Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Síða 17
LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100 19
efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra gáttatifssjúklinga sem
komu inn á bráðamóttöku og Hjartagátt LSH frá 1. janúar til 30. júní 2012.
Reiknað var út CHA2DS2-VASc skor og notkun blóðþynningarlyfja hjá
þeim könnuð í eitt ár eftir komu. Sjúklingum var fylgt eftir í eitt ár og
nýgengi dauðsfalla, kransæðastíflu og segareks kannað.
niðurstöður: Af 347 sjúklingum voru 148 (42,7%) konur og 199 (57,3%)
karlar. Aldur þeirra var 69,8 ± 15 ár. Sjötíu og sjö (22,1%) sjúklingar voru í
lágri til miðlungs áhættu (0 til 1 stig) samkvæmt CHA2DS2-VASc. Alls 160
(59,3%) af 270 sem voru með CHA2DS2-VASc ≥ 2 voru á warfarin eða nýju
blóðþynningarlyfi, 33 (11,1%) á blóðflöguhemli eingöngu og 77 (28,5%)
ekki á neinni blóðþynningu. Alls voru 32 frumendapunktar (segarek,
kransæðastífla eða dauði á eftirfylgnitímabilinu). Nýgengi þeirra var 6,9%
á ári (95% CI:3.4-12.2) hjá þeim sem voru á blóðþynningu á móti 19.8%
(95% CI:12.1-30.6) (p=0,003) hjá þeim sem voru ekki á slíkri meðferð.
ályktun: Aðeins tæplega 60% þeirra sem ættu að vera á blóðþynn-
ingarmeðferð samkvæmt CHA2DS2-VASc skilmerkjum reyndust vera
það. Þessari meðferð var því verulega vanýtt en óljóst af hverju. Tíðni
segareks, kransæðastíflu eða dauða var verulega hærri hjá þeim sem voru
ekki á blóðþynningarlyfi sem undirstrikar mikilvægi þeirrar meðferðar.
v21 Notagildi og mismunagreiningar hækkunar á hánæmu
trópóníni T
Stefán Þórsson1, Davíð O. Arnar1,2, Karl Andersen1,2
1Háskóla Íslands, 2lyflækningasviði Landspítala
inngangur: Mæling trópóníns T er grundvöllur greiningar hjartadreps hjá
sjúklingum með brjóstverki. Almennt viðmið er að troponin hækkun yfir
99. percentile normaldreifingar (>14 microg/L) gefi til kynna hjartavöð-
vaskemmd. Árið 2012 var tekin upp mæling á hánæmu trópóníni T (hs-
TnT) á LSH sem eykur næmi mælingarinnar en kemur niður á sértæki.
Markmið með þessari rannsókn var að kanna dreifingu hs-TnT mælinga
á LSH og meta greiningarhæfni prófsins.
efniviður og aðferðir: Fundnar voru allar mælingar TnT á LSH 2012.
Hæsta gildi mælingar var fundið hjá þeim sem áttu margar mælingar í
sömu legu. Útskriftargreiningar þessara sjuklinga í voru fundnar. Reiknað
var gagnlíkindahlutfall (OR) fyrir algengustu sjúkdómsgreiningum eftir
því hvort TnT var >14 microg/l eða lægra.
niðurstöður: Hs-TnT var mælt hjá 7259 einstaklingum á LSH 2012. Þar
af reyndust 3164 (43,6%) yfir 14 microg/l í hæsta gildi. Næmi TnT >14
microg/l til greiningar á hjartavöðvadrepi var 98,5%, sértæki 60,3%, já-
kvætt forspárgildi 15,0% og neikvætt forspárgildi 99,8%. Algengustu mis-
munagreiningar sjúklinga með hækkað TnT voru ósértækar greiningar
(14,6%); annað og óskilgreint (9,5%); hjartsláttartruflanir (7,1%); áverkar
(4,1%); brátt hjartadrep (3,2%); hjartabilun (2,6%); langvinnir blóðþurrðar-
sjúkdómar í hjarta (2,5%) og lungnabólga (2,2%). Hjá sjúklingum með
hækkað TnT var OR (95% CI) fyrir greiningunni hjartavöðvadrep 133
(18,6-959) p<0,01.
