Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Qupperneq 12

Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Qupperneq 12
V Í S I N D I Á V O R D Ö G U M F Y L G I R I T 8 8 12 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 88 athafna daglegs lífs mældar með Modified Barthel Index (snyrting, böðun, að matast, salernisferðir, stigaganga, klæðast, stjórnun hægða og þvags, göngugeta, flutningur í/úr rúmi/stól) fjórum vikum fyrir innlögn á gjörgæsludeild, við útskrift af gjörgæsludeild og almennri deild, og þremur og 6 mánuðum eftir útskrift af gjörgæsludeild. Niðurstöður: Almenn geta við framkvæmd athafna daglega lífs jókst á tímabilinu frá útskrift af gjörgæsludeild þar til sex mánuðum síðar en marktækt hlutfall sjúklinga hafði ekki náð fyrri getu sem var til staðar fyrir innlögn á gjörgæsludeild. Enginn munur var milli hópanna á þessu tímabili. Ályktun: Sjúklingar sem liggja lengur en þrjá daga á gjörgæsludeild finna fyrir skertri getu við framkvæmd athafna daglegs lífs allt að 6 mánuðum eftir útskrift þaðan. Hjúkrunarstýrt eftirlit gjörgæsluhjúkr- unarfræðinga mætti styðja þennan þátt enn frekar í bataferli sjúklinga eftir útskrift af gjörgæsludeild. 17 Notkun blóðflögu rofalausna til fjölgunar og sérhæfingar miðlagsstofnfrumna sérhæfðum frá stofnfrumum úr fósturvísum Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch1,2, Kristbjörg Gunnarsdóttir1,2 Linda Jasonardóttir1,2, Ólafur E. Sigurjónsson1,2,3 1Blóðbanka Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Heilbrigðis- og taugaverkfræðistofnun Háskólans í Reykjavík oes@landspitali.is Inngangur: Blóðbankinn hefur þróað aðferðir sem nýta útrunnar ör- veruóvirkjaðar blóðflögueiningar til ræktunar á miðlagsstofnfrumum úr beinmerg (MSC). Hagnýting á útrunnum blóðflögueiningum með þessum hætti er gífurleg þar sem vandamál tengd dýraafurðum við ræktun á MSC-frumum er leyst á sama tíma og dýrmætur efniviður er endurunninn. Sýnt hefur verið fram á að hægt er að nota lýsöt úr útrunnum blóðflögueiningum og örveruóvirkjuðum útrunnum blóð- flögueiningum við ræktun á MSC-frumum án þess að hafa áhrif á grunneiginleika og líffræði þeirra. Hérna sýnum við fram á að einnig er hægt að nota slíkar rofalaunsir til fjölgunar og sérhæfingar á miðlags- stofnfrumum fengnum frá stofnfrumum úr fósturvísum. Markmið: Í þessu verkefni var kannað hvort hægt væri að nota blóð- flögu rofalausnir fengnar úr útrunnum örveruóvirkjuðum blóðflögu- einingum til fjölgunar, brjósk- og beinsérhæfingar miðlagsstofnfruma sérhæfðum úr stofnrumum úr fósturvísum. Aðferðir: Miðlagsstofnfrumur voru sérhæfðar frá stofnfrumum úr fósturvísum og fjölgað með annars vegar blóðflögulýsötum eða kálfa- sermi. Könnuð voru áhrif slíkrar fjölgunar á beinfrumusérhæfingar og brjóskfrumusérhæfingar. Beinfrumusérhæfing var metin með alizarin red litun, mælingum á alkalískum fosfatasa og genatjáningu. Brjóskfrumusérhæfing var metin með massom trichrome blute litun GAG-prófi og genatjáningu. Niðurstöður: Niðurstöður sýna að hægt er að nota rofalausnir úr útrunnum blóðflögueiningum í staðinn fyrir kálfasermi til fjölgunar á miðlagsstofnfrumum fengnum úr stofnfrumum og á bein- og brjósksér- hæfingar. Ályktun: Hægt er að nota rofalausnir úr útrunnum blóðflögu einingum til fjölgunar á miðlagsstofnfrumum fengnum úr stofnfrumum úr fóstur- vísum án þess að hafa áhrif á sérhæfingarhæfni þeirra. 