Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Qupperneq 23

Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Qupperneq 23
LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100 25 v41 Flogalyf og miðlægur skjaldvakabrestur Margrét Jóna Einarsdóttir, Elías Ólafsson, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir Landspítala inngangur: Rannsóknir benda til að flogalyf geti valdið skjaldvaka- bresti en þýðing þess er óljós. Markmið rannsóknarinnar var að skoða skjaldkirtilshormón sjúklinga á flogalyfjum og kanna tengsl þeirra við skjaldvakabrest. efniviður og aðferðir: Fullorðnir flogaveikir sjúklingar í eftirliti á Göngudeild taugadeildar LSH á tímabilinu 01.01.1998-31.12.2011 mynduðu rannsóknarhópinn. Lyf sjúklinganna og niðurstöður úr blóðmælingum á fríu týroxíni (fT4) og týrótrópíni (TSH) var skráð. Ef niðurstöður fT4 og TSH lágu ekki fyrir voru sjúklingar boðaðir í blóð- prufur. Miðlægur skjaldvakabrestur (MSB) var skilgreindur sem fT4 gildi neðan við lægri viðmiðunarmörk og TSH innan viðmiðunarmarka. Mann-Whitney próf og tvíundargreining (logistic regression) voru notuð við tölfræðiútreikninga niðurstöður: Rannsóknarhópurinn var 165 einstaklingar (92 konur). Meðalaldur var 45,6 (±15,5) ár. Meðaltalsgildi TSH var 2,2 mIU/L, (bil <0,01-7,98). Meðaltalsgildi fT4 í rannsóknarhóp var 14,2 pmol/L, (bil 8,1-24,4) sem reyndist lægra en meðaltal 13248 mælinga á rannsóknar- stofu LSH á eins árs tímabili (16,9 pmol/L, p<0,001). Sá munur (fT4) var einnig marktækur fyrir karla (p<0,001) og konur (p<0,001). Alls voru 35 einstaklingar (21%) með MSB. Með tvíundargreiningu reyndust mest tengsl vera milli MSB og notkunar á annað hvort carbamazepín (CBZ) eða oxcarbazepín (OCBZ) meðal kvenna; áhættuhlutfall (odds ratio) 15,0 (95% CI 4,6 - 49,5). ályktanir: FT4 gildi var lægra hjá þeim sem tóku flogalyf samanborið við alla sem fóru í mælingu á fT4 á rannsóknarstofu LSH á eins árs tímabili. MSB sést oftar meðal kvenna sem taka CBZ eða OCBZ. v42 Takmarkaður árangur af valrafvendingum sem meðferð við gáttatifi Maríanna Garðarsdóttir1, Valdís Anna Garðarsdóttir2, Davíð O. Arnar2 1Rannsóknarsviði, 2lyflækningasvið Landspítala inngangur: Gáttatif er algengasta hjartsláttartruflunin. Meðferð gáttatifs getur verið erfið en rafvending er mjög algengt meðferðarúrræði. Rafvendingar eru gerðar ýmist brátt eða sjúklingar eru innkall- aðir að lokinni nokkurra vikna blóðþynningarmeðferð (valrafvending). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur valrafvendinga hjá sjúklingum á Landspítala. efniviður og aðferðir: Einstaklingarnir sem tóku þátt voru hluti af rann- sókn á blóðflæði til heila fyrir og eftir valrafvendingu á Landspítala. Skoðaður var árangur af rafvendingunni og hversu margir héldust í sinus takti í a.m.k. 10 vikur eftir rafvendingu. niðurstöður: Alls hafa 45 einstaklingar verið teknir inn í rannsóknina, þar af 36 karlar, meðalaldur 64 ár. Einungis 19 höfðu áður farið í rafvend- ingu og þar af leiðandi var meirihluti sjuklinga að fara í fyrsta sinn. Alls fóru 39 sjúklingar í sinus takt við rafvendinu (87%) en einungis 12 (27%) voru í sinus takti 10 vikum síðar. Allir sjúklingarnir voru á blóðþynn- ingarlyfjum, 15 á warfaríni (33%) en 30 á nýjum blóðþynningarlyfjum (66%), þar af 22 á dabígatran og átta á rívaroxaban. Enginn sjúklingur fékk segarek í tengslum við rafvendinguna. Samantekt: Þýðið í rannsókninni var lítið en takmarkaður árangur af valrafvendingum á Landspítala kom á óvart. Einungis 27% alls hópsins var í sínus réttum takti 10 vikum eftir rafvendingu. Ef til vill þarf að vanda betur valið á sjúklingum sem fara í rafvendingu og í völdum tilvikum huga