ályktanir: Margar mismunagreiningar koma til álita þegar hs-TnT
mælist hækkað. Því er mikilvægt að setja niðurstöður prófsins í samhengi
við klínísk einkenni. Hs-TnT >14 microg/l hefur gott næmi og neikvætt
forspárgildi fyrir greiningu á hjartavöðvadrepi en sértæki er frekar lágt og
jákvætt forspárgildi er takmarkað.
v22 Ekki eru tengsl milli sykurefnaskipta og starfsemi æðaþels
hjá sjúklingum með bráð kransæðaheilkenni
Linda Björk Kristinsdóttir1, Þórarinn Árni Bjarnason2, Steinar Orri Hafþórsson1,
Erna Sif Óskarsdóttir1, Erna Sif Arnardóttir2, Sigurður Sigurðsson3, Vilmundur
Guðnason3, Ísleifur Ólafsson2, Guðmundur Þorgeirsson2, Karl Andersen2
1Háskóla Íslands, 2Landspítala, 3Hjartavernd
inngangur: Um tveir þriðju hlutar þeirra sem fá brátt kransæðaheil-
kenni (BKH) eru með óþekkta sykursýki eða skert sykurþol. Markmið
þessarar rannsóknar var að kanna hvort tengsl séu milli truflunar í
blóðsykur stjórnun og vanstarfsemi æðaþels hjá sjúklingum með bráð
kransæðaheilkenni.
efni og aðferðir: Þátttakendur voru sjúklingar sem lögðust inn á hjarta-
deild vegna BKH og höfðu ekki áður verið greindir með sykursýki.
Framkvæmt var sykurþolspróf og mælingar á fastandi glúkósa í plasma
og HbA1c hjá öllum þátttakendum 2-4 dögum eftir innlögn og aftur
þremur mánuðum síðar. Einnig var gerð hálsslagæðaómun til að meta
útbreiðslu æðakölkunar hjá þátttakendum. Æðaþelsrannsóknir voru
gerðar með EndoPAT tækni sem byggir á viðbrögðum æða við lokun á
blóðflæði. Tækið nemur púlsútslag í háræðabeðum fingra fyrir og eftir
lokun og reiknar út stuðulinn RHI (Reactive Hyperemia Index).
niðurstöður: Þátttakendur voru 92 (meðalaldur 63,5 ár, 79% karlar).
Miðgildi RHI stuðla mældust 1,85 (IQR: 1,59-2,25), 1,78 (IQR: 1,60-2,27)
og 1,85 (IQR: 1,40-3,43) hjá sjúklingum með eðlileg sykurefnaskipti
(32%), skert sykurþol (51%) og sykursýki (17%) (p=0.83). RHI stuðull var
2,97 (IQR: 2,97-2,97), 1,82 (IQR: 1,59-2,15), 1,78 (IQR: 1,54-2,22) og 2,09
(IQR: 1,63-2,29) hjá þeim sjúklingum sem voru með eðlilegar hálsæðar,
minni háttar, meðal eða alvarlega þrengingu i hálsslagæðum (p=0,41).
Neikvæð fylgni var milli RHI stuðuls og stigunar á útbreiðslu kransæða-
sjúkdóms (r= -0.22, p=0.03).
ályktun: Vanstarfsemi æðaþels tengist ekki efnaskiptaröskunum
hjá sjúklingum BKH. Þetta bendir til þess að æðakölkun hjá þessum
sjúklingum sé það langt gengin að ekki sé hægt að greina hjá þeim áhrif
efnaskiptatruflana á starfsemi æðaþels.
v23 Spáir litningasvæði 9p21 fyrir um horfur einstaklinga sem
gangast undir kransæðaþræðingu?
Eyþór Björnsson1, Anna Helgadóttir2, Daníel Guðbjartsson2, Þórarinn Guðnason3,
Tómas Guðbjartsson4, Unnur Þorsteinsdóttir2, Guðmundur Þorgeirsson3, Kári
Stefánsson2
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Íslenskri erfðagreiningu, 3lyflækningasviði Landspítala,
4skurðlækningasviði Landspítala
inngangur: Á litningasvæði 9p21 er algengur arfbreytileiki (rs10757278)
sem tengist aukinni áhættu á að fá kransæðasjúkdóm, en verkunarmát-
inn er óþekktur. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að arfbreytileikinn eykur
líkur á hjartadrepi meðal heilbrigðra einstaklinga en lítið er vitað um
hvort hann spái fyrir um horfur eftir að einkenni kransæðasjúkdóms
eru komin fram. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif á lang-
tímahorfur þeirra sem gangast undir kransæðaþræðingu.
efniviður og aðferðir: Rannsóknarúrtakið samanstóð af 5182 ein-
staklingum sem gengust undir kransæðaþræðingu á Landspítala frá
2007 til 2012. Langtímahorfur (>30 daga) á tímabilinu voru kannaðar
afturskyggnt með samkeyrslu við útskriftargreiningar á Landspítala,
dánarmeinaskrá og klíníska gagnagrunna. Eftirfylgd var til ársloka 2012.
Fjölþátta Cox lifunargreining var notuð til þess að meta sjálfstætt for-
spárgildi arfbreytileikans rs10757278.
x x I þ I n g l y f l æ k n a
f y l g I R I T 8 1