18 Liðsýkingar á Íslandi - faraldsfræði liðsýkinga á árunum 2003-2014 Signý Lea Gunnlaugsdóttir1, Helga Erlendsdóttir1,3, Kristján Orri Helgason1,3, Sigurður Guðmundsson1,2, Magnús Gottfreðsson1,2 Læknadeild Háskóla Íslands1, smitsjúkdómadeild2, sýklafræðideild Landspítala3 Inngangur og markmið: Bráðar liðsýkingar af völdum baktería eru sjaldgæfar en alvarlegar sýkingar. Þrátt fyrir framfarir í greiningu og meðferð liðsýkinga virðist nýgengi þeirra vera að aukast. Líklegar ástæður fyrir þessu aukna nýgengi er hækkandi meðalaldur, mikil aukning í notkun nýrra ónæmisbælandi lyfja og aukning á ýmiss konar íhlutun í liði. Niðurstöður fyrri rannsóknar á liðsýkingum hérlendis 1990-2002 sýndu nýgengisaukningu fyrst og fremst vegna fjölgunar slíkra inngripa í greiningar- og meðferðarskyni. Markmið þessarar rannsóknar var því að varpa ljósi á faraldsfræði liðsýkinga á Íslandi á árunum 2003-2014 með tilliti til aldurs og kyns sjúklinga, klínískrar birtingarmyndar, áhættuþátta, sýklafræðilegra orsaka, meðferðar og afdrifa sjúklinga, auk þess að rannsaka nýgengi liðsýkinga og meta þann fjölda sýkinga sem verður í kjölfar hvers kyns íhlutunar í liði. Efniviður og aðferðir: Framkvæmd var afturskyggn, lýsandi rann- sókn á liðsýkingum á Íslandi 2003-2014. Listi yfir jákvæðar lið- vökvaræktanir á tímabilinu fékkst út tölvukerfi sýklafræðideildar Landspítala. Sjúklingarnir sem þannig fundust þurftu einnig að hafa fengið fulla meðferð við liðsýkingu; annars var talið að um mengun eða annars konar sýkingu væri að ræða. Farið var yfir sjúkraskrár þátttakenda og klínískar upplýsingar skráðar í FileMaker gagna- grunn. Við tölfræðilega úrvinnslu var notast við tölfræðiforritið R. Niðurstöður: Frá ársbyrjun 2003 til loka ársins 2014 greindust 289 tilfelli liðsýkinga sem staðfest voru með jákvæðri liðvökvaræktun. Sýkingar í eigin lið reyndust 209 talsins og sýkingar í gervilið voru 80 talsins. Nýgengi sýkinga í eigin lið jókst ekki á tímabilinu en meðalnýgengið var 5,6 tilfelli/100.000/ár. Aldursbundið nýgengi var marktækt hæst hjá einstaklingum eldri en 60 ára og á meðal barna yngri en tveggja ára, en lægst hjá aldurshópnum 6-9 ára. Marktækur munur var á kynjahlutföllunum á meðal fullorðinna (p<0,0001). Sýkingin var oftast bundin við einn lið og var hnéliðurinn oftast sýktur bæði í börnum og fullorðnum. S.aureus var algengasta bakt- erían í liðsýkingum barna og fullorðinna. Í fullorðnum voru streptó- kokkar svo næstalgengustu sýklarnir en í börnum reyndist K.kingae næstalgengust. Sýkingu mátti rekja til inngrips í lið í 6% tilfella barna (2/32) og 34,5% tilfella fullorðinna (61/177). Ekki var breyting á fjölda meðferðartengdra sýkinga á milli ára. Heildardánartíðnin á tímabilinu reyndist 5,3%. Þegar kom að sýkingum í gerviliðum reyndist meðalnýgengið vera 2,1 tilfelli/100.000/ár á tímabilinu og ræktuðust S.aureus og kóagulasa-neikvæðir staphylókokkar í meira en 60% tilfella. Sýkingu mátti rekja til liðskiptaaðgerðar í 41% tilfella. Ályktanir: Þessar niðurstöður sýna að nýgengi liðsýkinga virðist ekki vera á uppleið, en það hefur haldist stöðugt á tímabilinu eftir hækkun áratugarins á undan. Hlutfall sýkinga í kjölfar inngripa er enn hátt en ekki var aukning á fjölda meðferðartengdra sýkinga á milli ára. Liðsýkingar eru enn, þrátt fyrir virk sýklalyf, orsök varanlegra lið- skemmda og hreyfihamlana og því mikilvægt að læknar kunni vel til verka við hvers kyns íhlutun í liði og að brugðist sé hratt og rétt við þegar grunur leikur á að um liðsýkingu sé að ræða.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.