiðrétt var fyrir aldri, líkamsþyngdarstuðli, reykingum,
áfengisneyslu, tegund aðgerðar og hæsta CRP gildi eftir aðgerð, en engin
tengsl fundust við styrk 25(OH)D3 (OR = 0,997; 95% CI 0,974-1,021).
ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að hár styrkur 25(OH)D2 í blóð-
vökva geti átt þátt í myndun gáttatifs eftir opna hjartskurðaðgerð en
ekki 25(OH)D3 eða heildar-25(OH)D. Þessi munur getur mögulega verið
vegna mismunandi áhrifa D2- og D3-vítamína á bólguferla eða raflíf-
eðlisfræði hjartans.
v11 Stökkbreytingar í genum sem tjá samdráttarprótín í gáttum
valda snemmkomnu gáttatifi
Davíð O. Arnar1, Daníel F. Guðbjartsson2, Hilma Hólm2, Patrick Sulem2, Unnur
Þorsteinsdóttir2, Kári Stefánsson2
1Lyflækningasviði Landspítala, 2Íslenskri erfðagreiningu
inngangur: Það er vel þekkt að gáttatif getur verið ættlægt, ekki síst í
þeim tilvikum þegar takttruflunin greinist hjá tiltölulega ungum ein-
staklingum. Við höfum lýst nokkrum erfðabreytileikum sem auka
áhættu á gáttatifi þar á meðal stökkbreytingu í geninu MYH6 sem
tjáir alfa þungar keðjur samdráttarprótínsins mýósín í gáttafrumum.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna sérstaklega áhættugen
gáttatifs hjá einstaklingum sem greinast innan við sextugt.
aðferðir: Víðtæk erfðamengisleit var framkvæmd á öllum þeim
sem höfðu greinst með gáttatif fyrir sextugt á Íslandi frá 1987-2013.
Erfðamengisskönnunin byggðist á meira en tuttugu milljón erfðabreyti-
leikum, sem höfðu fundist með raðgreiningu á öllu erfðamengi 1176
Íslendinga, og áætlun arfgerða hjá 60 þúsund einstaklingum og ætt-
ingjum þeirra.
niðurstöður: Erfðamengisskönnunin sýndi sjaldgæft (0.7% tíðni sam-
sætu) eins basa brottfall sem orsakaði lesrammahliðrun og stýfingu í
sarkómer geninu MYL4 sem tengdist gáttatifi með víkjandi erfðum.
Átta arfhreinir berar fundust á Íslandi, sem allir höfðu sögu um gáttatif
greint snemma á ævinni (14-56 ára). Þrír þeirra höfðu sömuleiðis fengið
heilaáfall fyrir sextugt. Ekki fundust tengsl milli arfblendinna og sögu
um snemmkomið gáttatif. Arfhreinir höfðu hvorki greinanleg merki um
hjartavöðvasjúkdóm né aðra hefðbundna áhættuþætti gáttatifs. Engir úr
þýðum frá Tromsö eða Hong Kong báru stökkbreytinguna.
ályktun: Stökkbreyting í sarkómer geninu MYL4 veldur gáttatifi
snemma á ævinni. Þetta er önnur stökkbreytingin sem við höfum fundið
í genum sem tjá samdráttarprótín í gáttavef og tengist aukinni áhættu
á gáttatifi. Þessar niðurstöður varpa áður óþekktu ljósi á meinalífeðlis-
fræði gáttatifs og gefa til kynna að samdráttarprótín geti, án augljóss
hjartavöðvasjúkdóms, átt þátt í myndun takttruflunarinnar.
V12 Mjaðmagrindarbrot meðhöndluð á Landspítala árin 2008-
2012
Unnur Lilja Úlfarsdóttir1, Gunnar Sigurðsson2, Brynjólfur Mogensen3
1Háskóla Íslands, 2lyflækningasviði Landspítala, 3rannsóknastofu LSH og HÍ í bráðafræðum
inngangur: Mjaðmagrindarbrotum hefur ekki verið gefinn mikill gaum-
ur í samanburði við mjaðmarbrot (lærleggshálsbrot/lærhnútubrot) en
margt bendir til að þau hafi verið verulega vanmetin m.t.t. afleiðinga
fyrir sjúklingana og kostnaðar þjóðfélagsins. Markmið rannsóknarinnar
var að kanna umfang, eðli og afleiðingar mjaðmagrindarbrota.
efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á einstaklingum sem
mjaðmagrindarbrotnuðu og voru meðhöndlaðir á Landspítala árin
2008-2012. Leitað var í sjúkraskrám eftir ICD-10 greiningum og skráður
var fjöldi brota, aldur, kyn, orsök og staðsetning áverka og legutími á
LSH.
niðurstöður: Alls voru 443 einstaklingar sem mjaðmagrindarbrotnuðu
á þessu tímabili, þar af voru 314 konur (70,9%) og 129 karlar (29,1%).
