Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Blaðsíða 25
LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100 27 tímabilinu. Karlmenn voru 71%, meðalaldur var 67 ár og meðal Euro- SCORE-II var 6,9%. Allir sjúklingarnir höfðu brátt kransæðarheilkenni við komu; 42% STEMI, 39% NSTEMI og 19% óstöðuga hjartaöng. Tæplega helmingur sjúklinga fór beint á skurðstofu eftir kransæða- þræðingu og fengu 15% fengu þeirra ósæðardælu (IABP) fyrir aðgerð og önnur 9% eftir aðgerð. Meðal hjarta- og lungnavélartími var 87 mín. Tæplega helmingur sjúklinga þurfti samdráttarhvetjandi hjartalyf >12 klst eftir aðgerð og 8 sjúklingar (3%) ECMO-dælu. Heilablóðfall greindist hjá 4% sjúklinga eftir aðgerð og tíðni enduraðgerða vegna var blæðingar 16%. Dánarhlutfall í sjúkrahússlegu var 16%; 15% eftir neyðaraðgerð en 85% eftir björgunaraðgerð. Fimm ára lifun eftir aðgerð var 73%. ályktun: Dánarhlutfall eftir björgunaraðgerðir er hátt (85%) en mun lægra fyrir neyðaraðgerðir (15%). Enduraðgerðir vegna blæðinga voru algengar, enda fengu nánast allir sjúklingarnir kröftuga blóðflöguhemj- andi meðferð fyrir aðgerð. Sjúklingar sem lifa af aðgerðina hafa ágætar langtímahorfur. v48 SSRI- og SNRI geðdeyfðarlyf auka ekki áhættu á blæðingu eftir kransæðahjáveituaðgerðir Simon Morelli1, Steinþór Marteinsson2, Hera Jóhannesdóttir2, Helga R. Garðarsdóttir2, Tómas Andri Axelsson2, Engilbert Sigurðsson2,3, Tómas Guðbjartsson2,4 1Skurðlækningasvið Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3geðdeild, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala inngangur: Fjöldi rannsókna hefur sýnt að geðdeyfðarlyfin SSRI (Selective Serotonin Reuptake Inhibitors) og SNRI (Serotonin Noradreanlin Reuptake Inhibitor) geta aukið blæðingu eftir skurðað- gerðir. Áhrif þessara lyfja eru þó minna rannsökuð eftir opnar hjartaað- gerðir. Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar var að kanna áhrif SSRI/SNRI-lyfja á blæðingu eftir kransæðahjáveituaðgerð. aðferðir: 808 sjúklingar sem gengust undir kransæðaðahjáveitu ein- göngu á Landspítala á tímbilinu 2007-2012. Af þeim tóku 40 SSRI/SNRI lyf (5%) fyrir aðgerð og voru þeir bornir saman við viðmiðunarhóp (V- hóp). Endur-hjáveituaðgerðum og bráðasjúklingum var sleppt, einnig tilfellum þar sem blæðing var >5L. Skráð var magn blóðhlutagjafa, blæð- ing í brjóstholskera á fyrstu 24 klst. eftir aðgerð og enduraðgerðir vegna blæðingar. Einnig voru skráðir alvarlegir og minniháttar fylgikvillar, 30 daga dánartíðni og reiknuð langtíma heildarlifun. Miðgildi eftirfylgdar var 3 ár. niðurstöður: Hóparnir voru sambærilegir hvað varðar aldur, kynjadreifingu, áhættuþætti kransæðasjúkdóms, og EuroSCORE II. Aðgerðartengdir þættir eins og tímalengd aðgerðar voru einnig sambærilegir (p=0,26). Ekki reyndi marktækur munur á blæðingu eftir aðgerð, eða 760 ml í SSRI/SNRI-hópi og 946 ml í V-hópi (p=0,07). Fjöldi rauðkornagjafa var einnig sambærilegur (p=0,47) líkt og tíðni snemm- kominna- og alvarlegra fylgikvilla. Dánartíðni innan 30 daga var einnig sambærileg í hópunum, eða 3% borið saman við 2% í V-hópi (p=1,0). ályktun: Ekki sást aukin blæðing eftir aðgerð hjá sjúklingum á SSRI/ SNRI-geðdeyfðarlyfjum og tíðni fylgikvilla og 30 daga dánartíðni var heldur ekki aukin. Því virðist ekki ástæða til þess hætta notkun þessar lyfja fyrir hjartaaðgerð. v49 Triclosan-húðaðir saumar til að fyrirbyggja bringubeinssýkingar eftir opnar hjartaskurðaðgerðir – framskyggn tvíblind rannsókn Tómas Guðbjartsson1,5, Steinn Steingrímsson1,2, Linda Thimour-Bergström1, Henrik Scherstén2, Örjan Friberg3, Anders Jeppsson1,4 Hjarta- og lungnaskurðdeildum 1Landspítala, 2Sahlgrenska háskólasjúkrahússins í Gautaborg og 3Örebro, 4Sahlgrenska Akademían, Gautaborgarháskóla, Svíþjóð, 5læknadeild Háskóla Íslands inngangur: Skurðsýkingar eru algengur fylgikvilli opinna hjarta- skurðaðgerða. