Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Síða 23

Verzlunartíðindi - 01.06.1987, Síða 23
36. aðalfundur Kaupmannasamtakanna haldinn í HVERAGERÐI GÓÐ AFKOMA SAMTAKANNA, - OG UMFANGSMIKIÐ STARF „Verölagshöft sem voru við lýði fyrir fjórum árum hafa nánast alfarið verið afnumin. Frjáls verðlagning leiðir af sér harða sam- keppni og menn ganga oft of nærri þjónustugjöldum sinum. Kaupmenn geta náð betri árangri i lækkun vöruverðs með því að gera hagkvæm vöruinnkaup. Sameiginleg innkaup þeirra yrðu i stærri einingum i félagi við heild- sala eða i höndum kaup- manna sjálfra", sagði Sig- urður E. Haraldsson, þegar hann ávarpaði kaupmenn og kvaddi þá sem formaður á aðalfundinum í Hvera- gerði 7. mars s.l. Taldi hann að einkaversl- unin ætti að eiga hagstæð skilyrði i landinu. Einka- verslunin hefði alla burði til að veita hraðari og betri þjónustu en verslun sam- vinnumanna. Þvi væri einkaverslunin i sókn. í skýrslu Magnúsar E. Finnssonar framkvæmda- stjóra kom m.a. fram sú staðreynd að verslunar- atvinna er enn ekki viður- kennd sem starfsgrein á móts við aðra atvinnu- starfsemi í landinu. Þetta kemur m.a. fram i tollum á búnaði til verslunar, sér- sköttun á versluninni og fleiru. Þá benti Magnús á óhagkvæmni í dreifingu vöru til verslana, sem sum- ar hverjar a.m.k. þyrftu að eiga viðskipti við 200 heild- sala til að afla aðfanga. i Noregi þyrftu samsvarandi verslanir á 3-4 aðilum að halda. Magnús ræddi ennfremur um krítarkortin og ítrekaði að það væri skoðun kaup- manna að korthafar bæru sjálfir kostnaðinn. Sagði hann veltu kortafyrirtækj- anna nú um einn milljarð króna á ári, sem er um 30% af heildarveltu smásölu- verslunarinnar. Á aðalfundinum kom fram að hagur Kaupmannasam- takanna s.l. tvö ár var með ágætum og verkefni sam- takanna óþrjótandi og stöö- ugt unnið að úrlausnarefn- um. VERSLUNARTÍÐINDI Eins og venjulega urðu talsvert miklar umræður um hin ýmsu málefni smásölu- verslunarinnar í landinu og komu þar fram margar athyglisverðar tillögur, sem siðar verður vikið að hér á síðum blaðins. Matthías Bjarnason, við- skiptaráðherra, mætti til fundarins, þrátt fyrir annir á landsfundi sjálfstæðis- manna, sem stóð þessa sömu helgi. Flutti hann ágæta ræðu eins og við- skiptaráöherra er siöur á fundum kaupmanna. Einnig svaraði hann mörgum fyrir- spurnum sem fram komu. Þegar á heildina er litið er ekki annað að sjá en að ráðamenn þjóðarinnar vilji að öflug verslun og hag- stæð neytendum fái að blómstra á íslandi. En þvi miður virðist of hægt ganga. Margar ályktanir voru af- greiddar frá þessum 36. aðalfundi samtakanna. M.a. var fagnað bættri efna- hagsstjórn. Mótmælt var yfirlýsingum um að góðærið svonefnda hefði alfarið hafnað hjá versluninni og bent á stórfelldan vanda kaupmanna og kaupfélaga viða um land í því efni. Enn var sérsköttun á skrifstofu og verslunarhúsnæði mót- mælt. Ályktað var um verð- kannanir og hvatt til já- kvæðra og réttlátra vinnu- bragða í þeim efnum. Sú ályktun sem mesta vakti athygli í dagblöðum landsins var að sjálfsögðu tengd áfengi. Ályktað var að leggja beri Áfengisverslun rikisins niður og bent á að kaupmenn séu færir um að sinna þörfum markaðarins i þessum efnum. Aðalfundurinn stóð frá kl 10 að morgni til kl. rúmlega 17 með matarhléi. Um kvöldið fór fram geysivel heppnuð árshátið samtak- anna í Hótel Örk, en þar fór aðalfundurinn fram að þessu sinni og er það í fyrsta sinn sem fundurinn er haldinn utan Reykjavíkur. Fundar og árshátiðargestir luku einum rómi um ágæti hins nýja hótels, en þar var gist um nóttina. SJÁ MYNDIRÁ NÆSTUSÍÐU

x

Verzlunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.