Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Side 19
Z-brautir og gluggatjöld hf.:
Tækni sem stenst tímans tönn,
— og sama verð í fimm ár!!
Theodór og Magdalena í Z-brautum og gluggatjöldum h.f.
Þaö eina sem stenst tímans
tönn í versluninni Z-brautir og
Gluggatjöld í Ármúla 42 eru
Z-brautirnar. Þær eru eins ár
eftir ár og þarfnast engra
breytinga. Ööru máli er aö
gegna um gluggatjöldin, sem
breytast eftir tískuduttlungum
hvers tíma. í því efni verður
kaupmaðurinn aö vera vel á
varðbergi, enda ófýsilegur
kostur að sitja uppi með
strangana af illseljanlegri
vöru.
Verzlunartíðindi ræddu á
dögunum við þau hjónin
Theódór S. Marinósson og
Magdalenu Elíasdóttir, en
þau hafa nú fært út kvíarnar,
stækkuðu við sig húsplássið
núna í vor, og eru farin að
versla með almenna vefn-
aðarvöru auk gluggatjalda og
búnaðar til gluggans.
Fyrirtækið er 20 ára gamalt.
Byrjaði sem aukavinna í bíl-
skúr eins og gjarnt er um ýmis
góö fyrirtæki. Upphaflega
byrjuðu þeir saman, Theódór
og Þorvarður Jónsson, en
fyrir 6 árum síðan keyptu þau
Theódór og Magdalena hlut
Þorvarðar.
Auglýsing í þýsku tímariti
kom þeim félögum á sporið.
Gluggatjaldabrautir frá fyrir-
tækinu Muller vöktu athygli
þeirra og leiddu síðan til
góðra viðskiptasambanda.
Flestir vita framhaldið. Braut-
irnar náðu góðri fótfestu á
markaðnum, svo góðri að nú
eru þær almennt kallaðar
zetu-þrautir, hvort heldur
þær eru frá Theódóri eða
ekki. Það er með þær eins og
til dæmis dráttarvélar, sem
lengi voru kallaðar farmall
eftir Farm-AII tækjunum,
Bírópennar eftir vörumerkinu
Buro og allir töluðu um
Hansahillur, sama hvaðan
þær komu.
í dag er salan söm og jöfn
sem fyrr. Ekki spillir það fyrir
að tekist hefur að halda sama
verðlagi í krónutölu í heil fimm
ár, jafnvel hafa verð lækkað
frá því 1978. Að sjálfsögðu er
slík verðþróun mjög óvanaleg
hér á landi.
Theódór er lærður bíla-
smiður. í þeirri iðn lærðu
menn nánast allar iðngreinar í
einu. Þetta hefur komið sér
vel í starfi hjá Z-brautum &
gluggatjöldum, því húsþyggj-
endur koma oft og biðja um
ráð, leggja málið allt að því í
hendur starfsfólksins.
Fyrirtækið hefur nú starfað
VERZLUNARTÍÐINDI
í 10 ár í Ármúlanum og þar er
saumastofa og verkstæði auk
rúmgóðrar verslunar. Á síð-
asta ári keyptu þau hjónin
lagerinn af Últíma h.f. og reka
þau verslun með glugga-
tjaldaefni þess fyrirtækis í
Kjörgarði.
Magdalena sagði að greini-
legt væri að heimasaum væri
að aukast. Salan á vefnaðar-
vöru mundi því aukast. Versl-
unin er búin að koma sér upp
góðum lager og ætlunin að
fara að auglýsa en til þessa
hefur verið hljótt um vefnað-
arvörudeildina.
Hjá Z-brautum sáum við
sóltjöld fyrir verslanir og fyrir-
tæki. Sóltjöldin eru fáanleg
með handhægum fjarstýr-
ingabúnaði. Hefur þetta kom-
ið sér vel hjá bönkum og
tryggingafélögum í Reykjavík,
því ekki þarf að fara fram fyrir
afgreiðsluborð til að stilla
tjöldin, það er gert með litlu
áhaldi, sem stillir þá alla
lengjuna í einu eftir því
hvernig sólin skín.
Þá kom fram í viðtalinu að
efnisval í gluggatjöld hefur
breyst mjög frá því sem var,
meira af léttari efnum en fyrr.
Þungu velour-efnin eru að
heita má horfin, en léttari efni
komin í stað þeirra. Framtíðin
ber í skauti sér fjölbreyttari liti
en að undanförnu og
myndstruð efni, þetta má
merkja af sýningum erlendis
að undanförnu sögðu þau
hjón.
Greinilega er hér um að
ræða vandpantaða vöru og
betra að fara að öllu með gát.
Þannig sögðu þau hjónin að
þau hefðu verið með glugga-
tjaldaefni á lager í 2 ár, gljá-
andi viskósa (58%) og bómull
(42%). Þetta efni gekk ekki út
fyrr en nú nýlega að fólk tók
að taka við sér, enda verðið
sérlega hagstætt og efnið
bæði gott og fallegt.
„Húseigendur sem hingað
koma vilja að hlutirnir gangi
hratt og vel fyrir sig, þeir eru
að leggja lokahönd á íbúðina
og vilja að allt sé tilbúið þegar
flutt er inn“, sagði Theódór.
Og Magdalena bætir við
undir lokin að þegar þau
hjónin fluttu inn í sitt hús ný-
byggt í Árbæjarhverfi, hafi
þau orðið að láta sér nægja
plast í gluggum til að byrja
með!
19