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að saumar sem húðaðir eru með triclosan, sem er bakteríudrepandi efni, geti fækkað skurðsýk- ingum, t.d. eftir kviðarholsaðgerðir og bláæðatöku á ganglimum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða tíðni bringubeinsskurðssýk- inga eftir opnar hjartaaðgerðir með triclosan-húðuðuðum saumum. efniviður og aðferðir: Framskyggn tvíblind slembirannsókn sem framkvæmd var á Sahlgrenska hjáskólasjúkrahúsinu frá 2009 til 2012. Alls voru teknir með í rannsóknina 352 sjúklingar sem gengust undir kransæðahjáveitu með eða án lokuaðgerðar. Skurðsári var lokað með annars vegar triclosan-saumi (Vicryl Plus®) eða hefðbundnum sjálfeyðandi sárasaumi (Vicryl®) og hóparnir bornir saman. Eftir aðgerð voru sárin skoðuð reglulega á legudeild og síðan 30 og 60 dögum frá útskrift. Sýking var skilgreind skv. CDC-skilmerkjum. niðurstöður: Hóparnir voru sambærilegir hvað varðar aldur, hlut- fall karla og tíðni áhættuþátta kransæðasjúkdóms eins og sykursýki og reykinga. Sýking í bringubeinsskurði greindist hjá 43 sjúklingum; 23 í triclosan-hópi borið saman við 20 í viðmiðunarhópi (12,8% sbr. 11,2%, p=0,63). Í flestum tilfellum (36/43) var um yfirborðs- sýkingu að ræða en 7 sjúklingar (2.0%) höfðu djúpa miðmætissýkingu. Bakteríur ræktuðus hjá 33 af 43 sjúklingum, oftast Staphylococcus aureus (35%) og kóagulasa neikvæðir staphylokokkar (28%). ályktun: Triclosan-húðaðir saumar lækka ekki tíðni skurðsýkinga í bringubeinsskurði eftir opnar hjartaskurðaðgerðir. v50 Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá konum á Íslandi Helga Rún Garðarsdóttir1, Linda Ósk Árnadóttir1, Jónas A. Aðalsteinsson1, Hera Jóhannesdóttir1, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir3, Tómas Guðbjartsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3hjartadeild Landspítala inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur krans- æðahjáveitu-aðgerða hjá konum með áherslu á fylgikvilla, dánarhlutfall innan 30 daga og langtíma lifun. efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi árin 2001-2012. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og Dánarmeinaskrá Landlæknisembættis. Fylgikvillar voru skráðir og heildarlifun reiknuð með aðferð Kaplan-Meier. Fjölþáttagreining var notuð til að meta for- spárþætti dauða innan 30 daga og lifunar. Meðaleftirfylgd var 5,7 ár. niðurstöður: Af 1622 sjúklingum voru konur 291 (18%). Meðalaldur þeirra var hærri en karla (69 ár sbr. 65 ár, p<0,001), þær höfðu oftar sögu um háþrýsting (72% sbr. 62%, p <0,001) og EuroSCORE þeirra var hærra (6,1 sbr. 4,4, p <0,001). Hlutfall annarra áhættuþátta eins og sykursýki og dreifing kransæðasjúkdóms var sæmbærileg. Alls létust 12 konur (4%) og 30 karlar (2%) innan 30 daga en munurinn var ekki marktækur (p=0,1). Heildartíðni skammtíma (53% sbr. 43%, p=0,07) og langtíma fylgikvilla (27% sbr. 32%) var sambærileg (p>0,1). Fimm árum frá aðgerð var lifun kvenna 87% borið saman við 90% hjá körlum (p=0,09). Sterkustu forspárþættir dauða innan 30 daga voru hár aldur, skert nýrnastarfsemi og bráðaaðgerð. Kvenkyn reyndist hins vegar hvorki x x I þ I n g l y f l æ k n a f y l g I R I T 8 1

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.