Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Blaðsíða 28

Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Blaðsíða 28
30 LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100 lifrarígræðslna árið 1984 til 31.desember 2012. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskýrslum. Rannsóknartímabilinu var skipt í 3 undirtímabil til að meta breytingar á tíðni lifrarígræðslna og horfum. niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu voru framkvæmdar 45 lifrar- ígræðslur, þar af 5 endurígræðslur. Alls gengust 40 sjúklingar undir lifrarígræðslu, 16 karlar og 18 konur, meðalaldur 40 ár, og 6 börn, meðal- aldur 4 ár. Marktæk aukning var á fjölda ígræðslna á hverja milljón íbúa milli tímabila (2,40 frá 1984-1996; 5,18 frá 1997-2006 og 8,90 frá 2007-2013; p<0,01). Helstu ábendingar fyrir ígræðslu voru skorpulifur með fylgikvillum hjá 26 sjúklingum (65%), skorpulifur og lifrarfrumu- krabbamein hjá 3 (8%), bráð lifrarbilun 6 (15%) og önnur æxli en lifrar- frumukrabbamein 2 (5%). Algengustu undirliggjandi sjúkdómar voru frumkomin gallskorpulifur (PBC) í 8 tilfellum (20%), bráð lifrarbilun í 6 (15%), sjálfsofnæmislifrarbólga í 4 (10%), áfengistengd skorpulifur í 3 (7,5%) og frumkomin trefjunargallgangabólga (PSC) í 3 tilfellum (7,5%). Meðalbiðtími var 5,9 mánuðir (miðgildi 3,2). Lifun var 84% eftir 1 ár og 63% eftir 5 ár. Marktæk aukning varð á lifun á tímabilinu. ályktanir: Aukning hefur orðið á fjölda lifrarígræðslna á undanförnum árum. Lifun sjúklinga hefur batnað umtalsvert og er sambærileg við það sem þekkist í löndum þar sem lifrarígræðslur eru framkvæmdar. v59 Árangur meðferðar við lifrarbólgu C á Íslandi Benedikt Friðriksson, Sigurður Ólafsson, Óttar Már Bergmann Lyflækningasvið Landspítala inngangur: Lifrarbólga C er umtalsvert vandamál á heimsvísu og ein aðal orsök langvinns lifrarsjúkdóms og skorpulifrar. Lyfjameðferð bein- ist að því að uppræta veiruna og sjúklingar teljast almennt læknaðir sé RNA veirunnar ekki mælanlegt í sermi 24 vikum eftir að meðferð lýkur. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna árangur lyfjameðferðar við lifrarbólgu C á Íslandi. efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og náði til allra sjúk- linga með lifrarbólgu C sem voru meðhöndlaðir með peginterferóni og ríbavíríni á tímabilinu 2002 til 2012 og höfðu ekki fengið meðferð áður. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám og frá apóteki Landspítala. niðurstöður: Sjúklingar voru alls 207, 136 karlar (66%) og 71 kona (34%). Meðalaldur við upphaf meðferðar var 38 ár (bil 17-66). Arfgerð 1 veirunnar höfðu 71 (34%) sjúklingar, 135 (65%) höfðu arfgerð 3 og einn arfgerð 2. Hjá 147 sjúklingum (71%) sem hófu meðferð náðist að upp- ræta veiruna. Sjúklingar með arfgerð 3 veirunnar læknuðust í 77,8% til- vika og sjúklingar með arfgerð 1 í 57,7% tilvika. Sjúklingar eldri en 45 ára læknuðust í 53% tilvika en yngri sjúklingar læknuðust í 78% tilvika. Níu sjúklingar (4%) voru með skorpulifur og þriðjungur þeirra losnaði við af veiruna. Alls lauk 161 sjúklingur meðferð samkvæmt áætlun, af þeim hlaust lækning hjá 87,5% sjúklinga með arfgerð 3 og 77,1% sjúklinga með arfgerð 1. ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna nokkuð betri árangur meðferðar á Íslandi miðað við sambærilegar rannsóknir í nágranna- löndum. Góður árangur gæti að hluta skýrst af lágum aldri sjúklinga, hlutfallslega fáum með skorpulifur og þéttu utanumhaldi við greiningu og meðferð sjúkdómsins. v60 Sýklalyfjanæmi Helicobacter pylori á Íslandi Karen Dröfn Jónsdóttir1, Hallgrímur Guðjónsson2, Hjördís Harðardóttir3, Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir1,4, Einar Stefán Björnsson2 1Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, 2meltingasjúkdómadeild, 3sýklafræðideild, 4Sjúkrahúsapóteki Landspítala inngangur: Talið er að um helmingur mannkyns sé sýktur af Helicobacter pylori. Sýking er tengd við magabólgur, maga- og skeifugarnarsár og illkynja æxli í maga. Alþjóðlegar leiðbeiningar mæla með svokallaðri staðlaðri þriggja lyfja meðferð með sýrudæluhemli, clarithromycin og amoxicillin eða metronidazole á svæðum þar sem ónæmi clarithromyc- ins mælist minna en 20%. Í íslenskri rannsókn frá 1998 reyndist ónæmi bakteríunnar gegn clarithromycin 7,7%. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna sýklalyfjanæmi H.pylori á Íslandi ásamt áhrifum fyrri upp- rætingarmeðferða á lyfjanæmið. efniviður og aðferðir: Rannsóknin fór fram á Landspítala og Læknasetrinu ehf. á tímabilinu október 2012 til september 2013. Vefjasýni voru tekin frá maga þátttakenda og tilvist H. pylori könnuð með hraðvirkandi úreasa prófi. Jákvæðum sýnum var síðan komið á sýklafræðideild Landspítala til ræktunar og næmisprófa. Næmispróf voru framkvæmd með E-test aðferð fyrir ampicillin, clarithromycin, levofloxacin, metronidazole og tetracycline. niðurstöður: Af 615 þátttakendum reyndust 138 (22%) jákvæðir fyrir H. pylori. Tókst að rækta upp og framkvæma næmispróf á 105 stofnum. Lyfjaónæmi reyndist vera 0% fyrir ampicillin og tetracycyline, 10% fyrir claritromycin, 4% fyrir levofloxacin og 1% fyrir metronidazole. Séu þeir sem áður höfðu fengið upprætingarmeðferð útilokaðir var lyfjaónæmi 0% fyrir ampicillin og tetracycline, 7% fyrir clarithromycin, 3% fyrir levofloxacin og 1% fyrir metronidazole. Ónæmi gegn clarithromycin reyndist 60% hjá þeim sem höfðu fengið upprætingarmeðferð saman- borið við 7% hjá þeim sem ekki höfðu fengið slíka meðferð (p=0,0001). ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að hin staðlaða þriggja lyfja meðferð hæfi áfram á Íslandi, a.m.k. hjá þeim sem ekki hafa fengið upprætingarmeðferð áður. v61 Bráður nýrnaskaði eftir hjartaaðgerð - áhættuþættir og langtímaeftirfylgd Sólveig Helgadóttir1, Runólfur Pálsson1, Gísli H. Sigurðsson1, Martin I. Sigurðsson2, Arnar Geirsson1, Tómas Guðbjartsson1 1Landspítala, 2Brigham and Women´s Hospital, Boston inngangur: Bráður nýrnaskaði (BNS) er alvarelgur fylgikvilli hjartaað- gerða en skort hefur á rannsóknir á langtíma útkomu þessa sjúklingahóps. efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 1512 sjúklingum sem gengust undir hjartaaðgerð á LSH á árunum 2001-2011. BNS var skilgreint með hinum alþjóðlega viðurkenndu RIFLE skilmerkjum. Gögnum var safnað úr sjúkra-, svæfinga-, aðgerðar- og dánarmeinaskrá og úr skilunar- grunni LSH. Ein- og fjölbreytugreining var notuð við úrvinnslu gagna og Kaplan-Meier aðferð við mat á lifun. niðurstöður: 201 (13,3%) sjúklinga greindust með BNS, þar af voru 59 með skerta nýrnastarfsemi fyrir aðgerð (≤60 mL/mín/1,73 m2). 148 sjúklingar féllu í RISK flokk, 40 í INJURY flokk og 13 í FAILURE flokk. Sjúklingar sem fengu BNS reyndust marktækt eldri, líklegri til að vera með háþrýsting (HTN), sykursýki og sögu um hjartabilun, höfðu hærri NYHA, CCS og EuroSCORE, lægra útstreymisbrot og voru lengur á hjarta- og lungnavél. Í fjölbreytugreiningu reyndust hærra EuroSCORE, HTN og bráð aðgerð vera sjálfstæðir áhættuþættir fyrir þróun BNS. BNS hópurinn dvaldist marktækt lengur á spítala og á gjörgæslu, voru x x I þ I n g l y f l æ k n a f y l g I R I T 8 1

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.