Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Síða 14

Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Síða 14
og vasatölvu ekki alltaf Ijós enda leitast við að sameina i einu tæki það besta sem þekkist á báðum þessum sviðum. Sú vasatölva sem kynnt verður hér á eftir er einmitt dæmi þess. Psion Organiser II. Nú er það spurningin hvort Psion Organiser II er vasareiknivél, vasatölva, hvorutveggja eða eitthvað meira. Það verður lesand- anum látið eftir að dæma. En hver sem niðurstaðan verður, er hér um afsprengi þróunar og hugvits að ræða, sem ætlað er til að gera hið daglega vafstur bæði auðveldara og skemmtilegra. Psion Organiser II er boð- inn í tveim gerðum, þ.e. Model XP og Model CM. Hér eftir verður fjallað um XP, en i lokin fjallað um mis- muninn á þessum tveim gerðum sem reyndar er ekki mikill. Organiser II er tæki sem hefur mikið af innbyggðum aðgerðum, svo hægt er að byrja strax að láta tækið vinna fyrir sig. Hér eftir verður getið þeirra inn- byggðu aðgerða ásamt við- bótum, og hver um sig síðan skýrð nánar. Almenn lýsing Organiser II er ekki stór tölva eins og sést á eftirfar- andi málum: Hæð 14 senti- metrar, breidd 7,8 senti- metrar, þykkt 2,9 senti- metrar og þyngdin 225 grömm. Vélin er bæði með tölu og bókstöfum, færslulyklum auk ýmissa tákna sem nauðsynleg eru til vinnsl- unnar. Tölvan gengur fyrir einni 9V rafhlöðu af PP3 gerð og tapar engu úr minni þegar skipt er um rafhlöðu ef það skeður innan 90 sekúndna, en það sem geymt er i minniskubbum er algjörlega óháð straum og geymist þess vegna um aldur og eilifð ef notandanum sýnist svo. Öll vinnsla er valmynda- stýrð(Menus) og skipanir gefnar með því að leggja bendil(cursor) yfir skipun og ýta á EXE-takkann eða stimpla inn fyrsta staf i skipun. Auðveldara getur þetta nú ekki verið. Skjárinn er af LCD gerð og hefur tvær 16 stafa línur, en mesta lengd linu eru 254 stafir og færist textinn sjálfkrafa á skjánum ef nauðsynlegt er og getur notandinn stoppað hann auk þess að ráða í hvora áttina hann færist. Þetta á aðeins við ef lengd línu er meira en 16 stafir. Innra minni er 16kb vinnsluminni(RAM) og 32kb lesminni(ROM). Mest getur vinnsluminni í XP orðið 272kb og er þá heildar- minni, bæði vinnslu- og les- minni 304kb. Og þar sem Organiser II er ætlaður til að nota hvenær sem er, hvar sem er, er hann í hörðu plast- hulstri á sleða sem dregst niður þegar nota á tölvuna. Þetta virkar bæði fljótt og vel. Hulstrið ver tölvuna áföllum þegar hún er ekki í notkun. Innbyggðar aögerðir Gagnagrunnur, geyma og finna- Dagbók, atriði til minnis- Reiknivél- Klukka og dagur- Minnistimar- Forritunarmál- Prentun- Tenging við PC-tölvur- Viðbótarbúnaður Gagnagrunnur Hér er um óbundinn gagnagrunn (free form) að ræða, þ.e.a.s. upplýsingar hvers konar eru settar inn á þann hátt sem notandinn helst vill og hentar hann til allra mögulegra og ómögu- legra hluta, svo sem til að geyma símaskrá, formúlur, fæðingardaga, tölur, númer alls konar, skrá einkasöfn og ótalmargt fleira. Mismunandi upplýsingar eru oftast geymdar í sama potti ef svo má segja, og aldrei tekur meira en sekúndubrot að finna það sem leitað erað. Hver færsla(record) er geymd sérstaklega og þeg- ar leita á, er nóg að stimpla inn hluta af því skilyrði sem sett er og leitar þá tölvan i hverri færslu til fulls i öllum færslunum, en ekki aðeins í byrjun færslu eins og al- gengt er. Til dæmis ef leitað er að formúlum sem „Iog10“ og setja leit af stað og finnur tölvan þá allar for- múlur sem notaður er log- aritmi í. Að sjálfsögðu er svo hvenær sem er hægt að bæta við færslum, eyða færslum og breyta færslum, geyma á minniskubb, prenta út og fleira. Dagbók sem „hnippir í þig“ Dagbókin er þetta venju- lega tæki sem almenningur getur ekki án verið. Öll erum við að ráðstafa tima okkar langt eða skammt fram á við eftir atvikum, og til að ekkert gleymist nú, skrifum við þetta í dagbók inn á við- komandi dag. Þetta er ná- kvæmlega það sem dag- bókin í Organiser II gerir, nema hún hefur það um- fram þá hefðbundnu dag- bók, að minna okkur á at- burðina með því að gefa frá sér hljóð, ef svo hefur verið valið og getur hún hringt frá 1 til 59 mínútum áður en hver atburður hefst, allt eftir vali notandans. í dagbókinni er hægt á sama hátt og i gagnagrunn- inum að finna atburði með lágmarks innstimplun, auk þess er hægt að eyða öllu úr dagbókinni að deginum i dag, stökkva með einni skipun til ákveðins dags í fortið eða framtíð, geyma ’dagbókina á minniskubb, ná i af minniskubb dagbók annars árs o.fl. Reiknivél Reiknivélin í Organiser II er mjög öflug með öllum sinum innbyggðu aðgerðum auk þess sem hægt er að auka við virkni hennar með viðbótar aðgerðum(func- tions) i kubb(ROM) og flétta þeim inn i sinar eigin for- múlur. Auk þess getur not- andinn búið til sínar eigin aðgerðir og kallað þær með nafni i formúluuppbyggingu sinni. Formúlur sem slegnar eru beint inn á tölvuna eru birtar i efri linu skjásins og út- koman í þeirri neðri, þannig að notandinn sér samtímis formúluna og útkomuna. Ef nú einn eða fleiri stuðlar eða aðgerðir breytast er hægt að fara inn i formúluna og breyta og reikna siðan nýja útkomu. Þetta flýtir mjög allri vinnslu auk þess að gera hana mikið læsi- legri. Reiknivélin hefur inn- byggðar allar þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru fyrir bæði fjármála og verkfræði- lega útreikninga, auk inn- byggða forritunarmálsins OPL, sem greint er frá hér síðar. Að sjálfsögðu eru bein minni sem hægt er að reikna beint úr eða i, auk þess að geyma í stuðla og/eða niðurstöður. Reikni- vélin er mjög hraðvirk. Ekki verður farið dýpra í reiknivél Organiser II tölv- unnar, sjón er sögu rikari. Klukka og dagur Þessi möguleiki þykir víst sjálfsagöur i slíku tæki enda til staðar þegar vill. Þegar hann er notaður birtist á skjánum eftirfarandi: í efri linu, vikudagur, mán- aðardagur, mánuður og ár. í neðri linu, klukkustund, mínúturog sekúndur. Klukkan gengur a skján- um og skiptir á nýjan dag á miönætti. Framhald greinarinnar birtist í næsta blaði 14 VERSLUNARTÍÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.