Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Page 27
LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100 29
v55 Fiix-prothrombin tími leiðir til aukins stöðugleika warfarín
blóðþynningar og fækkunar blóðsega með lágri blæðingartíðni
Páll T. Önundarson1,2, Charles W. Francis3, Ólafur Skúli Indriðason1, Davíð O. Arnar1,
Einar S. Björnsson1,2, Magnús K. Magnússon1,2, Sigurður J. Júlíusson1, Hulda M.
Jensdóttir1, Sigrún Helga Lund2, Brynja R. Guðmundsdóttir1
1Landspítala, 2Háskóla Íslands, 3 University of Rochester Medical Center, Rochester, NY
inngangur: Við meðferð með warfaríni er storkuþáttur (F) VII óstöð-
ugur vegna stutts helmingunartíma. Hann hefur þó alveg sömu áhrif
á prothrombin tíma (PT, INR) eins og FII og FX sem eru stöðugir vegna
langs helmingunartíma. Rannsóknir benda hins vegar til þess, að það
séu einkum FII og FX, sem skýri blóðþynnandi áhrif warfaríns. Því er
hugsanlegt að sveiflur í PT-INR við warfaríngjöf stafi að hluta til af
breytileika á FVII, sem hafi ekkert með hina eiginlegu blóðþynningu að
gera en rugli mat á blóðþynningunni og skammtaákvarðanir. Í ljósi þess
fundum við upp Fiix-PT, sem er aðeins næmur fyrir áhrifum FII og FX í
mælisýni. Tilgáta okkar var sú, að Fiix-PT myndi leiða til aukins stöðug-
leika warfarín blóðþynningar og jafngildrar eða bættrar klínískrar
útkomu sjúklinga á warfaríni.
efniviður og aðferðir: Í því skyni að prófa tilgátuna gerðum við fram-
skyggna tvíblindaða jafngildis samanburðarrannsókn þar sem sjúk-
lingum á warfaríni á vegum Segavarna Landspítala var boðin þátttaka.
Þátttakendum var með tilviljanaúrtaki skipt í tvo hópa þar sem rann-
sóknarhópi var stýrt með Fiix-PT (Fiix-INR) og samanburðarhópi með
PT (PT-INR). Skammtendur og metendur klíniskra niðurstaðna fengu
uppgefin INR gildi en ekki upprunapróf.
niðurstöður: Þátttakendur í rannsókninni voru 1148 og stóð rannsóknin
í tvö ár. Miðgildi rannsóknartíma sjúklinga var 1.7 ár. Stöðugleiki þynn-
ingarinnar var óvenju hár í viðmiðunarhópi en batnaði þó marktækt
þegar skömmtunin byggði á Fiix-PT. Sömuleiðis fækkaði blóðsegum og
segareki um 50% miðað við samanburðarhóp án þess að blæðingartíðin
ykist, en blæðingartíðni var lág miðað við aðrar sambærilegar rann-
sóknir.
ályktun: Fiix-PT bætir stöðugleika og klínísk afdrif sjúklinga á warf-
aríni.
v56 Þynntur prothrombin tími (dPT) og þynntur Fiix-Prothrombin
tími (dFiix-PT) til mælinga á warfaríni, dabigatran, rivaroxaban,
apixaban, heparíni og enoxaparíni
Loic Letertre1 , Páll T. Önundarson1,2, Brynja R. Guðmundsdóttir1
1Landspítala, 2Háskóla Íslands
bakgrunnur: Sjúklingar á fullri blóðþynningu geta þarfnast skjótra
mælinga á blóðþynningu í tengslum við alvarlegar blæðingar, við bráðar
skurðaðgerðir, slys, skerta nýrnastarfsemi og eftir atvikum til að stað-
festa fullnægjandi þynningu og meðferðarheldni. Í dag þarf fjögur mis-
munandi próf til þess að meta áhrif þessara lyfja, þ.e. þynntan thrombin
tíma, anti-Xa mælingu, APTT, og prothrombin tíma (PT) eða Fiix-PT
sem gefur réttari mynd af blóðþynningu með warfaríni því truflandi
áhrif FVII eru ekki mæld. Við stefndum að því að þróa storkupróf, sem
nothæft yrði til bráðra mælinga á öllum helstu blóðþynningarlyfjum 24
tíma sólarhringsins.
aðferðir: Mælingar voru gerðar á cítrat plasma sýnum frá sjúklingum á
warfaríni, dabigatran, rivaroxaban og apixaban calibratorum, og normal
plasma með íbættu heparíni, enoxaparíni og fondaparinux. Prófaðar
voru vaxandi þynningar á thromboplastíni með og án íblöndurnar Fiix-
snauðs plasma í mælisýni í því skyni að leiðrétta fyrir áhrifum storku-
þáttar VII á mælinguna og recalcificerað var með CaCl2.
