Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Page 30

Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Page 30
32 LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100 v65 Nýrnaígræðslur hjá sjúklingum með APRT-skort Hrafnhildur Runólfsdóttir1, Runólfur Pálsson2, Inger M. Ágústsdóttir2, Viðar Ö. Eðvarðsson2 1Háskóla Íslands, 2Landspítala inngangur: Adenínfosfóríbósýltransferasa (APRT)-skortur er galli í efnaskiptum púrína sem veldur stóraukinni myndun og útskilnaði 2,8-díhýdroxýadeníns (DHA) í þvagi og leiðir til nýrnasteina og lang- vinns nýrnasjúkdóms. Meðferð með xantíndehydrógenasa (XDH)-hemli (allópúrinól eða febúxóstat) kemur í veg fyrir steinamyndun og nýrna- bilun. Markmið rannsóknarinnar var að meta árangur nýrnaígræðslna meðal sjúklinga með APRT-skort. efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra einstaklinga í APRT Deficiency Registry of the Rare Kidney Stone Consortium sem hafa gengist undir ígræðslu nýra. Nýrnastarfsemi var metin með útreikningi gaukulsíunarhraða (r-GSH) og var notast við MDRD-jöfnu og Schwartz- jöfnu (aldur <18 ára). Niðurstöður eru settar fram sem miðgildi (spönn). niðurstöður: Tólf af 52 sjúklingum (23%) með APRT-skort greindust með lokastigsnýrnabilun og 10 (5 karlar) þeirra gengust undir alls 14 nýrnaígræðslur, þar af einn í tvígang og einn fjórum sinnum. Aldur við fyrstu ígræðslu var 44 (15-67) ár. Sex sjúklingar voru á meðferð með allópúrinóli 300 (150-400) mg daglega er þeir gengust fyrst undir ígræðslu en fjórir voru ekki á lyfjameðferð. Við síðasta eftirlit, 1,7 (0,2-8,8) árum eftir ígræðslu, var starfsemi 7 nýragræðlinga enn full- nægjandi og miðgildi r-GSH 35 (21-65) mL/mín./1,73 m2. Fimm þessara 7 sjúklinga höfðu staðfesta endurkomu DHA-kristallanýrnameins. Fjórir græðlingar töpuðust vegna endurkomu nýrnasjúkdómsins, 1,3 (0,1-3,4) árum eftir ígræðslu, í tilviki sjúklinga sem fengu ekki meðferð með XDH-hemli. Þá létust fjórir sjúklingar með starfandi nýragræðling. ályktanir: Lifun ígræddra nýrna hjá sjúklingum með APRT-skort er mun betri þegar beitt er meðferð með XDH-hemli. Skortur á þekkingu um sjúkdóminn og töf á viðeigandi lyfjameðferð eiga vafalítið stóran þátt í ótímabæru tapi nýragræðlinga. v66 Bráður nýrnaskaði á bráðamóttöku: Tíðni og orsakavaldar Ingibjörg Kristjánsdóttir1, Runólfur Pálsson1,2, Ólafur Skúli Indriðason1 1Lyflækningasvið Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands inngangur: Bráður nýrnaskaði (BNS) er algengt vandamál á sjúkra- húsum og hafa fyrri rannsóknir sýnt að um 1% þeirra er leita á bráða- móttöku sjúkrahúsa eru með BNS. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði BNS á bráðamóttökum Landspítala, orsakir og áhættuþættir. aðferðir: Þetta var afturvirk rannsókn er náði til ársins 2010. Leitað var að öllum einstaklingum 18 ára og eldri er komu á bráðamóttökur Landspítala og voru með hækkun á kreatíníni í sermi (SKr). Niðurstöður SKr-mælinga voru skoðaðar með tilliti til BNS og alvarleika hans. Klínískar upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrárkerfi Landspítala. niðurstöður: Alls leituðu 74.822 sjúklingar, 18 ára og eldri, á bráða- móttökur Landspítala árið 2010, þar af reyndust 2878 (3,8%) vera með hækkað SKr og 1091 sjúklingur (1,5%) með BNS. Miðgildi (spönn) aldurs þeirra var 79 (21-102) ár, 55,5% voru karlmenn og 29,3% með langvinnan nýrnasjúkdóm. Alls voru 650 (59,6%) með BNS á stigi 1, 284 (26.0%) á stigi 2 og 157 (14,4%) á stigi 3. BNS stafaði af fornýrnabilun í 88,8% tilvika, og