Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Page 18

Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Page 18
20 LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100 niðurstöður: Ekki voru marktæk tengsl milli arfbreytileikans rs10757278 og áhættu á hjartadrepi (HR=1,12, p=0,24) eða dauða (HR=0,96, p=0,58), þegar leiðrétt var fyrir áhættuþáttum kransæðasjúkdóms. Hins vegar hafði breytileikinn marktæka fylgni við þörf á kransæðahjáveituaðgerð eða kransæðavíkkun (HR=1,20, p=0,0026). Það samband skýrðist af þekktum áhrifum arfbreytileikans á útbreiðslu kransæðasjúkdóms og hvarf þegar leiðrétt var fyrir niðurstöðum kransæðaþræðingar. ályktanir: Litningasvæði 9p21 spáir ekki fyrir um áhættu á hjartadrepi eða dauða meðal einstaklinga sem hafa gengist undir kransæðaþræð- ingu, en tengist líkum á því að þurfa á kransæðahjáveituaðgerð eða kransæðavíkkun að halda. Þessar niðurstöður benda til þess að arf- breytileikinn stuðli fyrst og fremst að framvindu æðakölkunar en hafi síður áhrif á þá ferla sem leiða til bráðrar lokunar á kransæð. v24 Bráð kransæðaheilkenni á Landspítalanum 2003-2012 Gestur Þorgeirsson1, Birna Björg Másdóttir2, María Heimisdóttir2 1Hjartadeild Landspítala, 2Landspítala inngangur: Á síðustu áratugum hefur tilfellum bráðrar kransæðastíflu (STEMI) farið fækkandi á Vesturlöndum en vísbendingar verið um að tilfellum með bráðu hjartadrepi án ST-hækkunar (NSTEMI) hafi farið fjölgandi. Með þessari rannsókn er könnuð faraldsfræði bráðra krans- æðaheilkenna á Landspítalanum árin 2003-2012. efniviður og aðferðir: Til bráðra kransæðaheilkenna teljast hvikul hjartaöng, NSTEMI og STEMI. Gagna um sjúklinga var aflað úr gagna- grunnum LSH, einkum Vöruhúsi gagna. niðurstöður: Bráð kransæðatilfelli voru flest árið 2008 eða 840. Sjúklingum með hvikula hjartaöng fjölgaði mikið fram til 2008 en fækk- aði aftur. Í lok tímabils var fjöldi þeirra svipaður og árið 2003. NSTEMI tilfelli voru flest árið 2010 eða 338 en fæst árið 2003 eða 173. Mikil fjölgun NSTEMI tilfella varð árið 2005. Það ár hófust trópónínmælingar. STEMI tilfelli greindust flest árið 2004 eða 325 og fæst á árinu 2010 eða 220. Dánarhlutfall STEMI sjúklinga á LSH var 15% árið 2003. Flest ár síðan um 8%. Dánarhlutfall NSTEMI sjúklinga á LSH var mismunadi eftir árum eða frá rúmlega 2% árið 2012 og upp í 9% 2006. Konur voru hlutfallslega flestar í NSTEMI hóp eða um 35% en í STEMI og NSTEMI um 30% . Meðalaldur NSTEMI sjúklinga var 72 ár en um 5 árum lægri í STEMI og hvikulli hjartaöng. Um 1/3 bráðra kransæðatilfella á LSH kom af landsbyggðinni. ályktanir: STEMI tilfellum fækkaði um allt að þriðjung á tímabilinu en NSTEMI tilfellum fjölgaði um helming. Nokkrir þættir sem skipta máli í því sambandi eru næmari greiningaraðferðir, eldri sjúklingar og lyfja- meðferð fyrir innlögn, sem dregur úr stærð hjartadreps. v25 Kransæðafistill hjá ungum knattspyrnumanni. Hvað er til ráða? Sigrún Benediktsdóttir1, Hróðmar Helgason2, Stanton Perry3, Gunnar Þór Gunnarsson1,4 1Sjúkrahúsið á Akureyri, 2Barnaspítala Hringsins, 3Lucile Packard Children’s Hospital Stanford, Bandaríkjunum, 4læknadeild Háskóla Íslands inngangur: Tvítugum hraustum knattspyrnumanni er vísað til hjarta- læknis út af þungum hjartslætti. Hann æfir knattspyrnu á afreksmanna- stigi og greinist með kransæðafistil. Taka þarf afstöðu til rannsókna, hugsanlegrar meðferðar og áframhaldandi íþróttaiðkunar. Saga: Fann fyrir „þungum“ en ekki hröðum hjartslætti í eitt skipti um nótt. Áhyggjufull móðir pantar tíma hjá hjartalækni. Hann lýsir ekki hjartsláttaróreglu né hröðum hjartslætti. Engin vandamál í