niðurstöður: Tilraunirnar sýndu að bæði dPT og dFiix-PT voru nothæf
til að meta virkni dabigatrans, rivaroxabans, apixabans, UFH og enoxap-
arins en ekki fondaparinux. Nota mátti eina thromboplastinþynningu,
dPT 1:300 (lokaþéttni) eða dFiix-PT 1:1156 til mælingar dabigatrans,
rivaroxabans, apixabans, heparíns og enoxaparíns. Í sýnum sjúklinga á
warfaríni stemmdi dFiix-PT 1:1156 vel við við INR og betur heldur en
dPT 1:750.
ályktun: Nota má eina þynningu af dFIIx-PT (1:1156) til þess að fá rétta
mælingu á blóðþynningu warfaríns, dabigatrans, rivaroxabans, apixab-
ans, heparín og enoxaparíns. Sé notað dPT þarf að nota tvær þynningar.
v57 K-vítamínháðir storkuþættir eru stöðugri í blóði sjúklinga á
warfaríni sem stýrt er með Fiix-INR heldur en hjá þeim sem stýrt er
með INR. Fiix-rannsókn
Pétur Ingi Jónsson 1, Páll T. Önundarson1,2, Brynja R. Guðmundsdóttir1
1Landspítala, 2Háskóla Íslands
Við warfarínmeðferð er storkuþáttur (F)VII óstöðugur vegna stutts
helmingunartíma. FVII hefur þó sömu áhrif á prothrombin tíma
(PT) eins og FII og FX, sem eru stöðugir vegna langs helmingunar-
tíma. Rannsóknir benda til þess, að lækkun á FII og FX skýri einkum
blóðþynnandi áhrif warfaríns. Því er hugsanlegt að óstöðugt PT-INR
við warfaríngjöf vegna breytileika á FVII hafi ekkert með hina eiginlegu
blóðþynningu að gera en rugli mat á blóðþynningunni og skammta-
ákvarðanir. Við þróuðum því Fiix-PT, sem er aðeins næmur fyrir áhrif-
um FII og FX í mælisýni. Í Fiix rannsókninni var tilraunahópi skammtað
skv. Fiix-INR en viðmiðunarhópi skv. PT-INR og leiddi Fiix-INR til bætts
stöðugleika warfaríns og færri blóðsega.
Til þess að greina betur áhrif Fiix-PT á blóðþynninguna bárum við
saman K-vítamín háða (KVH) storkuþætti sjúklinga á stöðugri blóð-
þynningu og fyrstu 30 daga warfarín meðferðar í Fiix hópnum miðað
við INR samanburðarhópinn.
Á stöðugri blóðþynningu mældist prósentuleg virkni KVH
storkuþátta (miðgildi, 95% bil) sem hér segir í rannsóknarhóp vs við-
miðunarhóp: FII 28 (19-40) vs 25 (18-40), FVII 48 (30-88) vs 42 (23-85),
FIX 66 (41-85) vs 61 (36-79), og FX 15 (11-17) vs 15 (10-22). Við upphafs-
meðferð lækkaði FVII meira í Fiix-hópnum en í INR viðmiðunarhópi
fyrstu 10 dagana (í 20% vs 30%) en síðan varð þynningin stöðugri í Fiix
hópnum sbr. 46% Fiix-INR milli markgildanna 2-3 en 29% INR gilda
(p=0.06) í samanburðarhópi. Minni sveifla er í storkuþáttamælingum og
skammtastærðir voru minna rokkandi í Fiix-hópnum.
KVH storkuþættir mælast svipaðir en sveiflast minna hjá sjúklingum
sem skammtað er byggt á Fiix-INR.
v58 Lifrarígræðslur á Íslandi
Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen1, Einar Stefán Björnsson1,2, Óttar Bergmann2, Sigurður
Ólafsson2
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2 meltingarlækningaeiningu Landspítala
inngangur: Lifrarígræðsla er mikilvægt meðferðarúrræði fyrir sjúklinga
með lokastigs lifrarbilun. Lifrarígræðslur eru ekki framkvæmdar hér-
lendis og sjúklingar því sendir utan. Markmið þessarar rannsóknar er
að athuga helstu ábendingar og árangur lifrarígræðslu hjá íslenskum
sjúklingum.
efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra
íslenskra sjúklinga sem höfðu gengist undir lifrarígræðslu frá upphafi
x x I þ I n g l y f l æ k n a
f y l g I R I T 8 1