Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Síða 13

Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Síða 13
UPPHAF ) VASAREIKNANNA 4 Tíminn er afstæöur eins og flest annaö og ef einum finnst 15 ár langur tími er víst a öörum finnist um stuttan tíma að ræöa. Á þeim 15 árum sem liðin eru frá þvi fyrsta vasareikni- vélin kom fram á sjónar- sviðiö, hefur orðið mikil þróun í gerð þeirra og ekki síður hvað verðið varðar. Það var árið 1972 sem fyrstu vasareiknarnir komu fram og var þar um að ræða vélar sem aðeins gátu lagt saman, dregið frá, marg- faldað og deilt. Reiknivélar með slíka getu og meira til höfðu verið til um langt skeið en þær komust ekki fyrir í vasa, og var sú fram- setning mesta byltingin enda hafði tæknin ekki leyft það fyrr. Strax i upphafi kom fram nokkuö villandi nafngift á þessi undratæki hérlendis og var það nafnið „vasa- tölva“ sem átti að vera þýð- ing á enska orðinu „Pocket Calculator". í þann tíma var þetta kannski ekki svo vill- andi, þvi einkatölvur voru ekki komnar fram í þvi formi sem við nú þekkjum og óraði reyndar engan fyrir að nokkurn tíma yrði til nokkuð sem gæti kallast tölva i vas- ann, en reyndin varð nú önnur eins og vikið verður að hér á eftir. I dag er mjög nauðsynlegt að greina milli vasareikni- véla og vasatölva þótt mörkin séu ekki alltaf aug- Ijós. Ekki leið langur timi þar til hinir og þessir framleiðend- ur komu fram með sínar vél- ar og eins og alltaf, varð sú nýjasta að bjóða eitthvað umfram þær sem fyrir voru, bæði i getu og helst útliti lika. Það var svo strax 1973, sem Hewlett Packard kom fram með sina fyrstu vasa- reiknivél og gekk hún lengra en áður hafði þekkst, þvi þessi vasareiknir sem nefndist HP-35 tók fyrsta skrefið i þvi að leysa hina mjög svo mikið notuðu reiknistokka af hólmi. HP-35 gat semsagt dregið kvaðratrót og reiknað log- aritma auk hinna fjögurra grunn-reikningsaðgerða. Að auki voru nú komin nokkur minnishólf(register) þar sem hægt var að geyma í tölur. En undrið var ekki gefið, öðru nær. Vélin kostaði um 800 dollara og var þvi viss- ara að hafa gilt launaum- slag eða stöndugt fyrirtæki bak við sig, ef fjárfesta átti í djásninu. En á þessum tíma gilti lögmál markaðarins eins og fyrr og siðar hefur gert, og verðið hrapaði með aukinni samkeppni og meiri fram- leiðslu. í dag er hægt að — eftir Pál Gestsson kaupa sambærilegan vasa- reikni fyrir 5 til 10 dollara. Margir framleiðendur hafa komið inn á þennan markað á þessu 15 ára tímabili, en flestir dottið út af honum aftur, því sam- keppnin er hörð og einungis þeir sem stöðugt bjóða eitthvað betra á góðu verði, lifa striðið af. Margir framleiðendur hafa komið hér við sögu og ætlað sér stóra hluti og má þar helsta nefna Hewlett Packard, Texas Instru- ments, Casio, Sharp, CBM, Ricoh, Sinclair og fleiri. Um skeið ætlaði Gillette fyrir- tækið sem best er þekkt fyrir rakvélar sinar, að hasla sér völl á þessum markaði. Það mistókst og fyrirtækið tapaði stórum fjármunum á ævintýrinu og komst reikni- vélin þeirra aldrei á markað. Þetta sannar að ekki er nóg að hafa mikla fjármuni til hlutanna, heldur er ekki síður miklvægt að hafa góð- ar hugmyndir. Meira að segja rafeindarisinn Texas Instruments dró sig út af þessum markaði fyrir nokkrum árum, þrátt fyrir góðar hugmyndir framan af, en lengi stóð striðiö milli þeirra og Hewlett Packard. i dag má segja að þeir sem standa upp úr á mark- aði vasareikna séu HP, Casioog Sharp. Frá fyrstu fjögurra að- gerða vasareiknivélunum til þeirra sem bestar gerast í dag er löng leið í hugviti og þróun, en ekki að sama skapi í árum. Eins og áður var sagt eru mörkin milli vasareiknivélar VERSLUNARTIÐINDI 13

x

Verzlunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.