Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Síða 31

Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Síða 31
LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100 33 niðurstöður: Endurteknar mælingar á SKr fundust fyrir 14.572 þátt- takendur. Af þeim voru 47,1% karlkyns, 28,7% höfðu háþrýsting, 2,9% voru með sykursýki og 5,9% höfðu LNS við upphaf rannsóknarinnar. Eftirfylgnitími var 29,6 (spönn 0,4-45,5) ár og greindust alls 3065 ein- staklingar (21,1%; 95% CI 20,4-21,8) með BNS. Af þeim voru 51,1% karlar. BNS tengdist marktækt aldri (OR 1,012, 95% CI 1,007-1,018), kyni (OR 1,25, 95% CI 1,16-1,37 fyrir karla) og r-GSH <60 ml/mín./1,73 m2 (OR 1,24, 95% CI 1,05-1,46) en ekki fundust tengsl við háþrýsting eða sykursýki. ályktun: Áætluð æviáhætta á BNS í almennu þýði er nokkuð há en virðist að mestu bundin við efri ár. Karlar og einstaklingar með LNS eru einnig í aukinni áhættu. Sérstakrar aðgátar er þörf hjá þessum hópum. v69 Hnignun nýrnastarfsemi með aldri: Líkön byggð á endurteknum kreatínínmælingum yfir langt tímabil Runólfur Pálsson1,2, Bjarni Gunnarsson3, Anna A. Kjeld2, Hrefna Guðmundsdóttir1,2, Margrét Birna Andrésdóttir1, Vilmundur Guðnason2,3, Thor Aspelund2,3, Ólafur S. Indriðason1 1Nýrnalækningaeiningu lyflækningasviðs Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Hjartavernd bakgrunnur: Hnignun á starfsemi nýrna með aldrinum tengist ýmsum langvinnum sjúkdómum, einkum hjarta- og æðasjúkdómum, en er einnig talin afleiðing eðlilegrar öldrunar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna aldurstengdar breytingar á nýrnastarfsemi í almennu þýði á Íslandi aðferðir: Þetta var afturskyggn rannsókn þar sem leitað var allra mælinga á kreatíníni í sermi (SKr) á rannsóknarstofum á höfuð- borgarsvæðinu er tilheyrðu einstaklingum sem tóku þátt í hóprannsókn Hjartverndar á árunum 1967-1996. Aldur við fyrstu mælingu SKr var 33-75 ára og 36-95 ára við síðustu mælingu. Reiknaður gaukulsíunar- hraði (r-GSH) var metinn með MDRD-jöfnunni og tölfræðilíkön notuð til að skilgreina ferli breytinga á r-GSH og kanna tengsl við áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. niðurstöður: Endurteknar SKr-mælingar fundust fyrir 14.572 þátt- takendur, þar af voru konur 51,6%. Miðgildi (spönn) eftirfylgnitíma var 27,8 (0,4-45,5) ár og fjöldi SKr-mælinga 16 (2-316). Hnignun r-GSH með hækkandi aldri var ekki línuleg og fékkst besta líkanið með „generalized additive mixed models“ sem sýndi hraðari lækkun r-GSH eftir 70 ára aldur. Aldur, hærri aldur við fyrstu skoðun í Hjartavernd og sykursýki tengdust hraðari hnignun r-GSH hjá körlum og konum, og einnig hærri hlébilsþrýstingur og prótínmiga hjá konum. Við 70 ára aldur var r-GSH <60, <45 og<30 ml/mín./1,73 m2 hjá 29,5%, 6,6% og 1,3% þátttakenda og við 80 ára aldur hjá 45,1%, 17,9% og 4,3% þátttakenda. ályktanir: Nýrnastarfsemi hnignar með aldri en ekki með jöfnum línu- legum hætti. Tölfræðilegt mat á aldursbundnum breytingum á nýrna- starfsemi krefst því nálgunar með líkönum sem meta ólínuleg ferli. Hnignun nýrnastarfsemi tengist að vissu leyti þekktum áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. v70 Tengslin milli líkamlegrar færni og vitsmunastarfs sjúklinga með MS Sólveig Jónsdóttir, Haukur Hjaltason, Sóley Þráinsdóttir Landspítala inngangur: Algengasta aðferð við að meta líkamlega færni sjúklinga með MS er með notkun Expanded Disability Status Scale (EDSS). Vitsmunastarf skerðist hjá um helmingi sjúklinga með MS. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengslin á milli skertrar líkamlegrar færni og skerts vitsmunastarfs sjúklinga með kastaform MS sjúkdómsins (relapsing-remitting multiple sclerosis). efniviður og aðferðir: Fimmtíu og níu sjúklingar á taugalækningadeild Landspítala tóku þátt í rannsókninni. Þeir voru allir með kastaform MS og voru um það bil að hefja meðferð með natalizumab (Tysabri). Líkamleg færni var metin með EDSS kvarðanum og vitsmunastarf var metið með taugasálfræðilegum prófum. niðurstöður: Fylgni kom fram á milli skertrar líkamlegrar færni og skertrar frammistöðu á flestum taugasálfræðilegum prófum. Mest var fylgnin við próf sem reyndu á notkun handar og úrvinnsluhraða upp- lýsinga, en einnig kom fram fylgni við orðaminnispróf, sem reyndi á hvorugt. Engin fylgni var við próf sem reyndu á yrta og óyrta athyglis- spönn og engin fylgni var við sjónræna rökhugsun. Þau próf sem spáðu best fyrir líkamlegri skerðingu eins og hún var metin með EDSS kvarð- anum, voru Symbol Digit Modalities Test (SDMT), Slóðarpróf-A og Stroop prófið, sem öll reyna á úrvinnsluhraða upplýsinga. Líkamleg skerðing var marktækt tengd árafjölda með sjúkdóm. Fylgni milli skerts vitsmunastarfs og árafjölda með sjúkdóm einskorðaðist við taugasálfræðileg próf, sem reyndu á notkun handar og úrvinnsluhraða upplýsinga. Ekki var marktæk fylgni við yrta og óyrta athyglisspönn, skammtíma- og langtímaorðaminni eða sjónræna rökhugsun. ályktanir: Skert líkamleg færni er marktækt tengd skertri frammistöðu á taugasálfræðilegum prófum, einkum þeim sem reyna á notkun handar og úrvinnsluhraða. x x I þ I n g l y f l æ k n a f y l g I R I T 8 1

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.