Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Side 7

Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Side 7
„Það halda því margir fram að ég sé sérvitringur. Ég hef nú stundum orðað það svo að mér líki vel við sérvitringa, — þeir hafi þó skoðun á málunum. Ég vil líka hafa skoðun og að aðrir hafi skoðun og standi við hana. Ætli ég sé ekki einn úr þessum hópi,“ segir Hreinn Sumarliða- son kaupmaður í Kjörbúðinni Laugarási í viðtali við Verzl- unartíðindi. Hreinn Sumarliðason í Kjörbúðinni Laugarás Vel burstaðir skór geta skipt miklu máli í lífshlaupinu ... Verstunin Laugarás. Hreinn hélt upp á 25 ára af- mæli verzlunar sinnar í sumar meö glæsibrag miklum. Þeir skiptu hundruðum sem tóku þátt í fögnuði Hreins og konu hans, Önnu Hallgnmsdóttur, viðskiptavinir og félagar úr kaupmannastétt. . . Um áratugaskeið hefur nafn Hreins Sumarliðasonar verið nátengt Kaupmanna- samtökum íslands og Félagi matvörukaupmanna. Sagt er um Hrein að hann sækist ekki eftir vegtyllum, en verjist fim- lega lengst af, ef menn vilja setja hann á oddinn. Störf hans gegnum árin eru mörg og mikil og standa félagar í samtökum okkar í mikilli þakkarskuld við hann. VILDI EKKI VINNA I MATVÖRUNNI! ,,Það er svo undarlegt að þegar ég þyrjaði verslunar- störf norður á Siglufirði, þá réðst ég til veiðarfæraversl- unar þar á staðnum, en hafn- aði því algjörlega að vinna í matvöruþúð, sem mérstóð þó til boða. Ég gat hreint út sagt ekki hugsað mér að vinna í slíku. En svona eru örlögin og lífið, óráðin gáta. Matvöru- verslunin átti eftir að verða mitt lifibrauð", segir Hreinn í upphafi viðtals okkar. ,,Við héldum suður til Reykjavíkur, Anna sem þá var unnusta mín, og ég, árið 1949 eftir að ég hafði unnið í 2 ár í veiðarfæraversluninni. Við ætluðum í frí og stunduðum ýmiskonar vinnu jafnframt. Það var einhverju sinni að við áttum leið um Garða- strætið að okkur varð litið inn í Kiddabúð. Ég man að ég sagði sem svo að gaman væri 6 að vinna í svo fallegri búð. Verslanirnar hans Kristjáns Jónssonar voru á 4 eða 5 stöðum í borginni og báru af fyrir hvað þær voru fallegar um þetta leyti, eða 1950. En enn koma skrítin örlög til skjalanna. Nokkrum vikum seinna er auglýst eftir af- greiðslumanni í búðina. Ég hélt inn á Njálsgötu 64, en þar var Kristján með skrifstofu sína. Stiginn upp á hæðina var fullur af fólki og biðin löng. Ég talaði talsvert við þann sem var á undan mér, og átti svo eftir að hitta hann við samskonar kringumstæð- ur hjá KRON, atvinnuleysið var mikið og ég frétti seinna að um hundrað manns hefðu sótt um hjá Kidda. Á þessum tíma voru menn ekki að segja upp störfum þar sem þeir höfðu fastráðningu og ég man eftireinum ungum manni sem starfaði við virta raf- tækjabúð og sagði upp án þess að eiga stöðu vísa. Hans mál þótti algjört hneyksli í þá tíð, en þætti naumast umtals- vert í dag. KIDDABÚÐ GÓÐUR SKÓLI En það er af umsókn minni hjá Kiddabúð að frétta að tveim dögum síðar fæ ég boð um að mæta að nýju til viðtals. Og að því loknu var ég ráðinn starfsmaður. Mérvarsagtþað seinna að það sem réði um ráðningu mína var að ég var á gljáburstuðum skóml! Það hafði ég lært af föður mínum, sem var skósmiður, að fara vel með skótauið og bursta það reglulega og vel. Það kom sér í góðar þarfir í þessu tilviki. Hjá Kristjáni Jónssyni vann HREINN, — úrvais ræöumenn meðal kaupmanna. ég allt til ársins 1959, fyrst sem afgreiðslumaður og síðar sem verslunarstjóri. Kristján var mjög virtur kaupmaður og viðurkenndur af öllum sem við hann áttu viðskipti. Þessi ár mín í Kiddabúð voru sá al- besti skóli, sem ég hefði get- að fengið og undirstaða undir sjálfstæð störf sem kaup- maður. Árið 1959 opnuðum við Verslunina Laugarás á