Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Page 22
24 LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100
efniviður og aðferðir: Fengnar voru upplýsingar úr ICEBIO gagna-
grunninum um einstaklinga með sóragigt á sinni fyrstu meðferð með
TNFα hemli þar sem til staðar voru upplýsingar um sjúkdómsvirkni við
upphaf meðferðar og að minnsta kosti einn af eftirtöldum tímapunktum;
13 vikur, 26 vikur eða 52 vikur (n =83). Notast var við skilmerkin ACR20,
ACR50, ACR70 og EULAR response criteria til að meta árangur. Bornir
voru saman þeir sem fengu metótrexat samhliða TNFα hemli við þá sem
aðeins fengu TNFα hemil.
niðurstöður: Samhliða meðferð með TNFα hemli og metótrexat reynd-
ist ekki skila marktækt betri meðferðarárangri fyrr en eftir 52 vikna
meðferð. Við þann tímapunkt höfðu 18% sjúklinga á TNFα hemli, en
65% af þeim sem voru jafnframt á metótrexat náð ACR50 (p = 0,0165);
fyrir ACR20 voru hlutfallið 42% og 65% (p = 0,0426). Eftir 52 vikur hafði
um helmingur sjúklinga á TNFα hemli, en 92% sjúklinga á samsettri
meðferð náð góðri EULAR svörun (p=0,0004)
Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sjúklingar á
samhliða meðferð með metótrexat og TNFα hemli séu líklegri til að ná
betri meðferðarárangri til langs tíma en þeir sem eingöngu fá TNFα
hemil.
v38 Meðferðarheldni sjúklinga með iktsýki og sóragigt á TNFa-
hemli
Þórunn Óskarsdóttir1, Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir1, 3, Pétur
Sigurður Gunnarsson1, 3, Þorvarður Jón Löve1, 2, Björn Guðbjörnsson 1, 2
1Landspítala, 2 læknadeild, 3lyfjafræðideild Háskóla Íslands
inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að skoða meðferðarheldni
sjúklinga með iktsýki og sóragigt á TNFα (e. Tumor necrosis factor alpha)
hemlunum, adalimumab, etanercept og infliximab, en meðferðarheldni
gegnir lykilhlutverki í virkni lyfjameðferða.
efniviður og aðferðir: Rannsóknin var byggð á gögnum fengnum úr
gagnagrunninum ICEBIO og lyfjaafgreiðslu- og lyfjaskráningarkerfum
Landspítalans. Í rannsókninni voru 499 sjúklingar, 321 með iktsýki og
178 með sóragigt. Allir sjúklingar voru á sínum fyrsta TNF hemli á rann-
sóknartímabilinu (2009-2013). Meðferðarheldni var metin með reikniað-
ferðunum MPR (e. medication possession ratio) og PDC (e. proportion of days
covered). Þá var meðferðarheldni skoðuð og mörkuð við 80% þar sem
≥80% táknaði góða meðferðarheldni.
niðurstöður: Af 499 sjúklingum voru 53% á infliximab, 34% á etanercept
og um 13% á adalimumab. Meiri líkur eru á að ná góðri meðferðarheldni
með infliximab heldur en etanercept og adalimumab (p<0,0001).
Sjúklingar á infliximab sýna 99% meðferðarheldni þegar reiknað er með
MPR og 95% meðferðarheldni þegar reiknað er með PDC. Þeir sem eru
á etanercept sýna 90% og 82%, og á adalimumab 94% og 86%. Yfir 80%
sjúklinga í rannsókninni náðu góðri meðferðarheldni.
ályktanir: Meðferðarheldni sjúklinga með iktsýki og sóragigt á meðferð
með TNFα hemlum á Íslandi er góð. Sjúklingar á infliximab sýndu betri
meðferðarheldni en sjúklingar á etanercept eða adalimumab. Háttur
lyfjagjafar gegnir mögulega lykilhlutverki í meðferðarheldni sjúklinga
með gigtarsjúkdóma.
v39 Ástæður stöðvunar á meðferð TNFa-hemla við iktsýki og
sóragigt
Þórunn Óskarsdóttir, Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir1,3, Þorvarður Jón Löve1, 2, Pétur
Sigurður Gunnarsson1,3, Björn Guðbjörnsson 1, 2
1Landspítala, 2 læknadeild, 3lyfjafræðideild Háskóla Íslands
inngangur: Õryggi og virkni TNFα (e. Tumor necrosis factor alpha) hemla
skiptir miklu máli. Upplýsingar um ástæður stöðvunar á meðferð eru
því mikilvægar. Markmið rannsóknarinnar var að skoða ástæður stöðv-
unar á meðferð hjá sjúklingum með iktsýki og sóragigt á TNFα (e. Tumor
necrosis factor alpha) hemlunum; adalimumab, etanercept og infliximab.
