Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Síða 29

Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Síða 29
LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100 31 líklegri til að fá fylgikvilla eftir aðgerð og 12 sinnum líklegri til að þurfa skilunarmeðferð eftir aðgerð. Á eftirfylgdartímanum voru BNS sjúklingar einnig marktækt líklegri til að verða háðir langtímaskilun. Lifun var marktækt minni hjá BNS hópnum og var í öfugu sambandi við alvarleika nýrnaskaða (77% í hóp án BNS, 54% í RISK hóp, 35% í INJURY hóp og 22% í FAILURE hóp). ályktanir: BNS er alvarlegur fylgikvilli hjartaaðgerða á Íslandi og mark- tækur áhættuþáttur fyrir lakari útkomu eftir aðgerð. v62 Áhrif æðakölkunar og blóðfitu á langvinnan nýrnasjúkdóm Berglind María Jóhannsdóttir1,2, Ólafur Skúli Indriðason1, Gunnar Sigurðsson1,2,3, Runólfur Pálsson1,2, Margrét Birna Andrésdóttir1, Lesley Inker4, Vilmundur Guðnason2,3, Thor Aspelund2,3, Hrefna Guðmundsdóttir1,2,5 1Landspítala, 2Háskóla Íslands, 3Hjartavernd, 4Tufts Medical Center, Boston, 5Lyfjastofnun inngangur: Í langvinnum nýrnasjúkdómi eru æðakölkun og blóðfitu- röskun vel þekktir fylgisjúkdómar en einnig eru vísbendingar um að blóðfituröskun auki hættu á framrás nýrnasjúkdómsins. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort það tengdist slagæðakölkun. efniviður og aðferðir: Gerð var þversniðsrannsókn á 5212 þátt- takendum úr fyrsta áfanga Õldrunarrannsóknar Hjartaverndar. Gaukulsíunarhraði var reiknaður (r-GSH) með CKD-EPI jöfnunni út frá stöðluðum kreatínínmælingum í sermi. Æðakalk var skilgreint sem summa æðakalks í ósæðarboga og í fallhluta ósæðar í brjóstholi og var það metið með tölvusneiðmyndatækni. Heildarkólesteról, háþétt lípóprótein (HDL) og þríglýseríðar (ÞG) voru mæld í sermi og HDL-frítt kólesteról (HFK) reiknað. Framkvæmd var línuleg aðhvarfsgreining með r-GSH sem aðalútkomu og æðakalk, ÞG, HDL og HFK sem aðal- skýribreytur; leiðrétt var fyrir aldri, líkamsþyngdarstuðli, sykursýki, háþrýstingi, albúmínmigu og reykingasögu. niðurstöður: Meðalaldur (staðalfrávik) var 76,5 (±5,5) ár, 57% voru konur, 81% var með háþrýsting og 12% sykursýki. Meðaltal r-GSH var 63,4 (±15,2) mL/mín./1,73 m2. Miðgildi æðakalks var 2.101 (spönn, 0-50.360) á Agatston-kvarða. Hærri gildi æðakalks og ÞG höfðu mark- tæk tengsl við lægri gildi r-GSH (p<0,0001 og p<0,05). HFK hafði ekki marktæk tengsl við r-GSH en lágt HDL tengdist lágum r-GSH marktækt í körlum (p<0,05). Tengsl æðakalks við r-GSH voru háð ÞG-gildi þannig að einstaklingar með mikið æðakalk og lágan styrk ÞG höfðu hærri gildi r-GSH, þetta var þó aðeins marktækt hjá konum (p<0,01). ályktanir: Nýrnastarfsemi er verri hjá einstaklingum með útbreidda æðakölkun í ósæð og hátt gildi ÞG. Hugsanlega er lágur styrkur ÞG verndandi hjá konum með miðlæga æðakölkun. Þetta þarf að skoða í framsýnni rannsókn. v63 Áhrif víðavangshlaups á vöðvafrumur og nýrnastarfsemi Björn Magnússon1, Erla Björnsdóttir2, Anna Þóra Árnadóttir3, Ragnheiður Þórarinsdóttir3 1Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 2Háskóla Íslands, 3Heilbrigðisstofnun Austurlands inngangur: Vöðvafrumur skaddast stundum tímabundið eða varanlega eftir mikla áreynslu með leka vöðvaensíma og vöðvapróteina út í blóðrásina sem getur leitt til vöðvaskaða og skertrar nýrnastarfsemi. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta mögulegan vöðva- og nýrna- skaða hjá þátttakendum í þremur erfiðum utanvegahlaupum. efniviður og aðferðir: Mæld voru vöðva-og hjartaensím (CK, ASAT, ALAT, LDH og TNI ultra), electrolytar og kreatínín í sermi hjá 31 hlaup- ara fyrir og strax eftir þrjú erfið utanvegahlaup (14, 28 og 55 km) og svo 1 og 2 sólarhringum síðar. Auk þess var mælt serum myoglobin strax eftir hlaup og þvag skoðað með strimli gagnvart haematuriu og próteinum fyrir og eftir hlaup. niðurstöður: CK hækkaði hjá öllum þátttakendum eftir hlaup í hlutfalli við lengd álags. Fyrir hlaup mældist Ck (u/l) 153 ± 140 en 24 tímum síðar 1239 ± 1059 en gildin lækkuðu svo í kjölfarið. Myoglobin hækkaði hjá öllum eftir hlaup í réttu hlutfalli við lengd álags, meðaltal 905 ± 645 microg/l (viðmið < 76). Hjartaensím (TNI) hækkuðu hjá öllum, mest í lengri hlaupum en nálguðust upphafsgildi sólarhring síðar. Kreatínín hækkaði hjá öllum fyrst eftir hlaup, ótengt lengd álags. Prótein fundust eftir hlaup í þvagi 65% hlaupara en hematuria hjá 55%. ályktanir: Erfið utanvegahlaup valda tímabundnum vöðvaskaða, sem vex eftir lengd álags, með leka vöðvaensíma og myoglobins út í blóðið. Hjartaensým hækka alltaf tímabundið og mest við langvinnt álag. Kreatínín hækkar við álag sem bendir til tímabundinnar skerðingar á starfsemi nýrna. Eftir hlaup er strimilspróf jákvætt fyrir haematuriu og próteinum í þvagi hjá liðlega helmingi hlaupara. v64 Áhrif allópúrinóls og febúxóstats á útskilnað 2,8-dihydroxyadeníns í þvagi sjúklinga með APRT-skort: Samanburðarrannsókn Viðar Eðvarðsson1, Hrafnhildur Runólfsdóttir2, Steinunn Oddsdóttir1, Inger Agústsdóttir1, Finnur Eiríksson3, Margrét Þorsteinsdóttir2, Runólfur Pálsson1 1Landspítala, 2Háskóla Íslands, 3ArcticMAss inngangur: Þekkt er að xantíndehýdrógenasa (XDH)-hemillinn allóp- úrinól dregur úr myndun 2,8-díhydroxyadeníns (DHA) og getur komið í veg fyrir myndun nýrnasteina og framrás langvinns nýrnasjúkdóms hjá sjúklingum með adenínfosfóríbósýltransferasa (APRT)-skort. Markmið þessarar frumrannsóknar (pilot study) var að bera saman áhrif allópúri- nóls og annars XDH-hemils, febúxóstats, á útskilnað DHA í þvagi. efniviður og aðferðir: Átta sjúklingar í APRT Deficiency Registry of the Rare Kidney Stone Consortium, sem hafa verið á lyfjameðferð með allópúrinóli, samþykktu þátttöku í rannsókninni. Eftir að hafa verið án lyfja í 7 daga fengu þátttakendur afhent allópúrinól 400 mg sem þeir voru beðnir um að taka í einum skammti daglega í 14 daga. Eftir annað 7 daga tímabil án lyfja fengu þeir afhent 80 mg af febúxóstati til töku í einum skammti daglega, einnig í 14 daga. Sólarhringsútskilnaður DHA í þvagi var metinn eftir 7 daga án lyfjameðferðar og í lok meðferðar með allópúrinóli og febúxóstati (dagar 7, 21 og 42). Útskilnaður DHA í þvagi var mældur með nýrri aðferð sem byggir á háhraðavökvaskilju og tvöföldum massagreini (UPLC-MS/MS). niðurstöður: Sex sjúklingar hafa lokið þátttöku í rannsókninni. Miðgildi DHA/kreatnínín-hlutfalls var 3207 (1620-5374) ng/mmól án lyfjameð- ferðar, 2105 (813-4014) ng/mmól á meðferð með allópúrinóli og 422 (141-446) ng/mmól á meðferð með febúxóstati. Tölfræðileg marktækni var ekki reiknuð vegna smæðar þýðis. ályktanir: Bæði allópúrinól og febúxóstat virðast minnka verulega út- skilnað DHA í þvagi sjúklinga með APRT-skort. Í þeim skömmtum sem ávísað var, virðist febuúxóstat áhrifaríkara en allópúrinól. Þessar niður- stöður þyrfti að staðfesta í stærri hópi sjúklinga. x x I þ I n g l y f l æ k n a f y l g I R I T 8 1

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.