var oftast um að kenna vökvaskorti (32,4%), sýklasótt (25,5%) og blóðflæðiskerðingu í tengslum við versnun á langvinnum hjarta-,lungna- eða lifrarsjúkdómi (14,6%). Hjá 54,1% sjúklinga reyndust lyf vera mikilvægur orsakaþáttur, þar af lyf sem blokka renín- og angíótensínkerfið hjá 42,3% og bólgueyðandi gigtarlyf hjá 11,7%. ályktanir: Um 1,5 % sjúklinga er leita á bráðamóttöku eru með BNS, oftast á vægu stigi tengdan röskun á blóðrás. Lyf koma oft við sögu og mætti mögulega fyrirbyggja BNS af þeirra völdum með vel ígrunduðum ávísunum, upplýsingagjöf og greiðu aðgengi að þjónustu þegar veikindi steðja að. v67 Tengsl líkamssamsetningar og nýrnastarfsemi í eldri körlum og konum Hrefna Guðmundsdóttir1,2,3, Ólafur Skúli Indriðason2, Margrét Birna Andrésdóttir2, Runólfur Pálsson2,3, Vilmundur Guðnason3,4, Thor Aspelund3,4 1Lyfjastofnun, 2Landspítala, 3Háskóla Íslands, 4Hjartavernd inngangur: Með aldri verða breytingar á líkamssamsetningu og nýrna- starfsemi. Lítið er vitað um áhrif nýrnastarfsemi á líkamssamsetningu hjá öldruðum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða slík tengsl í eldri körlum og konum. efniviður: Þetta var þversniðsrannsókn úr 1. áfanga öldrunarrann- sóknar Hjartaverndar. Af 5764 þátttakendum höfðu 940 undirgengist mælingu á bæði kreatíníni og cystatíni C til útreikninga á gaukulsí- unarhraða (r-GSH) skv. CKD-EPI jöfnunni. Staðlaðar aðferðir voru notaðar til að mæla líkamsþyngdarstuðul (LÞS) og kviðarummál (KU). Fituprósenta var mæld með viðnámsmæli og vöðvastyrkur í læri með aflmæli. Línuleg aðhvarfsgreining var gerð til að skoða tengsl vöðva- styrks og líkamssamsetningar við r-GSH, leiðrétt fyrir aldri, háþrýstingi, sykursýki og reykingum. niðurstöður: Meðalaldur (staðalfrávik) var 76 (4) og 55% voru konur. R-GSH var 74 (17) ml/mín./1,73m2, 81% höfðu háþrýsting, 10% sykur- sýki og 13% reyktu. Marktæk víxlverkun var á tengslum líkamssam- setningar og r-GSH milli karla og kvenna. ályktun: Tengsl eru á milli líkamssamsetningar og r-GSH meðal aldraðra, en svo virðist sem sambandið sé ólíkt milli kynja. Þó að þessi útkoma gæti að einhverju leyti skýrst af tengslum kreatíníns og cystatin C við líkamssamsetningu er ekki ólíklegt að skert nýrnastarfsemi hafi mismunandi áhrif á líkamssamsetningu karla og kvenna og þarf að stað- festa niðurstöður okkar með beinni mælingu á GSH. v68 Hætta á bráðum nýrnaskaða í almennu þýði Arnar J. Jónsson1, Bjarni Gunnarsson2, Hrefna Guðmundsdóttir1,3, Margrét Birna Andrésdóttir3, Thor Aspelund1,2, Vilmundur Guðnason1,2, Runólfur Pálsson1,3, Ólafur S. Indriðason3 1Háskóla Íslands, 2Hjartavernd, 3nýrnalækningaeiningu lyflækningasviðs Landspítala bakgrunnur: Bráður nýrnaskaði (BNS) er algengur meðal sjúklinga á sjúkrahúsum og hefur slæmar horfur í för með sér. Lítið er vitað um faraldsfræði BNS í almennu þýði. Markmið þessarar rannsóknar var að ákvarða áhættu og áhættuþætti BNS í lýðgrunduðu þýði. aðferðir: Þetta var afturvirk rannsókn sem náði til allra er tóku þátt í hóprannsókn Hjartaverndar á árunum 1967-1996. Leitað var allra mælinga á kreatíníni í sermi (SKr) sem tilheyrðu þessum ein- staklingum á rannsóknarstofum í Reykjavík til mars 2012. BNS var skilgreindur samkvæmt KDIGO-greiningarskilmerkjum. Langvinnur nýrnasjúkdómur (LNS) var skilgreindur sem r-GSH <60 ml/mín./1,73 m2. Aðhvarfsgreining var notuð til að meta tengsl BNS við mögulega áhættuþætti. x x I þ I n g l y f l æ k n a f y l g I R I T 8 1

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.