sambandi við æfingar, ekki brjóstverkir eða saga um yfirlið. Neitar ættarsögu um skyndidauða. niðurstöður: Líkamsskoðun: Eðlileg. EKG: Ósértækt sleglaleiðslurof. Hjartaómun: Vægt víkkaður hægri slegill í fjögurra hólfa mynd. Hlébilsflæði sést í lungnaslagæð sem virðist byrja rétt fyrir ofan lungnaslagæðalokuna. Annað við ómun er eðlilegt. Grunur vaknar um kransæðafistil. Tölvusneiðmynd af kransæðum sýnir aukaæð frá fyrstu hliðargrein framveggskvíslar vinstri kransæðar. Myndar hún æðanet yfir útflæðishluta hægri slegils með tveimur megingreinum sem enda annars vegar í fistli í lungnaslagæð og hins vegar í hægri kransæð. Áreynslupróf: Hjólar 230W án sjúklegra einkenna eða merkja um blóðþurrð í hjarta- vöðva. ályktanir: Hjá þessum unga afreksíþróttamanni þurfti að ákveða hvort kransæðafistill ylli einkennum og hvort frekari íþróttaiðkun væri hugsanlega varasöm. Nákvæm sjúkrasaga, skoðun og sambland mynd- rænna og starfrænna rannsókna leiddi í ljós að fistillinn gaf ekki einkenni og olli ekki blóðþurrð í hjartavöðva. Ekki þótti ástæða til að loka fistlinum og óhætt var talið að halda áfram íþróttaiðkun. Kransæðafistlar til stóru æðanna kringum hjarta eða inn í hjartahólf eru taldir vera til staðar hjá um 0,002% almennings og sjást í um 0,25% tilvika hjá sjúklingum sem fara í hjartaþræðingu. v26 Tengsl D-vítamíns við sykurefnaskipti sjúklinga með brátt kransæðaheilkenni Erna Sif Óskarsdóttir1,2, Guðmundur Þorgeirsson2, Þórarinn Árni Bjarnason2, Linda Björk Kristinsdóttir1,2, Steinar Orri Hafþórsson1,2, Ísleifur Ólafsson2, Karl Andersen2 1Háskóla Íslands, 2Landspítala inngangur: Vísbendingar eru um að D-vítamín gegni hlutverki í blóð- sykurstjórnun og meingerð sykursýki 2 (SS2) en fáar rannsóknir hafa skoðað þetta samband hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni (BKH). Markmið þessarar rannsóknar var að skoða mögulegt samband D-vítamínstyrks í blóði og sykurefnaskipta í sjúklingum með BKH. aðferðir: Þátttakendur (N=108, meðalaldur=63,5±9,7 ár, karlar=82%) voru sjúklingar með BKH sem ekki höfðu sögu um óeðlileg sykurefna- skipti (skert sykurþol eða SS2). Átta til 12 vikum eftir útskrift voru sjúk- lingarnir kallaðir inn í sykurþolspróf og mælingu á langtímablóðsykri (HbA1C) og D-vítamínstyrk (s-25(OH)D). Sjúklingunum var svo skipt í hópana „eðlileg sykurefnaskipti“, „skert sykurþol“ og „SS2“, byggt á leiðbeiningum Amerísku sykursýkissamtakanna. niðurstöður: 28% sjúklinganna voru með eðlileg sykurefnaskipti, 60% voru með skert sykurþol og 12% voru með SS2. Miðgildi (IQR) D-vítamíns hjá sjúklingum með eðlileg sykurefnaskipti var 67,8 (47-87,8) nmól/L og voru 37% sjúklinganna með D-vítamínskort (s-25(OH)D <50 nmól/L). Miðgildi D-vítamíns hjá sjúklingum með óeðlileg sykurefna- skipti var 51,9 (38,3-85,4) nmól/L og voru 46% með D-vítamínskort. Munur D-vítamíngilda milli hópanna var ekki tölfræðilega marktækur. Neikvæð fylgni var milli D-vítamíns og fastandi blóðsykurs (r=-0,21, p<0,05). Leitni var í átt að neikvæðri fylgni milli D-vítamíns og HbA1C (r=-0,20, p=0,08). Lógístísk aðhvarfsgreining leiddi í ljós að fyrir hverja 10 nmól/L hækkun í D-vítamínstyrk minnkaði gagnlíkindahlutfall óeðlilegra sykurefnaskipta um 25% (OR=0,75; CI=0,60-0,95; p<0,01). ályktanir: Neikvæð fylgni er á milli D-vítamíns og FBS. Hugsanlegt er að lækkaður styrkur D-vítamíns geti haft áhrif á sykurefnaskipti og jafnvel verið áhættuþáttur í meingerð SS2. Íhlutandi rannsókna á þessu sviði er þó þörf til að staðfesta slíkt orsakasamband. x x I þ I n g l y f l æ k n a f y l g I R I T 8 1

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.