Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Blaðsíða 13
Þung áhersla lögð á
örbylgjuofnana, —
og innbyggðu tækin
Á stórri rafmagnsvóri,
sýningu eins og Domo-
technica í Köln má lesa
ýmislegt um þá þróun, sem
er að verða í þessum mikla
iðnaði. í ár fór þessi alþjóð-
lega sýning fram og þar
voru sýnd ýmis heimilistæki
og áhöld, einkum eldhús-
tæki og ýmis ný tækni kom
fram.
Örbylgjutæknin er það
sem hæst bar á sýningunni,
segja forráðamenn Domo-
technica og spá því að hún
muni setja stóran svip á
verslanir í þessari grein á
komandi árum. Á sýning-
unni voru sýningaraðilár
með örbylgjuofna sem eru
nettari í allri útfærslu og
búnir ýmsum viðbótarbún-
aði.
Af sýningunni virðist
einnig mega ráða að þung
áhersla verði lögð á inn-
byggð tæki hvers konar í
framtíðinni, og þá einkum
raftæki á milliverðum. Þá
var Ijóst að alls konar raf-
tæki, stór og smá, bjóða nú
upp á mun meiri þægindi
fyrir notandann en fyrr, —
og ekki hvað síst minni
orkueyðslu, sem eru góð
tíðindi hér í landi hárra
orkureikninga.
Rafeindatækni og örtölv-
ur eru stöðugt að færast
meira inn á svið heimilis-
tækjaframleiðslunnar. Þá
mátti skoða á sýningunni
ýmislegt til varnaðar á
heimilum fólks, m.a. nýstár-
legavörn gegn vatnsleka.
Litir heimilistækja hafa
sveiflast eftir tískustraumum
eins og kunnugt er. Á sýn-
ingunni í Köln var hvítt
áberandi í tækjum flestra
sýnendanna, en þó mátti sjá
tilhneigingu víða í átt til
glaðari lita. Þá er Ijóst að
„gamaldags“-bylgja geng-
ur yfir víða í heimilistækja-
iðnaðinum, en tækin að
sjálfsögðu búin nútíma
tækni hið innra. Sýndu
margir slíka hluti í Köln,
bæði rafmagnstæki og hit-
unar- og eldunartæki.
Litlar matarkvarnir (food
processors) voru greinilega
að koma aftur á sjónarsviðið
á sýningunni. Einnig ýmis
smátæki til munnhirðu. í
deildum ryksuguframleið-
enda var ekki annað að sjá
en að belgryksugurnar
væru aftur að ná yfirhönd-
inni. Geta má um fleiri atriði
sem náðu góðri sölu og
mikilli athygli á sýningunni,
m.a. má nefna lofthreinsara
og rakatækja.
Eins og fyrr greindi voru
örbylgjuofnar í stóru hlut-
verki á sýningunni. Fyrir-
ferðarminni módel og meiri
sveigjanleiki í verðum hefur
örfað markaðinn. Þá er ekki
ótrúlegt að þessi áhugi á
míkróofnum stafi af þeirri
þróun að heimilin verða
einfaldari og minni auk þess
sem breytingar eiga sér stað
í neysluvenjum víða um
lönd, m.a. með aukinni
notkun frystitækja. Mikil
upplýsingaherferð sem farin
var hefur greinilega náð að
breyta neikvæðu hugarfari í
garð örbylgjutækninnar til
hins betra, ekki hvaó síst í
Þýskalandi þar sem ör-
bylgjuofnar eru enn sem
komið er lítt þekktir.
Á sýningunni bar mikið á
annarskonar þróun, orku-
sparandi tækjum, einkum
var þetta áberandi í sam-
bandi við kæli- og frystibún-
að, einnig þvottavélar, upp-
þvottavélar og vatnshitara,
sem hafa gengist undir
breytingar til hins betra á
þessu sviði.
Skoðendur sýningarinnar
fylgdust með af áhuga þeg-
ar framleiðendur sýndu
mögulega tækni framtíðar-
innar í eldun, þ.e. ,,kalda“
eldun, „infrarauða eldun"
og jafnvel „talandi" áhöld
og tæki.
VERZLUNARTIÐINDI
13