Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Page 23

Verzlunartíðindi - 01.12.1984, Page 23
Baráttan gegn búðarþjófum — BÚÐARÞJÓFAR EIGA ENGA MÖGULEIKA; segir á þessu skilti á myndinni í einum af stórverslunum V-Þýskalands. Slík skilti hanga víða. Á skiltinu er fólki sagt að þeir sem gripnir eru séu umsvifalaust kærðir til lögreglunnar. Þá segir á skiltinu aö það tap sem verslanir verði fyrir af búðarþjófnuðum komi niður á hærra vöruverði. Þessi barátta gegn búð- arþjófnuðum er semsagt víðar í gangi en hér á landi. Grétar Norðfjörð hjá lög- reglunni sagði blaðinu að mjög mikið væri um afbrot af þessu tagi. Sagði hann jafnframt að hertar inn- brotavarnir virtust verða til þess að meira væri stolið í verslunum á opnunartímum. Slík afbrot bæri að tilkynna lögreglunni umsvifalaust. í Þýskalandi er búðar- hnuplið geysistórt vanda- mál og aðgerðir þær sem núna eru í gangi um landið allt eru víðtækar. M.a. er strangt eftirlit með því að fólk skilji eftir poka og tösk- ur við inngang verslana. BÚÐARHNUPL Hann Jónas kaupmaður Magnússon á ísafirði sagði eftirfarandi sögu í Vestfirska fréttablaðinu, þegar blaðið bað hann að segja frá neyðarlegustu uppákomu, sem hann hefði upplifað: ,,Það er alltaf eitthvað um hnupl í versluninni, þó er það ekki mikið að ég held og oftast sé ég það fljótt ef eitt- hvað hefur horfið úr búð- inni, veit jafnvel hver hefur verið að verki. Yfirleitt eru það unglingar eða kannski menn undir áhrifum áfengis. Þetta gleymist fljótt. Þó er mér eitt atvik af þessu tagi minnisstætt. Það var fyrir mjög mörgum árum. Það kom gömul kona inn í búð- ina til að kaupa gulrófur, sem ég var með í strigapoka á gólfinu. Á meðan ég var að láta rófurnar í bréfpoka, þá sá ég útundan mér að kon- an var að skoða nylonsokka sem voru í öskju á borðs- endanum. Allt í einu tók hún eitt parið, braut það saman svo að skrjáfaði í umbúð- unum og stakk því í kápu- vasann. Ég varð mjög hissa, því yfirleitt er það ekki fólk í efri aldursflokkum sem hnuplar. En af því að þetta var gömul fátæk ekkja, þá gat ég ómögulega fengið mig til að taka þá af henni og lét sem ég hefði ekki séð neitt. Þegar konan fór út, þá sá ég að göt voru á sokkun- um sem hún var í. Þessi kona er nú löngu dáin. En þótt boðorðið segi ,,Þú skalt ekki stela,“ þá vona ég að Drottinn reikni þessa yfirsjón konunnar ekki til syndar, heldur sem smágjöf frá mér að eigin vali, því það er lífið, að gefa en ekki að taka.“ Jónas lumar á fleiri sög- um af búðarhnupli og við látum þessa fljóta með: „Svo var það konan sem hnuplaði Ljómasmjörlíkis- stykki úr glugganum hjá mér. Henni hefur sennilega brugðið þegar hún ætlaði að nota smjörlíkið, því að reyndar var bara spýtu- kubbur inni í umbúð- unum. . .“ Höfum ávallt fyrirliggjarvdi flestar tegurvdir af matvörum og vefnaöarvörum I. Brynjólf ssoi\ og Co Hafnarstræti 9 — sími 11590 VERZLUNARTÍÐINDI 23

x

Verzlunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.