efniviður og aðferðir: Rannsóknin var byggð á gögnum úr gagnagrunn-
inum ICEBIO, lyfjaafgreiðslu- og lyfjaskráningarkerfi Landspítalans og
viðtölum við sjúklinga. Stöðvunum á meðferð var skipt í tvo flokka, til-
felli þar sem meðferð var algjörlega stöðvuð eða skipt var um meðferð
annars vegar og tímabundna stöðvun eða hlé hins vegar (≥112 dagar).
niðurstöður: Af 513 sjúklingum stöðvuðu 283 meðferð, 229 stöðvuðu
meðferð alfarið eða skiptu um TNFα hemil (304 tilfelli) og 54 stöðvuðu
meðferð tímabundið (74 tilfelli). Algengustu ástæður stöðvunar eða
skipta var ónóg virkni (36,2%) og aukaverkanir (32,6%). Síðari ástæðan
var einnig algengasta ástæðan fyrir tímabundinni stöðvun (28,4%), en
þar af voru sýkingar algengastar (76,2%). Infliximab var algengasta
lyfið þegar um stöðvun/skipti var að ræða (45,7%) en etanercept var
algengast í tímabundinni stöðvun (64,9%).
ályktanir: Ónóg virkni og aukaverkanir eru algengustu ástæður stöðv-
unar á meðferð TNFα hemla hjá sjúklingum með iktsýki og sóragigt.
Infliximab er algengast lyfið þegar um stöðvun meðferðar er að ræða.
Aftur á móti eru aukaverkanir, þá helst sýkingar, algengasta ástæða
tímabundinnar stöðvunar og er etanercept þar algengasta lyfið.
v40 Forspárgildi IgA-gigtarþáttar um árangur meðferðar með
TNF-alfa hemlum á sjúklinga með iktsýki
Sæmundur Rögnvaldsson1, Una Bjarnadóttir2, Björn Guðbjörnsson1,2, Björn Rúnar
Lúðvíksson1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítala
inngangur: Meðferð við iktsýki hefur mikið batnað á undanförnum
árum með tilkomu TNF-alfa hemla. Enn er árangur þó ennþá lakur í um
30% sjúklinga. Með því að finna leiðir til að spá fyrir um árangur af með-
ferð með TNF-alfa hemlum mætti koma í veg fyrir óþarfa aukaverkanir
og fjárútleggingar sem fylgja árangurslausri meðferð með hinum dýru
TNF-alfa hemlum. Vitað er að T stýrifrumur gegna hlutverki í með-
ferðarsvörun við TNF-alfa hemlum og einnig er þekkt að virkni T stýri-
fruma tengist myndun IgA mótefna. Þess vegna er áhugavert að kanna
hvort að gigtarþáttur, mótefni í blóði sumra sjúklinga með iktsýki, af IgA
gerð gæti bennt til öðruvísi meðferðarsvörunar við TNF-alfa hemlum.
efni og aðferðir: Til að kanna áhrif IgA gigtarþáttar á árangur með-
ferðar voru gögnum úr gagnagrunni um notkun og árangur líftækni-
lyfja á Íslandi (ICEBIO), keyrð saman við gigtarpróf sem gerð hafa verið
á Landspítala. Árangur meðferðar var metinn út frá ACR og DAS28
kvörðum.
niðurstöður: Enginn marktækur munur fannst á hlutfallslegum bata
á ACR kvarða (p=0.28) eða DAS28 (t=0.26) kvarða milli eftir því hvort
sjúklingar væru með IgA gigtarþátt í blóði og leiðrétt hafði verið fyrir
aldri, kyni, CRP gildi og anti-CCP mótefnum.
umræða: Samkvæmt þessari rannsókn hefur IgA gigtarþáttur ekkert
forspárgildi um árangur meðferðar á iktsýki með TNF-alfa hemlum.
Það er þó ýmislegt sem bendir til að IgA gigtarþáttur geti sagt til um eðli
sjúkdómsins í þeim sjúklingum þar sem hann finnst.
x x I þ I n g l y f l æ k n a
f y l g I R I T 8 1