Meðalfjöldi brota á ári var 88,6 sem svipar til meðalfjölda lærhnútubrota
(78,2 á ári), á sama tímabili. Lágorkubrotin (eftir fall < 1 m) voru sam-
tals 325 (73,4%) og háorkubrotin voru 114 (25,7%). Af lágorkubrotunum
voru konur 81,8% og karlar 18,2% (p<0,0001). Af háorkubrotunum
voru konur 39,5% og karlar 60,5% (p=0,03). Meðalaldur sjúklinga með
lágorkubrot var 78,5 ár (bil 12-104) sem er töluvert hærri en meðalaldur
sjúklinga með háorkubrot (45,2 ár). Algengasta staðsetning lágorku-
brota var á lífbeini (67,1%). Hlutfall þeirra sem lögðust inn á LSH eftir
lágorkubrot var 66,2% og miðgildi legutíma 10,9 dagar.
ályktanir: Mjaðmagrindarbrot eru algengust hjá eldri konum og þær
brotna oftar við lágorkuáverka. Karlar brotna frekar við háorkuáverka
og hafa lægri meðalaldur við brot. Stór hluti leggst inn á Landspítalann
til verkjastillingar og hreyfimeðferðar. Flestir aldraðir geta ekki bjargað
sér sjálfir eftir brotin og liggja lengi inni. Mjaðmagrindarbrot hafa
verulegar afleiðingar bæði fyrir sjúklinga og kostnað fyrir þjóðfélagið.
v13 Staða lyfjagjafa á hjúkrunarheimilum
Pétur Gunnarsson1, Hlynur Traustason2, Ólafur Samúelsson1, Jón Eyjólfur Jónsson1,
Aðalsteinn Guðmundsson1
1Landspítala, 2Háskóla Íslands
inngangur: Lyfjanotkun íbúa hjúkrunarheimila er mikil og algengt að
kyngingarörðugleikar eða aðrar færniskerðingar hamli notkun og gjöf
hefðbundinna lyfjaforma. Markmið rannsóknarinnar var að kanna stöðu
lyfjagjafa á hjúkrunarheimilum. Skoðað var hvaða lyf var verið að gefa
og fylgst með því hvort að þau væru meðhöndluð og gefin í samræmi
við fylgiseðil.
efniviður og aðferðir: Rannsóknin fór fram á tveimur hjúkrunar-
heimilum þar sem farið var á tvær deildir á hvoru hjúkrunarheimili í
fjóra daga. Íbúar voru flokkaðir eftir aldri, kyni og hvort að þeir væru
með vitræna skerðingu. Fylgst var með hjúkrunarfræðingunum taka til
lyfin, undirbúa lyfjagjöfina og gefa íbúum lyfin. Skráð voru niður nöfn
lyfjanna, fjöldi og hvort að þau væri brotin í skömmtunarpokanum.
Einnig var skráð hvort að lyfin væru mulin eða hylkin opnuð og þá í
hvaða íblöndunarfasa þau væru gefin.
niðurstöður: Meirihluti lyfja sem gefin voru á rannsóknartímabilinu
voru mulin (54%). Ef litið er á dreifinguna eftir lyfjaformum er algengast
að töflur með og án filmuhúðar séu muldar (61%). Niðurstöður sýna að
mulningur á lyfjum er algeng verklagsaðferð hjá hjúkrunarfræðingum
og umtalsverðum fjárhæðum er eytt í lyf sem verða við það óvirk. Oft
vantar heimildir um það hvort að mylja megi töflur eða opna hylki og
það getur komið í veg fyrir rétta lyfjagjöf. Úr niðurstöðum rannsóknar-
innar var unninn listi yfir þau lyf sem ekki má mylja.
ályktanir: Mulningur lyfja er almennur á hjúkrunarheimilum og getur
ógnað lyfjaöryggi. Mörg lyf verða ónýt eða minna virk við mulning. Þörf
er á frekari úttektum og endurskoðun verkferla.
x x I þ I n g l y f l æ k n a
f y l g I R I T 8 1