Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Qupperneq 16

Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Qupperneq 16
18 LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100 v17 Truflun í sykurefnaskiptum eykur líkur á æðakölkunarsjúkdómi í hálsslagæðum hjá sjúklingum með bráð kransæðaheilkenni Þórarinn Árni Bjarnason1, Steinar Orri Hafþórsson2, Erna Sif Óskarsdóttir2, Linda Björk Kristinsdóttir2, Sigrún Helga Lund2, Fríða Björk Skúladóttir1, Bylgja Kærnested1, Ísleifur Ólafsson1, Sigurður Sigurðsson3, Vilmundur Guðnason3, Karl Andersen1 1Landspítala, 2Háskóla Íslands, 3Hjartavernd inngangur: Sykursýki 2 (SS2) og skert sykurþol eru þekktir áhættuþættir fyrir æðakölkun. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif SS2 og skerts sykurþols á útbreiðslu æðakölkunar í hálsslagæðum hjá sjúkling- um með brátt kransæðaheilkenni (BKH) efni og aðferðir: Sjúklingar sem lögðust inn á hjartadeild LSH með áður ógreinda sykursýki var boðið að taka þátt í rannsókninni.Mælingar á syk- urefnaskiptum (fastandi glúkósi í plasma, HbA1c og sykurþolspróf) voru gerðar í innlögn og endurteknar þremur mánuðum seinna. Æðakölkun var metin með stöðluðum hálsæðaómunum og flokkuð í enga, litla, í meðallagi og alvarlega æðakölkun. niðurstöður: Hundrað fjörtíu og einn sjúklingar (79% karlar, meðal- aldur 63 ár) með BKH og áður ógreinda SS2 tóku þátt í rannsókninni. Sjúklingar með eðlileg sykurefnaskipti voru 46.8%, 42.6% með skert sykurþol og 10.6% með SS2. Æðakalkanir í hálsslagæðum voru til staðar í 95, 98 og 100% sjúklinga með eðlileg sykurefnaskipti, skert sykurþol og SS2. Algengi í meðallagi og alvarlegra æðakalkana í hálsslagæðum var 41, 59 og 83% hjá sjúklingum með eðlileg sykurefnaskipti, skert sykurþol og SS2. Í fjölþátta aðhvarfsgreiningu var gagnalíkindahlutfall 2.56 (95% Cl 1.07-6.37) fyrir meðal- til alvarlega æðakölkun í hálsslagæðum hjá sjúklingum með skert sykurþol og 5.56 (95% Cl 1.50-24.89) hjá sjúklingum með SS2. ályktanir: Æðakölkun í hálsæðum var til staðar í nær öllum sjúklingum með BKH. Magn æðakölkunar var aukin hjá sjúklingum með ný- greinda truflun á sykurefnaskiptum. Nýgreint skert sykurþol og SS2 er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir í meðallagi til alvarlega æðakölkun í hálslagæðum hjá sjúklingum með BKH. Þessar niðurstöður styðja markvissa greiningu á truflaðri sykurstjórnun hjá sjúklingum með BKH. Algengi æðakölkunar í hálsslagæðum eftir flokkun sykurefnaskipta v18 Endurteknar mælingar á sykurefnaskiptum bæta greiningu á skertu sykurþoli og sykursýki 2 hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni Þórarinn Árni Bjarnason1, Linda Björk Kristinsdóttir2, Erna Sif Óskarsdóttir2, Steinar Orri Hafþórsson2, Bylgja Kærnested1, Fríða Björk Skúladóttir1, Ísleifur Ólafsson1, Karl Andersen1 1Landspítala, 2Háskóla Íslands inngangur: Sykursýki 2 (SS2) og skert sykurþol eru áhættuþættir fyrir kransæðasjúkdómi sem oft eru ógreindir hjá sjúklingum með brátt krans- æðaheilkenni (BKH). Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort hægt væri að bæta greiningu á SS2 og skertu sykurþoli með því að mæla sykur- efnaskipti sjúklinga með BKH í sjúkrahúslegu og endurtaka mælingar að þremur mánuðum liðnum. efni og aðferðir: Sjúklingar sem lagðir voru inn á hjartadeild LSH með BKH án fyrri SS2 greininar var boðið að taka þátt í rannsókninni. Sykurefnaskipti voru metin með fastandi glúkósa í plasma (FGP), HbA1c og stöðluðu sykurþolsprófi. Mælingar voru framkvæmdar í sjúkrahús- legu og endurteknar þremur mánuðum seinna. Sjúklingar voru flokkaðir með eðlileg sykurefnaskipti, skert