að því hvort hraðastillandi meðferð sé hugsanlega raunhæfari kostur. Nýju blóðþynningarlyfin eru talsvert notuð fyrir val- rafvendingar, en meirihluti sjúklinga var á dabígatran eða rívaroxaban. v43 Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá yngri sjúklingum Linda Ó. Árnadóttir1, Tómas A. Axelsson1, Daði Helgason1, Hera Jóhannesdóttir1, Jónas A. Aðalsteinsson1, Arnar Geirsson2, Axel F. Sigurðsson3, Tómas Guðbjartsson1,2 1Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3hjartadeild Landspítala inngangur: Flestir sem gangast undir kransæðahjáveituaðgerð eru nálægt sjötugu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá yngri sjúklingum (≤50 ára), meðal annars snemmkomna fylgikvilla, dánartíðni innan 30 daga og langtímalifun. aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 1626 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2001-2012. Bornir voru saman 100 sjúklingar 50 ára og yngri við 1526 sjúklinga yfir fimmtugu. niðurstöður: Hlutfall karla og áhættuþættir kransæðasjúkdóms voru sambærilegir í báðum hópum, einnig útbreiðsla kransæðasjúkdóms og hlutfall sjúklinga með vinstri höfuðstofnsþrengsli. Útstreymisbrot vinstri slegils yngri sjúklinga fyrir aðgerð var marktækt lægra en þeirra eldri (52% sbr. 55%, p=0,004), fleiri þeirra höfðu nýlegt hjartadrep fyrir aðgerð (41% sbr. 27%, p=0,003) og aðgerð var oftar gerð með flýtingu (58% sbr. 45%, p=0,016). Tíðni minniháttar fylgikvilla var lægri hjá yngri sjúklingum (30% sbr. 50%, p<0,001), sérstaklega nýtilkomið gáttatif (14% sbr. 35%, p<0,001), en blæðing eftir aðgerð var einnig minni (853 ml sbr. 999 ml, p=0,015) og þeir fengu færri einingar af rauðkornaþykkni (1,3 sbr. 2,8 ein, p<0,001). Hins vegar reyndist ekki marktækur munur á alvarlegum fylgikvillum (6% sbr. 11%, p=0,13) eða dánartíðni innan 30 daga (1% sbr. 3%, p=0,5). Legutími yngri sjúklinga var rúmlega tveimur dögum styttri að meðaltali en þeirra eldri (p<0,001). Sjúkdómasértæk lifun var sambærileg fyrir báða aldurshópana en þó sást tilhneiging í átt að betri lifun fyrir yngri sjúklinga (96% sbr. 90% fimm ára lifun, p=0,06). ályktun: Minniháttar fylgikvillar eru sjaldgæfari hjá yngri sjúklingum en þeim eldri, legutími þeirra er styttri og blóðgjafir fátíðari. Einnig virð- ast veikindi þeirra bera bráðar að. Sjúkdómasértæk lifun yngri sjúklinga virðist ívið betri en eldri sjúklinga. v44 Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá sjúklingum með sykursýki Jónas A. Aðalsteinsson1, Tómas A. Axelsson1, Daði Helgason1, Linda Ó. Árnadóttir1, Hera Jóhannesdóttir1, Arnar Geirsson3, Karl Andersen1,2, Tómas Guðbjartsson1,3 1Læknadeild HÍ, 2hjartadeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala inngangur: Sykursýki er einn af helstu áhættuþáttum kransæða- sjúkdóms. Sykursjúkir einstaklingar þróa gjarnan þriggja æða kransæðasjúkdóm sem er í flestum tilvikum meðhöndlaður með kransæðahjáveituaðgerð. Í þessari rannsókn voru könnuð áhrif sykursýki á snemmkomna fylgikvilla kransæðahjáveituaðgerða. efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á árunum 2001- 2012. Af 1626 sjúklingum voru 261 greindir með sykursýki (16%) og voru þeir bornir saman við 1365 sjúklinga án sykursýki. Forspárþættir fylgikvilla og dauða innan 30 daga voru metnir með aðhvarfsgreiningu. niðurstöður: Aldur, kyn, útbreiðsla kransæðasjúkdóms og EuroSCORE voru sambærileg í báðum hópum, einnig hlutfall hjáveituaðgerða á sláandi hjarta (21%). Sjúklingar með sykursýki höfðu hærri líkams- þyngdarstuðul (30 á móti 28 kg/m2, p<0,01) og voru oftar með há- x x I þ I n g l y f l æ k n a f y l g I R I T 8 1

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.