Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Qupperneq 9

Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Qupperneq 9
BJARNIFINNSSON, varaformaður Kl Blómaverslunin er enn háð miðstýringu hins — og gegn því þurfum við að berjast opinbera Nýi varaformaðurinn í Kaupmannasamtökum ísiands er 38 ára gamall kaupmaður í Blómavali, Bjarni Finnssson. Þeir bræður, Bjarni og Kol- beinn, hófu kornungir að reka Blómaval við Sig- tún. í höndum þeirra hef- ur fyrirtækið sannarlega blómstrað og dafnað. Verzlunartíðindi heim- sóttu Bjarna á dögunum til að kynnast honum og fyrirtæki hans. Bjarni er útlærður garð- yrkjumaður frá skólanum í Hveragerði, en auk þess hefur hann sótt framhalds- nám i skreytingum í Dan- mörku og einnig var hann i fjóra mánuði á skóla til að læra rekstrarhagfræði blómaverslana. Þeir Bjarni og Kolbeinn eru Reykvikingar, uppaldir i Bústaðahverfi. Kolbeinn er rafvirki aö mennt. Þaö var árið 1970 að þeir ákváðu að taka á leigu blómaskálann við Sigtún. Reksturinn þar var ekki með þeim hætti sem nú er. Reyndu þeirfyrir sér í 3 ár og héldu síðan áfram. Eftir 4 ár ákváðu þeir að kaupa reksturinn. í upp- hafi var Blómaval með 700 fermetra athafnarými, en i dag er það orðið 2400 fermetrar. Bjarni sýndi blaðamanni starfsstöð sína. Þetta er mikið fyrirtæki eins og flest- ir vita. Blómaval er löngu orðið einskonar samkomu- staður fyrir fjölskylduna. Enda þótt utandyra geisi foráttu veður, þá finnur fólk „suðrænt“ andrúmsloft inn- andyra i Blómavali í hlýjunni og blómskrúðinu. Þar eru jafnvel apar, fuglar og fiskar frá suðlægum slóðum. „Þessi rekstur er talsvert blandaður. Hér er um að ræða verslun og garðyrkju- stöð“, sagði Bjarni. Stór hluti húsnæðisins fer ein- mitt undir plöntuuppeldi. Þegar blaðamann bar að garði var starfsliðið i óða önn að taka upp sendingu frá útlöndum, allt pakkað eftir kúnstarinnar reglum. Við vesturendann i næsta nágrenni við hið nýja Holi- day Inn-hótel var mann- skapur að leggja lokahönd á hellulagningu útisvæðis fyrir sölu á trjáplöntum. Blómasending tekin upp í Blómavali, viðkvæmur varningur,— og viðkvæmt mál i stjórnkerfinu. í norðausturhorni Blóma- vals var blómaskreytinga- fólk á þönum. Geysimiklar blómaskreytingar, sem prýddu sviðið í Broadway þá um kvöldið voru að verða tilbúnar og það fer varla á milli mála að hinir ungu skreytingameistarar gátu verið býsna hreyknir af vinnu sinni, - og mega lika vera það. Það er strjálingur af fólki á ferli þótt mið vika sé og miður dagur. Um helgar magnast umferðin svo um munar. Innan kaupmanna- stéttarinnar er mikið rætt um opnunartímann. Ég beini talinu að þessum viðkvæma þætti. „Það má fullyrða að það sé komin hefð á opnunar- tímann hjá blómverslunum. Þetta hófst með garðsölu á vorin og sumrin fyrir langa löngu. Það má alveg full- yrða að þessi tími mæti þörfum neytendanna. Þetta er dæmigert fyrir þá tegund verslunar þar sem fólk kaupir annað hvort núna, eða bara alls ekki. Hjá Framhald á bls. 26 VERSLUNARTÍÐINDI 9

x

Verzlunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.