sykurþol eða SS2 eftir hæsta gildi þess- ara mælinga. niðurstöður: Hundrað fimmtíu og fjórir sjúklingar (80.5% karlar, meðalaldur 63 ár) sem ekki höfðu verið greindir með SS2 tóku þátt í rann- sókninni. Þegar teknar eru saman mælingar frá innlögn voru 46,8, 40,2 og 13,0% flokkaðir með eðlileg sykurefnaskipti, skert sykurþol eða SS2. Þremur mánuðum seinna voru 40,3, 50,0 og 9,7% flokkaðir með eðlileg sykurefnaskipti, skert sykurþol eða SS2. Þegar niðurstöðurnar í innlögn og þremur mánuðum seinna voru teknar saman voru 28,6, 53,9 og 17,5% flokkaðir með eðlileg sykurefnaskipti, skert sykurþol eða SS2. Flokkun sjúklinga eftir sykurefnaskiptum var óbreytt hjá 59.7%, 18,2% urðu betri og 22,1% verri milli mælinga. ályktanir: Um tveir þriðju hlutar þeirra sem leggjast á hjartadeild vegna BKH eru með truflun á sykurefnaskiptum. Greiningarhæfni eykst veru- lega við endurtekna mælingu þremur mánuðum eftir útskrift. v19 Leiðir rafvending vegna gáttatifs til aukningar á blóðflæði til heila? Maríanna Garðarsdóttir1, Sigurður Sigurðsson2, Thor Aspelund2, Valdís Anna Garðarsdóttir3, Vilmundur Guðnason2, Davíð O. Arnar3 1Rannsóknarsviði Landspítala, 2Hjartavernd, 3lyflækningasviði Landspítala inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að gáttatif tengist vitrænni skerðingu og skertu heilarúmmáli, óháð heilaáföllum. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða blóðflæði til og gegnumstreymi blóðs um heila fyrir og eftir rafvendingu vegna gáttatifs. efniviður og aðferðir: Framskyggn rannsókn á einstaklingum fyrir og eftir rafvendingu. Segulómun af heila var framkvæmd fyrir rafvendingu og endurtekin 10 vikum síðar. Skoðað var blóðflæði í hálsæðum og gegnumstreymi blóðs um heilavef. Teknar voru myndir af heilavef til ákvörðunar á blóðflæði og gegnumstreymi blóðs um mismunandi svæði heilans. Þeir sem voru í sinus takti og þeir sem höfðu ekki farið í takt við rafvendingu voru skoðaðir tvisvar, en þeir sem höfðu dottið úr takti á vöktunartímanum voru útilokaðir frá seinni heimsókninni þar sem tímalengd taktóreglunnar var óviss. niðurstöður: Rannsókn er lokið hjá 22 einstaklingum, 17 körlum, meðal- aldur 65 ár. Blóðflæði jókst marktækt í heila og í gráum vef hjá þeim ein- staklingum sem fóru í sinus takt við rafvendinguna (n=13). Blóðflæðið jókst úr 35,3 ml/mín/100g í 40,8 ml/mín/100g í öllum heila og úr 38,7 ml/mín/100g í 45,7 ml/mín/100g í gráum vef. Marktækt meiri breyting varð á blóðflæði þeirra sem fóru í sinus takt miðað við þá sem höfðu áfram gáttatif (p<0,05).Fylgni mælinga á blóðflæði til heila og gegnum- streymi blóðs um heila var 0,81 (p<0,0001). ályktun: Blóðflæði til heila og gegnumstreymi blóðs eykst eftir rafvend- ingu vegna gáttatifs. Hjá þeim sem voru áfram í gáttatifi varð engin breyt- ing til batnaðar. Skert blóðflæði gæti skýrt að hluta vitræna skerðingu og minna heilarúmmál sem getur sést hjá einstaklingum með gáttatif. v20 Ábendingar fyrir og notkun á blóðþynningarlyfjum hjá einstaklingum með gáttatif Stefán Björnsson1, Karl Andersen1,2, Davíð O Arnar1,2 1Háskóla Íslands, 2lyflækningasviði Landspítala tilgangur: Gáttatif er meginorsök heilaáfalla. Blóðþynningarlyf geta dregið verulega úr hættu á segareki, en þeim fylgir þó viss áhætta. Við ákvörðun um hvort beita eigi slíkri meðferð er tekið mið af ákveðnum skilmerkjum, CHA2DS2-VASc. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort gáttatifssjúklingar fái viðeigandi blóðþynningarmeðferð sam- kvæmt þessum skilmerkjum. x x I þ I n g l y f l æ k n a f y l g I R I T 8 1

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.