Laug- arásvegi 1. Meðeigendur með okkur hjónum voru þau Guð- ríður Guðmundsdóttir og Sigþór J. Sigþórsson, en hann hafði líka starfað hjá Kidda í Bergstaðastrætinu. Báðir vildum við reyna kaup- mennsku sjálfstætt og ákváð- um að leggja saman kraftana. Við opnuðum 12. júlí 1959 með pomp og pragt. Það var búið að gantast talsvert með það að líklega rynni nú aldrei af okkur þarna í sama húsi og VERZLUNARTÍÐINDI ríkið. En það var nú öðru nær. Ég get sagt sögu af því. HÁLFFLASKAN GÓÐA FYLGDI IKAUPUNUM Við kölluðum blaðamenn á okkar fund og gáfum þeim í glas eins og siður var þá. Að loknu þessu hófi var hálf flaska af viskíi eftir og var hún sett inn í skáp með ýmsum áhöldum kaffistofunnar. Þeg- ar ég seldi búðina Sveini Guðlaugssyni 1967, þá var þessi hálfflaska enn á sínum stað óhreyfð, og fylgdi hún versluninni í kaupunum! Viðskiptin þarna á Laugar- ásveginum urðu ekki eins mikil og við eigendurnir höfð- um vænst og verslunin ekki nægileg til að framfleyta tveim fjölskyldum. Það varð því að samkomulagi milli okk- ar Sigþórs að ég og kona mín keyptum hlut þeirra hjón- anna. Síðar stofnaði Sigþór Árbæjarkjör og verslaði þar allmörg ár. Það var 1967 sem flutt var í nýju verslunina hér í Norður- brúninni og rákum við báðar búðirnar á tímabili. Ég get ekki sagt annað en að ég hafi átt því láni að fagna að eiga prýðis viðskiptavini gegnum árin, fólk af öllum stéttum þjóðfélagsins, ungt fólk og aldið að árum.“ „STUNDUM ER OFLOFI Á MANN HLAÐIГ Tal okkar Hreins barst aftur að sérvisku hans og spurði ég hann þá um kreditkortamálið. „Jú, þetta að ég hef aldrei tekið kreditkortin má eflaust VERZLUNARTÍÐINDI heimfæra upp á sérvisku mína, og kannski hef ég orðið að gjalda fyrir það. En hvað um það, ég reiknaði þetta dæmi á sínum tíma og komst að raun um það að þessi inn- heimta var óhóflega dýr. Menn hafa svo komist að sömu niðurstöðu núna." Ég spurði Hrein um félags- mál kaupmanna. Hreinn hefur alla tíð sýnt sig í að vera með félagslyndari mönnum og unnið margt gott starfið fyrir kaupmenn. ..Ég fór fljótlega á fundi matvörukaupmanna. Þetta voru skemmtilegir fundir, enda úrvals ræðumenn í okk- ar hópi. Það má nefna ýmis nöfn í því sambandi, t.d. Þor- björns í Borg, Sigurðar Magnússonar, sem síðar varð formaður Kaupmannasam- takanna, Sigurliða Kristjáns- sonar, Gústa í Drífanda, Svavars í Ási og Axels Sigur- geirssonar. Fljótlega lenti ég í stjórn í 4 ár og síðan formaður önnur fjögur. Þá var ég kjör- inn í aðalstjórn Kaupmanna- samtakanna, fulltrúaráð og nefndir ýmsar. Ég hef haft einkar gaman af félagsstarf- inu og sé ekki eftir þeim tíma sem þau tóku. Hitt er annað mál að stundum er oflofi á mann hlaðið, t.d. f afmælis- hófinu núna í sumar, þegar rætt var um minn hlut í mjólk- urnefndinni. Ég var formaður þessarar nefndar, en það má ekki gleymast að með mér voru einstakir ágætismenn eins og Sigurður heitinn Matthíasson, Jón Júlíusson núverandi varaformaður samtakanna og Hreinn Hall- dórsson framan af. Þessi nefnd náði þeim árangri að fá áratuga einokun á mjólkur- sölu aflétt, og kaupmenn og aðrir fengu mjólkina í búðirn- ar, en mjólkurbúðirnar voru lagðar niður. Þetta var sam- hentur hópur, sem vann að því að brjóta þetta kerfi niður og auðvitað á ég ekki einn þakkir skyldar fyrir það. En talandi um þetta tímabil þá man ég alltaf þegar nefnd- in fór að hitta Halldór E. Sig- urðsson þáverandi landbún- aðarráðherra. Fylgiskjölin höfðu hrannast upp og ég valdi þann kostinn að koma þeim skipulega fyrir í nokkuð stórri möppu. Með þessa möppu fór ég á fund ráðherr- ans. Þá drundi í Halldóri E.: ,,Það er nú ekki meiningin að Hreinn og Anna kona hans. 7

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.